Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

DramaGlæpamynd
Leikstjórn Rapman
Söguþráður Kvikmyndagerð af YouTube þáttum leikstjórans Rapman, um tvo unga vini, þá Timmy og Marco, sem búa í sitthvoru hverfinu og verða andstæðingar í götustríði. Timmy er feiminn, klár en saklaus og uppburðarlítill ungur strákur frá Deptford sem sækir skóla í Peckham í Lundúnum. Hann kynnist Marco, sem er heillandi og klókur strákur úr hverfinu. Þrátt fyrir ríg og átök milli hverfanna, verða þeir vinir, en verða að lokum andstæðingar í stríði milli hverfanna.
Útgefin: 1. apríl 2020
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Aaron Woodley
Söguþráður Sprettur er heimskautarefur sem vinnur á pósthúsi á Norðurpólnum og dreymir um að verða sjálfur sendill en það er starf sem aðeins sterkustu husky-hundarnir eru taldir hæfir til að gegna. En Sprettur er ákveðinn í að sanna hvað hann getur og grunar auðvitað ekki að loksins þegar tækifærið kemur bíði hans annað og mun erfiðara verkefni en hundar gætu höndlað! Eftir að hafa komið sínum fyrsta pakka til skila uppgötvar Sprettur að hinn voldugi rostungur Ottó er farinn af stað með áætlun um að bræða allan ísinn á Norðurpólnum svo hann geti orðið einráður. Við það verður ekki unað og sem betur fer á Sprettur marga góða vini sem hann fær nú í lið með sér til að stöðva Ottó áður en illa fer ...
Útgefin: 2. apríl 2020
Gamanmynd
Leikstjórn Mikkel Nørgaard
Söguþráður Í tilefni af 50 ára afmæli Caspers býður vinur hans Frank honum í strákaferð til Íslands. Ferðin fer hinsvegar ekki alveg samkvæmt áætlun.
Útgefin: 2. apríl 2020
HeimildarmyndÍslensk myndMyndlist
Söguþráður „Eins og málverk eftir Eggert Pétursson” er heimildarmynd um listmálarann Eggert Pétursson. Í jökulruðningi fyrir framan Skaftafellsjökul, á ystu annesjum Tröllaskaga og í ferð okkar um hálendið uppgötvum við senn hornsteina og hreyfiafl myndarinnar. Við njótum leiðsagnar Þóru Ellenar Þórhallsdóttur grasafræðings, sem sameinar upplifun okkar á íslenskri náttúru og flórumengi blómamynda Eggerts.
Útgefin: 2. apríl 2020
DramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Noah Hawley
Söguþráður Geimfarinn Lucy Cola snýr aftur til Jarðar, eftir stórfenglega upplifun í geimferðalagi. Hún missir smátt og smátt tenginguna við raunveruleikann í heimi sem nú virðist allt of smár fyrir hana.
Útgefin: 2. apríl 2020
Drama
Leikstjórn Annie Silverstein
Söguþráður Unglingur sem býr í útjaðri Houston í Bandaríkjunum er að jafna sig á því að móðir hans er komin í fangelsi. Hann binst eldri nautabana, sem skemmtir á kúrekasýningum, traustum böndum.
Útgefin: 2. apríl 2020
Drama
Leikstjórn Bart Freundlich
Söguþráður Isabelle er að safna fjármunum fyrir byggingu munaðarleysingjahælis í Indlandi. Hún fer til New York til að hitta hina vellauðugu Theresa í þeim tilgangi. Þegar henni er boðið í brúðkaup, fer af stað atburðarás þar sem fortíðin og nútíðin skarast, og ráðgátur koma fram í dagsljósið.
Útgefin: 3. apríl 2020
HrollvekjaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Henry Jacobson
Söguþráður Evan tekur starf sitt sem félagsráðgjafi í menntaskóla mjög alvarlega – mögulega aðeins of alvarlega. Þess er væntanlega ekki langt að bíða að eiginkonu hans, Lauren, byrji að gruna að ekki sé allt með felldu, enda gæti ofbeldið orðið stjórnlaust. Evan er að breytast í fjöldamorðingja sem drepur alla sem áreita börnin sem eru undir hans handarjaðri. Sérstaklega er honum illa við það ef foreldrarnir fara illa með börnin..
Útgefin: 3. apríl 2020
DramaStríðsmynd
Leikstjórn Sam Mendes
Söguþráður 1917 gerist í fyrri heimsstyrjöldinni, nánar tiltekið í NorðurFrakklandi vorið 1917, þegar tveimur breskum hermönnum, Schofield og Blake, er falið að koma þeim áríðandi skilaboðum til 1600-manna herdeildar sem komin er að víglínu Þjóðverja að hún sé um það bil að fara að ganga í gildru og verði þurrkuð út eins og hún leggur sig snúi hún ekki við nú þegar.
Útgefin: 8. apríl 2020
GamanmyndDramaÍslensk mynd
Leikstjórn Ragnar Bragason
Söguþráður Kerfisfræðingurinn Indíana Jónsdóttir býr einangruð í lítilli blokkaríbúð umkringd innflytjendum sem hún fyrirlítur. Í litlum garðskika við íbúðina stendur gullregn, verðlaunað tré sem er stolt hennar og yndi. Þegar einkasonurinn kemur heim með kærustu af erlendum uppruna snýst heimur Indíönu à hvolf.
Útgefin: 8. apríl 2020
Spennumynd
Leikstjórn Caroline Fourest
Söguþráður Í stríðshrjáðu landi í mið-austurlöndum er ungri Yazidi stúlku rænt, og hún seld sem kynlífsþræll. Hún ákveður að hefna sín með því að ganga til liðs við alþjóðlega kvennaherdeild, sem berst með kúrdískum uppreisnarmönnum.
Útgefin: 8. apríl 2020
Hrollvekja
Leikstjórn Michael Goi
Söguþráður David reynir hvað hann getur að búa fjölskyldu sinni gott líf, og kaupir af rælni bát á uppboði, og trúir að hann verði lykillinn að hamingju og velsæld fjölskyldunnar. En fljótlega eftir að þau leggja úr höfn í jómfrúarsiglinguna, fara skrítnir og skelfilegir hlutir að gerast, og þau fara að efast um eigin geðheilsu. Eftir því sem spennan magnast, þá rekur skipið af leið, og smátt og smátt átta þau sig á því að eitthvað verulega illt bíður þeirra handan sjóndeildarhringsins.
Útgefin: 8. apríl 2020
GamanmyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Andy Fickman
Söguþráður Eftir að slökkviliðsmanninum og reykkafaranum Jake Carson tekst ásamt vöskum samstarfsfélögum sínum að bjarga þremur systkinum úr brennandi húsi gerir vont veður það að verkum að þeir sitja uppi með þau í a.m.k. sólarhring. Hversu erfitt getur það verið fyrir þrautþjálfaða slökkviliðsmenn að gæta þriggja barna í 24 klukkustundir? Svar: Erfiðara en allt!
Útgefin: 15. apríl 2020
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Jason Cabell
Söguþráður Stór farmur af kókaíni, sem smyglað er frá Mexíkó til Kanada í gegnum Bandaríkin, týnist á dularfullan hátt á leiðinni. Leiðtogi eiturlyfjahringsins biður tvo af aðstoðarmönnum sínum, Cook og Man, að komast að því hvað fór úrskeiðis. Cook og Man þurfa að fara í saumana á allri keðju alþjóðlegrar eiturlyfjasölu, á sama tíma og þeir þurfa að reyna að forðast alríkislögregluna.
Útgefin: 17. apríl 2020
Drama
Leikstjórn Sam Taylor-Johnson
Söguþráður Ungur fíkill, hinn 23 ára gamli James Fray, þarf að endurskoða líf sitt og horfast í augu við innri djöfla, þegar hann er lagður inn á meðferðarstofnunina Hazelden Foundation, sem er sögufræg endurhæfingarstöð.
Útgefin: 17. apríl 2020
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn J.J. Abrams
Söguþráður Kvikmyndin gerist um ári eftir atburðina í síðustu mynd, The Last Jedi. Er komið að endalokum andspyrnunnar eða munu þau Rey, Finn og Poe finna leið sem snýr taflinu við, nú þegaer dularfull endurkoma Palpatine keisara er orðin að raunveruleika.
Útgefin: 20. apríl 2020
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Jake Kasdan
Söguþráður Eftir að hafa sloppið naumlega úr Jumanji-leiknum hafa þau Bethany, Fridge og Martha lítinn áhuga á að heimsækja hann á ný. Það neyðast þau hins vegar til að gera þegar Spencer hverfur aftur inn í leikinn og í þetta sinn fara óvart með þeim afi Spencers, Eddie, og besti vinur hans, Milo. Nú er bara að finna Spencer, passa upp á að Eddie og Milo fari sér ekki að voða og sleppa svo út í raunheima á ný!
Útgefin: 22. apríl 2020
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Floria Sigismondi
Söguþráður Ung kennslukona er ráðin til starfa af manni sem hefur fengið forræði yfir ungum frænda sínum og frænku, eftir dauða foreldranna. Kennslukonan fer að upplifa óútskýranlega hluti í húsinu, og grunar að ekki sé allt með felldu. Myndin er nútímaútgáfa af sögu Henry James, The Turn of the Screw.
Útgefin: 23. apríl 2020
DramaÆviágrip
Leikstjórn Jay Roach
Söguþráður Rúmu ári áður en Metoo-hreyfingin fór á flug um allan heim í kjölfar ásakana fjölda kvenna í garð kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein um kynferðisglæpi varpaði fyrrverandi fréttakona Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar, Gretchen Carlson, sprengju á sinn gamla vinnustað þegar hún kærði stjórnarformann Fox New, Roger Ailes, fyrir að hafa rekið sig vegna þess eins að hún vildi ekki þýðast hann kynferðislega.
Útgefin: 24. apríl 2020
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Bryan Woods, Scott Beck
Söguþráður Vinahópur kemur að sérstaklega draugalegu húsi á hrekkjavökuhátíðinni, en húsið er sagt munu nærast á þeirra dýpsta og myrkasta ótta. Kvöldið á eftir að reynast banvænt. Veruleikinn bankar á dyrnar, og hópurinn kemst að því að sumar martraðir eru raunverulegar.
Útgefin: 24. apríl 2020