sem eru kannski þegar allt kemur til alls ekkert ýkja góð meðmæli þar sem Íslenskar kvikmyndir hafa yfirleitt ekki átt sérstaklega upp á pallborðið hjá mér, en ég skal reyna að útskýra þetta mat mitt í stuttu máli.
Myndin er í senn þroskasaga, ástarsaga, spennumynd & heimildamynd.
Músík klipping & myndataka er í meistaraflokk, ásamt því sem persónusköpun þeirra persóna sem kvikmyndagerðarmaðurinn fléttar saman við sögu aðalpersónunnar sem við sitjum uppi með að sé raunveruleg, er stórkostleg.
Mónólógar Stefan C. Schaefer í hlutverki internet pimps eru algert fyrirtak.
Músík Kalla sem oft kenndur var við Tenderfoot er hreinn unaður.
The Amazing Truth About Queen Raquela fær því óhikað mín bestu meðmæli.
Góðar Stundir