Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

DramaÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Jon Favreau
Söguþráður Þetta stórkostlega ævintýri segir sögu Simba, fjörugs ljónsunga sem hlakkar óskaplega mikið til að vera konungur. Skari frændi hans leiðir hann á glapstigu og Simbi tileinkar sér kæruleysislegan lífsmáta ásamt kostulegum förunautum, þeim Tímon og Pýmba, og gleymir konunglegri ábyrgð sinni. En örlögin grípa í taumana og hann þarf að endurheimta sess sinn í „Hringrás lífsins“...
Útgefin: 28. nóvember 2019
SpennutryllirÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Joe Johnston
Söguþráður Myndin fjallar um dularfullt spil sem heitir Jumanji og býr yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Þeir sem leika leikinn þurfa að vera undir það búnir að mæta hættum sem eru ekki af þessum heimi. Hér þýðir ekkert hálfkák og þrautirnar eru margar. Hér má ekki slá slöku við. Þeir sem leika þurfa að klára leikinn þótt það taki 26 ár eins og hjá söguhetjunni Alan Parrish. Myndin hefst árið 1969, þegar Parrish er 12 ára. En þar sem honum tókst ekki að ljúka leiknum verður hann fórnarlamb Jumanji-spilsins. Hann innilokast í heimi handan þessa heims og þarf að berjast gegn allskyns hættum og ógnum sem leynast í frumskógi einum sem uppfullur er af allskonar hindrunum sem hetjan þarf að yfirstíga. En 26 árum síðar uppgötvast hið dularfulla og ógurlega spila Jumanji af annarri söguhetju, Judy. Judy ásamt bróður sínum, Peter, kasta Jumanji- spilateningunum og opnast þeim þá ný vídd sem skilur að þennan heim frá sérstökum frumskógarheimi sem búinn er að vera heimkynni Alans. Alan hefur að vísu elst um 26 ár en er feginn að fá hina óvæntu liðshjálp. Gamla kærasta Alans mun líka skerast í leikinn og til samans leggja þau til atlögu við bandbrjálaða apa, ljón, nashyrninga, fíla og fleiri ógurleg og vígaleg dýr.
Útgefin: 28. nóvember 2019
SpennumyndÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Eftir útreiðina sem svínin fengu síðast fyrir eggjastuldinn hefur leiðtogi þeirra hannað viðamikla hefndaraðgerð gegn Rauð og félögum þannig að allt stefnir í ný átök. Þá gerist það að nýr óvinur lætur á sér kræla sem ræður yfir tækni til að komast bæði yfir heimkynni reiðu fuglanna og svínanna. Þetta leiðir til þess að hið ótrúlega gerist, að svínin og fuglarnir ákveða í fyrsta sinn að snúa bökum saman, enda er það bersýnlega eina leiðin til að díla við hina sameiginlegu ógn ...
Útgefin: 28. nóvember 2019
DramaÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Jon Favreau
Söguþráður Þetta stórkostlega ævintýri segir sögu Simba, fjörugs ljónsunga sem hlakkar óskaplega mikið til að vera konungur. Skari frændi hans leiðir hann á glapstigu og Simbi tileinkar sér kæruleysislegan lífsmáta ásamt kostulegum förunautum, þeim Tímon og Pýmba, og gleymir konunglegri ábyrgð sinni. En örlögin grípa í taumana og hann þarf að endurheimta sess sinn í „Hringrás lífsins“...
Útgefin: 28. nóvember 2019
DramaÆviágripÍþróttamynd
Leikstjórn Tom Shadyac
Söguþráður Draumur ruðningsleikmanns um að leika í NFL deildinni bandarísku verður að engu þegar hann er ranglega sakfelldur fyrir glæp og sendur í fangelsi. Mörgum árum síðar reynir hann að hreinsa sig af sakarefnum í óréttlátu dómskerfi.
Útgefin: 28. nóvember 2019
Drama
Leikstjórn Alex Kendrick
Söguþráður Líf körfuboltaþjálfarans John Harrison tekur óvænt nýja stefnu þegar stærsta verksmiðjan í bænum lokar, og hundruðir fjölskyldna flytja á brott. Nú þarf hann að finna sér nýjan starfa, og tekur að sér að þjálfa vandræðaungling í langhlaupum. Þeir setja markið á sigur í stærsta hlaupi ársins.
Útgefin: 28. nóvember 2019
Drama
Leikstjórn Elfar Adalsteins
Söguþráður Lok afplánunar segir sögu feðga sem leggja land undir fót með semingi til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu.
Útgefin: 28. nóvember 2019
DramaVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Söguþráður Myndin segir frá epískum ævintýrum Calvin Barr, sem var eitt sinn goðsagnakennd leyniskytta fyrir bandarísk stjórnvöld. Dráp hans á Adolf Hitler breytti næstum gangi seinni heimsstyrjaldarinnar, en núna áratugum síðar kalla bandarísk stjórnvöld hann aftur til starfa í nýtt háleynilegt verkefni. Calvin þarf nú að reiða sig á sömu hæfileika og hann fullkomnaði á stríðsárunum ef hann á að geta bjargað frjálsa heiminum enn á ný. Nú þarf hann að finna og útrýma Stórfæti sem ber banvænan vírus sem getur borist til almennings ef skepnan leikur lausum hala í of langan tíma í kanadísku skóglendi.
Útgefin: 29. nóvember 2019
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndStuttmynd
Leikstjórn Jeroen Jaspaert
Söguþráður Gráðug rotta fer um þjóðveginn í leit mat hjá öðrum dýrum.
Útgefin: 29. nóvember 2019
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Alexandros Avranas
Söguþráður Lögreglumaðurinn Tadek, finnur líkindi með morði á lögreglumanni og glæp sem sagt er frá í bók rithöfundarins Krystov Koslow. Þegar Tadek byrjar að leita að Kozlow og kærustu hans, sem starfar í dularfullum neðanjarðar kynlífsklúbbi, þá eykst þráhyggja hans fyrir málinu, og hann dregst inn í undirheima kynlífs, lyga og spillingar í leit sinni að hinum skelfilega sannleika málsins.
Útgefin: 29. nóvember 2019
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn David Leitch
Söguþráður Tveimur árum eftir atburðina í The Fate of the Furious þurfa erkióvinirnir Luke Hobbs og Deckard Shaw að leggja persónulega óvild sína hvors í annars garð til hliðar og snúa þess í stað bökum saman í baráttu við sameiginlegan óvin þeirra, og reyndar alls mannkyns, hinn gríðarlega öfluga Brixton Lore. Að auki kynnumst við nú systur Deckhards, Hattie, sem er heldur ekkert lamb að leika sér við, og bræðrum Lukes sem einnig eru hver öðrum öflugri. Saman leggur þessi vaski hópur til atlögu við hinn genabreytta Brixton Lore sem er ekki bara öflugur og snjall heldur ræður yfir her hryðjuverkamanna.
Útgefin: 5. desember 2019
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Hlynur Pálmason
Söguþráður Ingimundur er lögreglustjóri sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást.
Útgefin: 5. desember 2019
Drama
Leikstjórn May el-Toukhy
Söguþráður Anne er virtur og vel metinn lögfræðingur sem hefur sérhæft sig í málum sem varða misnotkun á börnum. Í einkalífinu hefur henni einnig gengið vel og eiga hún og eiginmaður hennar, Peter, tvær dætur. Þegar Gustav, sonur Peters úr fyrra sambandi, flytur inn á heimilið stofnar hún til forboðins sambands við hann og leggur um leið allt sitt undir, bæði starfsheiður sinn og einkalíf ... með hrikalegum afleiðingum.
Útgefin: 5. desember 2019
Gamanmynd
Leikstjórn Robert Luketic
Söguþráður Hér kynnumst við hinni 27 ára gömlu Mara. Hana dreymir um að verða ljósmyndari, og er nýbyrjuð með Jake, sem er að læra að verða kokkur. Þegar brúðkaupsboð fara að streyma til þeirra, allt í allt sjö talsins, þá upphefst eins árs ævintýri þar sem reynir á samband þeirra skötuhjúa.
Útgefin: 6. desember 2019
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn John Lasseter
Söguþráður Í Toy Story 4 mæta að sjálfsögðu öll gömlu og góðu leikföngin til leiks á ný með Vidda og Bósa ljósár í fararbroddi. Auk þess hafa nokkur ný leikföng bæst í hópinn, þar á meðal plastgaffallinn Fork, sem eigandi leikfanganna, Bonnie, bjó sjálf til og á eftir að verða örlagavaldurinn í sögunni þegar hann týnist. Við það getur Viddi ekki sætt sig og ákveður að finna Fork og koma honum heim á ný. Í þeim björgunarleiðangri gerast svo vægast sagt stórbrotnir hlutir sem eiga eftir að fá Vidda og vini hans til að endurmeta tilveru sína ...
Útgefin: 12. desember 2019
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn John Lasseter
Söguþráður Í Toy Story 4 mæta að sjálfsögðu öll gömlu og góðu leikföngin til leiks á ný með Vidda og Bósa ljósár í fararbroddi. Auk þess hafa nokkur ný leikföng bæst í hópinn, þar á meðal plastgaffallinn Fork, sem eigandi leikfanganna, Bonnie, bjó sjálf til og á eftir að verða örlagavaldurinn í sögunni þegar hann týnist. Við það getur Viddi ekki sætt sig og ákveður að finna Fork og koma honum heim á ný. Í þeim björgunarleiðangri gerast svo vægast sagt stórbrotnir hlutir sem eiga eftir að fá Vidda og vini hans til að endurmeta tilveru sína ...
Útgefin: 12. desember 2019
SpennumyndDrama
Leikstjórn Tony Chan
Söguþráður Þegar olíuleiðsla í höfninni í Bingang í Kína springur, kviknar í risastórum olíutanki sem ógnar lífi og limum milljóna borgarbúa. Fólk í öðrum löndum er jafnvel líka í hættu. Almenningur leggur á flótta og slökkviliðið kemur á vettvang, en aðeins þeir hugrökkustu geta hjálpað.
Útgefin: 12. desember 2019
Gamanmynd
Leikstjórn Gene Stupnitsky
Söguþráður Þrír ellefu ára strákar og skólafélagar lenda í miklum vanda þegar dróni sem þeir „fengu lánaðan“ hjá pabba eins þeirra er klófestur af stúlkunni sem þeir ætluðu að ná myndbandi af að kyssa kærastann. Drónann verða þeir að endurheimta hvað sem það kostar áður en pabbinn uppgötvar að hann er horfinn. Good Boys er lauflétt og fjörug mynd um uppátæki þeirra Max, Lucasar og Thors sem eru að uppgötva ýmislegt sem þeir vissu ekki um heim þeirra fullorðnu. Þegar Max er boðið í „kossapartí“ þar sem talsverðar líkur eru á að hann þurfi að kyssa stelpu í fyrsta sinn fyllist hann miklum kvíða því hann kann ekki að kyssa og er því dauðhræddur um að verða að athlægi í partíinu. Til að öðlast nauðsynlega þekkingu á hvernig maður ber sig við tekur hann fyrrnefndan dróna pabba síns traustataki til að taka upp kossaflens kærustupars á táningsaldri. Nú þarf hann ásamt félögum sínum, þeim Lucasi og Thor, að finna leið til að ná drónanum af stelpunni sem hefur hann í sinni vörslu, en það reynist hægara sagt en gert ...
Útgefin: 13. desember 2019
GamanmyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Lorene Scafaria
Söguþráður Hustlers fjallar um nokkrar konur sem dönsuðu á háklassa súlustöðum í New York á árunum eftir aldamótin síðustu og löðuðu m.a. að sér karlmenn sem unnu á Wall Street og óðu margir hverjir í peningum á þeim tíma. En svo kom hrunið!
Útgefin: 13. desember 2019
DramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Söguþráður Unglingsstúlka og faðir hennar ferðast til fjarlægs tungls úti í geimnum, og sjá þar fyrir sér mikið gróðatækifæri. Þau hafa fengið samning um að grafa upp gimsteina, sem eru faldir djúpt inni í eitruðum skógi tunglsins. En fljótlega kemur upp úr kafinu að þau eru ekki ein á tunglinu, og nú breytist þetta í baráttu upp á líf og dauða.
Útgefin: 13. desember 2019