Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Fálkar 2002

(Falcons)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. september 2002

91 MÍNEnska

Myndin fjallar um Símon (Carradine), leyndardómsfullan mann með vafasama fortíð, er kemur til Íslands í þeim tilgangi að enda líf sitt. Hann hittir skrýtna stúlku að nafni Dúa og telur að hún gæti jafnvel verið dóttir sín. Þegar hún kemst í kast við lögin frestar Simon fyrirætlunum sínum og ákveður að hjálpa henni. Þau flýja til Hamburg og smygla... Lesa meira

Myndin fjallar um Símon (Carradine), leyndardómsfullan mann með vafasama fortíð, er kemur til Íslands í þeim tilgangi að enda líf sitt. Hann hittir skrýtna stúlku að nafni Dúa og telur að hún gæti jafnvel verið dóttir sín. Þegar hún kemst í kast við lögin frestar Simon fyrirætlunum sínum og ákveður að hjálpa henni. Þau flýja til Hamburg og smygla með sér íslenskum Fálka, sem voru í eina tíð verðmætasta útflutningsvara víkinganna. Planið er að selja fálkann til auðugra Araba, en þótt eftirspurnin virðist næg lendir parið í ýmsum hremmingum á leiðinni.... minna

Aðalleikarar


Kvikmyndir Friðriks þórs hafa undantekningalaust verið góðar en þessi er því miður algjör hörmung. Hugmyndin byggir á sönnu íslensku sakamáli og var það mál mun meira krassandi heldur en steingelt handritið í myndinni. En hér eru nokkrar alvarlegar gloppur í handritinu: Í fyrsta lagi er greinilegt að aðstandendur myndarinnar vita greinilega ekkert um fálkaviðskipti eða fálka yfirhöfuð og hefðu þeir að ósekju mátt eyða smátíma í að kynna sér þessi mál betur. Það dytti engum heilvita manni í hug að reyna að selja fálka á mellubúllu við Herbertssrasse, þetta væri ekki einu sinni fyndið í gamanmynd. Þegar menn taka fyrir ákveðið málefni í kvikmynd þá er það lágmarkskrafa að menn hafi grunnþekkingu á því sem þeir eru að fjalla um. Í öðru lagi er með öllum ráðum reynt að koma skotvopnum fyrir í myndinni, líklega til að auðvelda sölu erlendis. Í þriðja lagi virðast þessi 500 mörk duga hreint ótrúlega vel til framfærslu svo vægt sé til orða tekið. Handritið gjörsamlega eyðileggur myndina og fátt annað er svosem upplífgandi nema þá helst leikur Ingvars E. Sigurðssonar, hann kemur myndinni í hálfa stjörnu. Ef þið hafið áhuga á kvikmyndum þar sem fálkar koma við sögu þá bendi ég á Ladyhawk með Rutger Hauer sem er frábær mynd þó ekki fjalli hún um fálkaviðskipti. Allir leikstjórar eiga sín flopp og þetta var floppið hans Friðriks. Ég vil nú reyndar skella skuldinni á mestu leyti á handritshöfunda, vonandi fengu þeir ekki of mikið borgað fyrir þessa endemis vitleysu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sem mikill aðdáandi mynda Friðriks (Skytturnar að mínu mati hans besta mynd) varð ég fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd. Sérstaklega fannst mér handritið ósannfærandi og illa unnið. Mér fannst framrás atburða ekki eðlileg. Afhverju skaut harðjaxlinn að lögreglunni? Var nauðsinlegt að flýja land vegna þess? Persónurnar voru staurblankar (fyrir utan $500) hvaðan fá þau pening til að kaupa Bens og styttu fyrir 600 mörk? Fáranlegasta atriðið var þó þegar hann reynir að selja fálkann einhverjum vafasömum smákrimmum á einhverri búllu, sem höfðu ekki hugmynd um verðmæti Fálka, og afhendir þeim hann án nokkurra ráðstafana til að fá greitt. Aðalkostur Skyttanna var að atburðarásin var eðlileg, það vantar í þessa mynd, annars eru þetta mjög líkar myndir. Mér kæmi þó ekki á óvart að þessi mynd fengi góða dóma hjá mörgum sem ekki setja fyrir sig smáatriði í söguþræði. Þeim fjölmörgu (konum ?) sem þótti hin ágæta mynd, Píanó, frábær mun örugglega líka þessi mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn