Englar Alheimsins er næst besta íslenska mynd sem gerð hefur verið að mínu mati. Ég las bókina í 10 bekk og sá myndina svo í bíó og ég verð að segja að hún heppnaðist mjög vel, mér fannst myndin miklu skemmtilegri en bókin, kannski vegna þess að ég hata að lesa bækur og kýs frekar að sjá myndir. Myndin er alveg einstaklega vel gerð og snilldarlega vel leikin, Ingvar E. Sigurðsson sýnir einstakan leik og tel ég þetta hans besti leikur frá upphafi en einni standa þeir Baltasar Kormákur, Björn Jörundur og Hilmir Snær sig afar vel. Það sem mér fannst skemmtilegast í þessari mynd voru samtölin hjá þessu fjórum og hvað maður náði að kynnast hverjum og einum þeirra vel, þeir voru allir með sinn persónuleikan en áttu allir það sameiginlegt að vera geðveikir. Myndin er vel unnin og vel skrifuð, það er margt í bókinni sem að vantar í myndina en common það er bara ekki pláss fyrir alla bókina í myndinni og menn verða bara að skilja það. Þetta er há-dramatísk mynd með skemmtilegum húmor og skemmtilegum samræðum og með litríkum persónum sem að eru hjarta myndarinnar. Allir íslendingar verða að sjá þessa. Án ef næst besta mynd sem íslendingar hafa gert.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei