Ólafur kennir kvikmyndagerð á netinu

Ólafur Jóhannesson, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur, býður upp á fjarkennslu í kvikmyndagerð í gegnum menntunarvefinn SkillShare. Námskeiðið ber heitið Learn Indie Filmmaking by Doing a Short Film og má skrá sig í gegnum þennan hlekk.

Ólaf þekkja margir undir listamannsnafninu Olaf de Fleur og hefur hann farið yfir víðan völl, á Íslandi og erlendis.

Í myndbandinu að neðan greinir kvikmyndagerðarmaðurinn frá umræddum kúrs, en Ólafur hefur yfir tveggja áratuga reynslu í fagi sínu. Hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndunum Blindsker: Saga Bubba Morthens, The Amazing Truth About Queen Raquela, Borgríki, Borgríki 2 og jafnframt unnið með stórrisunum hjá Netflix með hryllingsmyndinni Malevolent, fyrstur íslenskra leikstjóra til að gefa út kvikmynd sem frumsýnd var á streyminu.

„Með hverju verkefni safnar maður til sín meiri reynslu. Ég hef ekkert að gera við alla þessa reynslu,“ segir leikstjórinn í kynningunni. „Mig langar að gefa hana frá mér til ykkar.“

Stikk: