Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Flottasta víkingamynd allra tíma
Hrafninn flýgur er frábær víkingamynd sem hefur að geyma allt sem á að finna í einni; svik, launráð, fjölskyldudrama, dráp, bardaga o.fl.
Loka einkunn: 10/10
Hrafninn flýgur er frábær víkingamynd sem hefur að geyma allt sem á að finna í einni; svik, launráð, fjölskyldudrama, dráp, bardaga o.fl.
Loka einkunn: 10/10
Hér erum við að tala um klassíker, algjöra klassíker. Hver kannast ekki við setningarbrot eins og þungur hnífur og fleiri. Leikararnir eru allir að standa sig með sóma að mínu mati. Frábært að sjá Eddu Björgvinsdóttur í einhverju öðru heldur en einhverju grínhlutverki. Maður finnur hinsvegar líka fyrir söknuði þar sem að tveir leikarar eru dánir Helgi Skúlason og Sveinn M. (ég held að hann heiti það). Myndin gerist á landnámsöld, þegar fólk flýr í stórum hópum frá Noregi undan Haraldi Lúfu. Tveir fóstbræður flýja hingað til lands og setjast hér að. Svo 20 árum seinna kemur furðulegur gestur í heimsókn og vígaferli hefjast..... Mér finnst náttúran fá að njóta sín einstaklega vel, allskonar fallegar myndir teknar á heiðum og björtum sumardögum. Handritið er nokkuð gott miðað við hvað það getur verið erfitt að skilja og túlka hugsunarhátt fornmanna. Maður þarf að vera í ákveðnu stuði fyrir þessa mynd. Hún fær 3 stjörnur frá mér.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Frumsýnd á Íslandi:
4. febrúar 1984