Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Hrafninn flýgur 1984

(When the Raven Flies)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. febrúar 1984

To him the vengeance was all that mattered - to her forgiveness

109 MÍNÍslenska

Gestur hafði sem lítill drengur séð foreldra sína myrta af fóstbræðrunum Eiríki og Þór. Þeir höfðu einnig numið systur Gests á brott með sér. Hún var síðan alin upp sem þræll en giftist Þór eftir að hafa eignast með honum sveinbarn. Gesti rennur blóðið til skyldunnar, honum ber að hefna foreldra sinna. Hann fer til Íslands til að fullkomna ætlunarverk... Lesa meira

Gestur hafði sem lítill drengur séð foreldra sína myrta af fóstbræðrunum Eiríki og Þór. Þeir höfðu einnig numið systur Gests á brott með sér. Hún var síðan alin upp sem þræll en giftist Þór eftir að hafa eignast með honum sveinbarn. Gesti rennur blóðið til skyldunnar, honum ber að hefna foreldra sinna. Hann fer til Íslands til að fullkomna ætlunarverk sitt og grafa síðan stríðsöxina. En eins og forðum fylgist lítill drengur með því sem fram fer...... minna

Aðalleikarar

Flottasta víkingamynd allra tíma
Hrafninn flýgur er frábær víkingamynd sem hefur að geyma allt sem á að finna í einni; svik, launráð, fjölskyldudrama, dráp, bardaga o.fl.

Loka einkunn: 10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér erum við að tala um klassíker, algjöra klassíker. Hver kannast ekki við setningarbrot eins og þungur hnífur og fleiri. Leikararnir eru allir að standa sig með sóma að mínu mati. Frábært að sjá Eddu Björgvinsdóttur í einhverju öðru heldur en einhverju grínhlutverki. Maður finnur hinsvegar líka fyrir söknuði þar sem að tveir leikarar eru dánir Helgi Skúlason og Sveinn M. (ég held að hann heiti það). Myndin gerist á landnámsöld, þegar fólk flýr í stórum hópum frá Noregi undan Haraldi Lúfu. Tveir fóstbræður flýja hingað til lands og setjast hér að. Svo 20 árum seinna kemur furðulegur gestur í heimsókn og vígaferli hefjast..... Mér finnst náttúran fá að njóta sín einstaklega vel, allskonar fallegar myndir teknar á heiðum og björtum sumardögum. Handritið er nokkuð gott miðað við hvað það getur verið erfitt að skilja og túlka hugsunarhátt fornmanna. Maður þarf að vera í ákveðnu stuði fyrir þessa mynd. Hún fær 3 stjörnur frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn