Náðu í appið

Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

DramaÆviágripMyndlist
Leikstjórn Julian Schnabel
Söguþráður Myndin fjallar um líf listmálarans Vincent van Gogh þegar hann bjó í Arles og Auvers-sur-Oise í Frakklandi.
Útgefin: 30. júlí 2021
Spennutryllir
Leikstjórn Jonathan Hensleigh
Söguþráður Þegar demantanáma hrynur saman í norður Kanada fer trukkabílstjóri, alvanur akstri á ísilögðum vegum, fyrir björgunarleiðangri yfir frosið haf til að bjarga lífi námuverkamanna sem sitja fastir inni í námunni.
Útgefin: 30. júlí 2021
DramaÍslensk mynd
Söguþráður Ung kona erfir hús ömmu sinnar sem hún hitti aldrei, í borg sem hún hefur aldrei séð. Í trássi við vilja móður sinnar leggur hún í ferðalag til að ná skilningi á sársauka fortíðarinnar, en með þeirri ákvörðun veldur hún uppnámi og róti sem hún kemst ekki lifandi frá nema með aðstoð látinna forfeðra og -mæðra.
Útgefin: 5. ágúst 2021
RómantískDramaÆviágrip
Leikstjórn Francis Lee
Söguþráður Hinn virti steingervingafræðingur Mary Anning starfar á hrjóstrugri suðurströnd Englands á fimmta áratug nítjándu aldarinnar. Tíminn þegar hún gerði sínar stærstu uppgötvanir er liðinn og nú leitar hún að algengum steingervingum til að selja til ferðamanna, og afla þannig tekna fyrir sig og roskna móður sína. Þegar auðugur gestur treystir Mary fyrir eiginkonu sinni Charlotte Murchison, þá hefur hún ekki efni á að hafna boðinu. Mary, sem er stolt og ástríðufull gagnvart starfi sínu, lendir í fyrstu upp á kant við hinn óvelkomna gest, en smátt og smátt tengast þær traustum böndum.
Útgefin: 5. ágúst 2021
Drama
Leikstjórn Uberto Pasolini
Söguþráður Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. John er þrítugur gluggaþvottamaður sem hefur helgað líf sitt uppeldi sonar síns, eftir að móðirin yfirgaf þá fljótlega eftir fæðinguna. Þegar John er greindur með sjúkdóm og á aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða, þá reynir hann að finna hina fullkomnu fjölskyldu fyrir hinn þriggja ára gamla son sinn, og vill eftir fremsta megni ná að hlífa syni sínum við hinum grimma raunveruleika.
Útgefin: 6. ágúst 2021
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Akan Satayev
Söguþráður Þegar fjölskyldan lendir í fjárhagserfiðleikum fær Alex Danyliuk hjálp frá nýjum vinum sínum til að hefja glæpaferil og byrjar að stela persónueinkennum fólks. Vinur hans Sye er klókur götustrákur sem kennir honum svartamarkaðsbrask, og Kira, sem er ungur hakkari, sýnir honum undirheima netsins. Eftir að þeim tekst að skapa glundroða á fjármálamörkuðum, þá ná þau athygli Z, dularfullrar grímuklæddrar veru, sem er yfirmaður samtaka sem þekkt eru undir nafninu Anonymous, eða Nafnlaus, sem eru efst á lista eftirlýstra hjá alríkislögreglunni FBI.
Útgefin: 6. ágúst 2021
Drama
Leikstjórn Florian Zeller
Söguþráður Anthony neitar að þiggja hjálp frá dóttur sinni Anne þegar hann eldist. Eftir því sem hann reynir að skilja betur hvernig allar kringumstæður eru að breytast hjá honum, þá fer hann að efast um ástvini sína, eigin geðheilsu og jafnvel raunveruleikann í kringum hann.
Útgefin: 12. ágúst 2021
Teiknimynd
Söguþráður Frábær teiknimynd um vinina Knútsson og Lúðvígsen sem búa í neðanjarðargöngum. Það býr greifingi á þakinu hjá þeim, þeir syngja, spila og skemmta sér og öðrum alla daga. Lífið gengur sinn vanagang hjá þessum tveimur áhyggjulausu trúbadorum, þar til einn daginn að ung kona dettur úr lestinni - inni í göngunum þeirra! Amanda er dóttir Prófessor Fróða, sem hefur verið tekinn af hinum hræðilega Raspútín. Raspútín ætlar að neyða Prófessor Fróða til að búa til hræðilega lyfjablöndu sem breytir fólki í dúkkur.
Útgefin: 13. ágúst 2021
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Söguþráður Myndin fjallar um hinn 13 ára gamla Jas sem býr einn með föður sínum sem er vörubílstjóri og er mikið að heiman. Jas kynnist ungri stúlku og ömmu hennar dag einn þegar hann er skilinn einn eftir heima á bænum. Í ljós kemur að þær eru álfar sem hafa leitað skjóls í hesthúsinu á bænum undan ofsóknum veiðimanna sem ofsækja álfana og reyna að ná frá þeim perlum sem veita töframátt.
Útgefin: 13. ágúst 2021
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Jonathan Jakubowicz
Söguþráður Saga látbragðsleikarans Marcel Marceau og samvinnu hans með skátum af gyðingaættum og frönsku andspyrnuhreyfingunni við að bjarga lífi tíu þúsund munaðarleysingja í Seinni heimsstyrjöldinni.
Útgefin: 19. ágúst 2021
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Guy Ritchie
Söguþráður Myndin segir frá H, ísköldum og dularfullum náunga sem vinnur hjá peningaflutningafyrirtæki sem flytur hundruði milljóna bandaríkjadala virði af fjármunum í Los Angeles borg í hverri einustu viku.
Útgefin: 20. ágúst 2021
GamanmyndDramaSöguleg
Leikstjórn Philippa Lowthorpe
Söguþráður Hópur kvenna sameinast um að trufla keppnina Ungfrú heimur í London árið 1970. Kynnir keppninnar var hinn þekkti bandaríski leikari Bob Hope. Á þessum tíma var Ungfrú heimur vinsælasta sjónvarpsefni í heimi með um 100 milljón áhorfendur. Mótmælendurnir vildu meina að keppnin gerði lítið úr konum og nýstofnuð kvennréttindasamtök urðu fræg á einni nóttu fyrir aðgerðirnar en þær ruddust upp á svið og trufluðu útsendinguna. En það var ekki bara uppreisnin sem vakti athygli. Keppnin hélt áfram og í fyrsta sinn í sögunni sigraði svört kona, ungfrú Grenada, en ekki sú sem allir héldu að myndi vinna, ungfrú Svíþjóð.
Útgefin: 20. ágúst 2021
Gamanmynd
Leikstjórn Nikole Beckwith
Söguþráður Þegar ung kona verður staðgöngumóðir fyrir einhleypan mann á fimmtugsaldri, þá átta þessir tveir ókunnugu aðilar sig á að þetta óvænta samband mun reyna á skilning þeirra á samböndum, mörkum í samskiptum og hlutum sem tengjast ástinni.
Útgefin: 26. ágúst 2021
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Dennis Dugan
Söguþráður Rómantísk kvikmynd þar sem margar sögur fléttast saman. Fjallað er um fólk sem vinnur við að gera brúðkaup að fullkomnum degi fyrir brúðhjónin. Á sama tíma eru þeirra eigin sambönd langt frá því að vera fullkomin.
Útgefin: 27. ágúst 2021
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Andrzej Bartkowiak
Söguþráður Niko og Tillie eru ung og ástfangin og njóta lífsins í fegurðinni við strendur Nantucket. En þegar bróðir Niko, hryðjuverkamaðurinn, kemur til Bandaríkjanna þá þarf Niko að setja sig upp á móti eigin fjölskyldu til að tryggja öryggi konunnar sem hann elskar og þúsunda annarra.
Útgefin: 27. ágúst 2021
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Euros Lyn
Söguþráður Dream Alliance er lítt efnilegur keppnishestur sem er ræktaður af velskum barþjóni í litlum bæ, Jan Vokes. Þó að Jan hafi enga reynslu af kappreiðum, þá sannfærir hann nágranna sína um að styrkja uppeldi hestsins svo hann geti keppt við þá bestu. Fjárfestingin borgar sig þegar Dream tekst að koma öllum á óvart og fer og keppir í landskeppninni í Wales, og sýnir að í honum býr sannur meistari.
Útgefin: 28. ágúst 2021