Náðu í appið

Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

Hrollvekja
Leikstjórn Alberto Corredor
Iris erfir niðurnídda krá eftir föður sinn. Hún fer til Berlínar til að bera kennsl á líkið og hitta lögfræðing til að ræða dánarbúið. En án þess að hafa um það nokkurn grun þá tengist hún skelfilegu fyrirbæri sem býr í kjallara barsins um leið og hún skrifar undir - Baghead – veru sem getur ummyndast og breytt sér í þá dauðu.
Útgefin: 5. apríl 2024
GamanRómantík
Leikstjórn Will Gluck
Bea og Ben líta út sem hið fullkomna par, en eftir frábært fyrsta stefnumót gerist eitthvað sem breytir ástríðuhitanum yfir í algjört frost - þar til þau hittast óvænt í brúðkaupi í Ástralíu. Þau ákveða því að gera það sem allir þroskaðir fullorðnir einstaklingar gera: þykjast vera par.
Útgefin: 8. apríl 2024
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn David Ayer
Grimmileg hefndarför eins manns hefur áhrif á þjóðfélagið allt eftir að í ljós kemur að hann er fyrrum liðsmaður háleynilegrar sérsveitar sem þekkt er undir nafninu Beekeepers, eða Býflugnabændurnir.
Útgefin: 12. apríl 2024
Hrollvekja
Leikstjórn Sébastien Vanicek
Íbúar niðurníddrar franskrar blokkar berjast við her stórhættulegra köngulóa sem fjölga sér á ótrúlegum hraða.
Útgefin: 12. apríl 2024
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Bishal Dutta
Indversk-bandarískur unglingur, Sam, sem á í innri glímu við eigin menningarlegu sjálfsmynd lendir upp á kant við bestu vinkonuna. Við það leysist úr læðingi djöfuleg vera sem vex og vex eftir því sem Sam verður meira einmana.
Útgefin: 15. apríl 2024
DramaSpennutryllirÍslensk mynd
Ung stúlka dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í hópinn koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og kvöldið endar með hræðilegum harmleik.
Útgefin: 15. apríl 2024
Drama
Leikstjórn Giacomo Abbruzzese
Eftir erfitt ferðalag um Evrópu gengur Hvít Rússinn Alex í Frönsku útlendingahersveitina. Hin nígeríski Jomo vill berjast fyrir þjóð sína í Niger Delta og er tilbúinn að láta lífið fyrir hugsjónir sínar. Þessi tveir hittast og örlög þeirra samtvinnast og halda áfram yfir landamæri, líf og dauða.
Útgefin: 19. apríl 2024
GamanRáðgáta
Leikstjórn Chris Pine
Darren Barrenman er heillum horfinn draumóramaður og lífskúnstner sem vinnur sem sundlaugarvörður í Los Angeles. Þegar hann kemst á snoðir um stærsta vatnsrán í sögu borgarinnar gerir hann hvað hann getur til að vernda borgina sem honum er svo annt um.
Útgefin: 19. apríl 2024
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Ole Bornedal
Dóttir Martins, Emma, ​​hittir Wörmer sem er í einangrun í fangelsi. Það vekur hinn dæmda lögreglustjóra úr dái og hrindir af stað örlagaríkum atburðum.
Útgefin: 22. apríl 2024
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Andrew Cumming
Á steinöld fer hópur frummanna af stað í leit að nýju landsvæði. En þegar þá grunar að einhver ill og dularfull vera sé á eftir þeim neyðast þeir til að mæta hættu sem þeir gátu ekki gert sér í hugarlund.
Útgefin: 22. apríl 2024
FjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Jérémie Degruson
Hér segir frá þeim Don, hugmyndaríkri leikbrúðu sem strauk að heiman, og DJ Doggy Dog, yfirgefnum úttroðnum leikfangahundi. Þeir kynnast í Central Park í New York og halda af stað í ævintýraferð inn í borgina.
Útgefin: 26. apríl 2024
DramaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Ran Huang
Á skandinavískum geðspítala á tíunda áratug tuttugustu aldarinnar játar maður að nafni Mads Lake á sig fjölda morða og er sakfelldur. En Anna Rudebeck sálfræðingur og lögreglumaðurinn Soren Rank vilja komast að hinu sanna í málinu, á sama tíma og sívaxandi meðvirkni gæti heltekið þau öll.
Útgefin: 26. apríl 2024
SpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Matt Vesely
Örvæntingarfull ung blaðakona snýr sér að hlaðvarpsgerð til að bjarga starfsferlinum. En kapp hennar í að finna æsifréttir leiðir til þess að hún kemst á snoðir um samsæri utan úr geimnum, þegar hún finnur skrýtinn steindranga.
Útgefin: 26. apríl 2024
Drama
Líf fólks í bænum Owl í Norður Dakoka árið 1983 umturnast þegar sögulegur blindbylur dynur á bænum. Við fylgjumst með hinum roskna Horace, sem eyðir dögunum að mestu á kaffihúsinu í bænum, unglingnum Mitch, þunglyndum vara-liðsstjórnanda í amerískum fótbolta, og nýráðnum enskukennara, Julia.
Útgefin: 29. apríl 2024
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn S.J. Clarkson
Sjúkraflutningamaðurinn Cassandra Webb byrjar að finna fyrir skyggnigáfu og getur séð framtíðina. Hún þarf nú að horfast í augu við atburði úr fortíðinni og vernda þrjár ungar konur fyrir dularfullum fjandmanni sem vill þær feigar.
Útgefin: 13. maí 2024
GamanDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Marc Turtletaub
Fljúgandi diskur lendir í garði eldri manns, Milton, sem á við minnisvandræði að stríða. Hann nær góðum tengslum við geimveruna sem hann kallar Jules sem er í fyrstu lafhrædd inni í geimfarinu. Málin flækjast þegar tveir nágrannar fá veður af geimverunni og fljótlega blandast yfirvöld í málið.
Útgefin: 13. maí 2024
Drama
Leikstjórn Andrew Hyatt
Í suðurríkjum Bandaríkjanna á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar reynir Phil Robertsson, sem löngu síðar átti eftir að gera það gott í Duck Dynasty raunveruleikaþáttunum, að sættast við skömmina úr fortíð sinni, og flókið fjölskyldumynstur, og finnur endurlausn á ólíklegum stað.
Útgefin: 20. maí 2024
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Nikolaj Arcel
Fátækur hermaður, Ludvig Kahlen að nafni, kemur árið 1755 á heiðar Jótlands með eitt markmið: að hlýða skipan konungs og rækta landið og efnast á því sjálfur. En Kahlen eignast fljótt óvin. Það er hinn miskunnarlausi landeigandi Frederik De Schinkel, en hann telur sig eiga heiðarlöndin en ekki konung. Þegar þræll De Schinkel flýr ásamt eiginkonunni Ann Barbara og leitar skjóls hjá Kahlen, þá gerir landeigandinn allt sem hann getur til að koma Kahlen í burtu, og skipuleggur í leiðinni grimmilega hefnd. Kahlen berst á móti og tekur með því mikla áhættu.
Útgefin: 23. maí 2024