Ég tek undir þau orð hér að ofan að þessi mynd sé þannig að maður sé kannski ekki alltaf hlæjandi allan tímann, en maður hlær því meira inn í sig. Brandararnir eru á stundum lúmskir en mjög fyndnir. Leikur flestra leikaranna er mjög góður. Þórhallur Sverrisson er góður í aðalhlutverkinu, og Jón Gnarr er hreint út sagt frábær. Matt Keeslar er líka mjög góður eins og vænta mátti. Semsagt, fín mynd og gott innlegg í annars fátæklega kvikmyndagrínflóru Íslendinga. Sjáið hana!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei