Náðu í appið
Öllum leyfð

Íslenski draumurinn 2000

(The Icelandic Dream)

Frumsýnd: 8. september 2000

A young business man looses track on reality when his obsession with soccer grows too strong

90 MÍNÍslenska

Íslenski draumurinn fjallar um draumóramanninn Tóta, en hann hefur hugsað sér að gerast ríkur á því að flytja inn búlgarskar sígarettur til landsins. Þess á milli lendir hann í rifrildi við fyrrverandi konu sína, sem er eitthvað fúl út í Tóta vegna nýju kærustunnar, sem er 18 ára. Einnig ver Tóti stórum hluta af tíma sínum í það annaðhvort að horfa... Lesa meira

Íslenski draumurinn fjallar um draumóramanninn Tóta, en hann hefur hugsað sér að gerast ríkur á því að flytja inn búlgarskar sígarettur til landsins. Þess á milli lendir hann í rifrildi við fyrrverandi konu sína, sem er eitthvað fúl út í Tóta vegna nýju kærustunnar, sem er 18 ára. Einnig ver Tóti stórum hluta af tíma sínum í það annaðhvort að horfa á fótbolta í sjónvarpinu eða að spila Football Manager í tölvunni sinni.... minna

Aðalleikarar


Ein langbesta íslenska kvikmynd sem ehur verið gerð. hún fjallar um mann sem heitir Tóti og hann ætlar sér að flytja inn Búlarskar sígarettur sem nefnast opal hann á sér mjög stóran draum sem verður .............
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd var hryllilega leiðileg á alla staði það var einu orði sagt að hún var ekki spennandi meira heldur niðurdrepandi. En ég horfi yfirleitt allar myndir aftur til að skoða þær mjög vel en þegar ég var bún að sjá þessa vildi ég ekki sjá hana aftur því að hún var ömurleg hreint út sagt og ég hvet engan til að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég tek undir þau orð hér að ofan að þessi mynd sé þannig að maður sé kannski ekki alltaf hlæjandi allan tímann, en maður hlær því meira inn í sig. Brandararnir eru á stundum lúmskir en mjög fyndnir. Leikur flestra leikaranna er mjög góður. Þórhallur Sverrisson er góður í aðalhlutverkinu, og Jón Gnarr er hreint út sagt frábær. Matt Keeslar er líka mjög góður eins og vænta mátti. Semsagt, fín mynd og gott innlegg í annars fátæklega kvikmyndagrínflóru Íslendinga. Sjáið hana!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Meistaraverk! Án efa besta Íslenska kvikmyndin. Þórhallur Sverrisson sýnir hversu góður leikari hann er. Svo kemur kóngurinn Jón Gnarr með þvílíka brandarasyrpu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekki góð mynd um knattspyrnuáhugamann að nafni Tóti. Fyrrverandi kærasta hans verður fúl út í hann á meðan hann finnur leið á því að græða peninga með því að flytja Búlgarskar sígarettur inn til landsins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn