Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

GamanmyndDramaGlæpamyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Robert Budreau
Söguþráður Mynd sem byggð er á fáránlegum en dagsönnum atburði árið 1973 þegar bankarán var framið í Stokkhólmi í Svíþjóð, og gíslataka fylgdi í kjölfarið. Dagblaðið The New Yorker skrifaði um málið og þaðan kemur hugtakið Stokkhólms heilkennið, eða Stockholm Syndrome. Það er ástand þar sem gíslarnir tengjast ræningjum sínum tilfinningaböndum á meðan á gíslatökunni stendur.
Útgefin: 20. september 2019
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Jeff Chan, Andrew Rhymer
Söguþráður Til þess að ná að lifa af mikið giftingarsumar hjá vinum sínum, þá ákveða einhleypu vinirnir þau Ben og Alice, að fara saman sem par í öll brúðkaupin sem þeim er boðið í. Vandamálið er að um leið halda flestir að þau séu par þannig að þau þurfa stöðugt að vera að neita að svo sé. Gengur það upp?
Útgefin: 20. september 2019
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Mía getur ferðast inn í álfa- og ævintýralandið Sentópíu þar sem hún breytist sjálf í álfastelpu. Í Sentópíu búa bæði álfar og margs konar furðudýr svo sem einhyrningar sem Mía tekur miklu ástfóstri við enda skilur hún mál þeirra og þeir hennar. Ásamt þeim og öðrum vinum sínum lendir Mía síðan í margs konar skemmtilegum ævintýrum.
Útgefin: 20. september 2019
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Guy Ritchie
Söguþráður Sagan er í stuttu máli um þjófinn og „strætisrottuna“ Aladdín sem Jafar, stórvesírinn valdagráðugi, sendir út af örkinni til að finna forláta lampa í helli einum og færa sér. Aladdín veit ekki fyrr en hann hefur lampann í höndunum að í honum býr andi sem getur veitt og uppfyllt þrjár óskir þess sem á honum heldur. Það verður til þess að Aladdín ákveður að standa ekki við samkomulagið við Jafar heldur nýta sér óskirnar í eigin þágu og til að vinna ástir dóttur soldánsins, hinnar fögru Jasmín prinsessu. En Jafar gefst ekki svo glatt upp og staðráðinn í að komast yfir lampann sendir hann sína menn af stað til að klófesta Aladdín ...
Útgefin: 26. september 2019
HeimildarmyndÍþróttamynd
Leikstjórn Alex Holmes
Söguþráður Saga Tracy Edwards, 24 ára gömlum bátskokks, sem verður skipstjóri á fyrsta bátnum sem er eingöngu með konur í áhöfninni, í Whitbread kappsiglingunni árið 1989.
Útgefin: 26. september 2019
GamanmyndDramaSöngleikur
Leikstjórn Anne Fletcher
Söguþráður Willowdean ('Dumplin'), þybbin dóttir fyrrum fegurðardrottningar, skráir sig í fegurðarsamkeppnina Miss Teen Bluebonnet, í mótmælaskyni. Aðrir keppendur feta í hennar fótspor, og umbylta um leið keppninni, sem haldin er árlega í litla bænum þeirra í Texas fylki í Bandaríkjunum.
Útgefin: 27. september 2019
Drama
Leikstjórn Casey Affleck
Söguþráður Feðgar leggja upp í langferð út í óbyggðir, áratug eftir að faraldur hefur lagt að velli allar konur í heiminum nema eina, hina ellefu ára gömlu Rag. Faðirinn gerir hvað hann getur til að vernda son sinn, og á leiðinni reynir á sambandið þeirra á milli og mennskuna í samfélaginu um leið.
Útgefin: 27. september 2019
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Hver einasti dagur ber í skauti sér ný tækifæri fyrir Tappa til að kanna veröldina og undrin sem í henni leynast ásamt fjölskyldu sinni og vinahóp þar sem kætin og gleðin ræður ætíð för.
Útgefin: 27. september 2019
Gamanmynd
Leikstjórn Jason Winer
Söguþráður Charlie er með taugakvilla sem þýðir að miklar tilfinningar, einkum gleði, valda því að það líður yfir hann. Hann býr með bróður sínum og vinnur sem bókavörður í bókasafni, sem hentar honum vel, en hann reynir hvað hann getur að halda aftur af allri gleði og hamingju í lífi sínu. En þá kemur Francesca inn í líf hans, og nú fyrst reynir virkilega á hann.
Útgefin: 3. október 2019
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramynd
Leikstjórn Ruben Fleischer
Söguþráður Velkomin til Zombieland, þar sem lífsreglurnar eru lykilatriði til að lifa af! Mundu að halda þér í þjálfun, forðast almenningsklósett (því þú vilt ekki vera gripinn af uppvakningum á meðan þú gerir þínar þarfir) og vertu ávallt með sætisbeltin spennt. Myndin segir frá tveimur mönnum sem hafa fundið leið til að lifa af eftir að uppvakningar hafa tekið völdin á Jörðinni. Þeir hitta Wichita og Little Rock, sem einnig hefur tekist að lifa af hamfarirnar. Nú þurfa þau að gera það upp við sig hvort sé verra, að treysta hverju öðru, eða gefast upp fyrir uppvakningunum.
Útgefin: 10. október 2019
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramynd
Leikstjórn Ruben Fleischer
Söguþráður Velkomin til Zombieland, þar sem lífsreglurnar eru lykilatriði til að lifa af! Mundu að halda þér í þjálfun, forðast almenningsklósett (því þú vilt ekki vera gripinn af uppvakningum á meðan þú gerir þínar þarfir) og vertu ávallt með sætisbeltin spennt. Myndin segir frá tveimur mönnum sem hafa fundið leið til að lifa af eftir að uppvakningar hafa tekið völdin á Jörðinni. Þeir hitta Wichita og Little Rock, sem einnig hefur tekist að lifa af hamfarirnar. Nú þurfa þau að gera það upp við sig hvort sé verra, að treysta hverju öðru, eða gefast upp fyrir uppvakningunum.
Útgefin: 10. október 2019
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramynd
Leikstjórn Ruben Fleischer
Söguþráður Velkomin til Zombieland, þar sem lífsreglurnar eru lykilatriði til að lifa af! Mundu að halda þér í þjálfun, forðast almenningsklósett (því þú vilt ekki vera gripinn af uppvakningum á meðan þú gerir þínar þarfir) og vertu ávallt með sætisbeltin spennt. Myndin segir frá tveimur mönnum sem hafa fundið leið til að lifa af eftir að uppvakningar hafa tekið völdin á Jörðinni. Þeir hitta Wichita og Little Rock, sem einnig hefur tekist að lifa af hamfarirnar. Nú þurfa þau að gera það upp við sig hvort sé verra, að treysta hverju öðru, eða gefast upp fyrir uppvakningunum.
Útgefin: 10. október 2019
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramynd
Leikstjórn Ruben Fleischer
Söguþráður Velkomin til Zombieland, þar sem lífsreglurnar eru lykilatriði til að lifa af! Mundu að halda þér í þjálfun, forðast almenningsklósett (því þú vilt ekki vera gripinn af uppvakningum á meðan þú gerir þínar þarfir) og vertu ávallt með sætisbeltin spennt. Myndin segir frá tveimur mönnum sem hafa fundið leið til að lifa af eftir að uppvakningar hafa tekið völdin á Jörðinni. Þeir hitta Wichita og Little Rock, sem einnig hefur tekist að lifa af hamfarirnar. Nú þurfa þau að gera það upp við sig hvort sé verra, að treysta hverju öðru, eða gefast upp fyrir uppvakningunum.
Útgefin: 10. október 2019
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramynd
Leikstjórn Ruben Fleischer
Söguþráður Velkomin til Zombieland, þar sem lífsreglurnar eru lykilatriði til að lifa af! Mundu að halda þér í þjálfun, forðast almenningsklósett (því þú vilt ekki vera gripinn af uppvakningum á meðan þú gerir þínar þarfir) og vertu ávallt með sætisbeltin spennt. Myndin segir frá tveimur mönnum sem hafa fundið leið til að lifa af eftir að uppvakningar hafa tekið völdin á Jörðinni. Þeir hitta Wichita og Little Rock, sem einnig hefur tekist að lifa af hamfarirnar. Nú þurfa þau að gera það upp við sig hvort sé verra, að treysta hverju öðru, eða gefast upp fyrir uppvakningunum.
Útgefin: 10. október 2019
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Chris Renaud
Söguþráður Hér heldur sagan af Max og vinum hans í gæludýraheimum áfram, og við fáum að fylgjast með leynilegu lífi þeirra, eftir að eigendurnir fara til vinnu eða skóla á hverjum degi. Þær breytingar verða á högum Max að eigandi hans, Katie, er nú gift og á barn. Í sveitaferð með fjölskyldunni hittir Max hund á bóndabæ sem heitir Rooster, sem skýtur honum skelk í bringu. Á sama tíma reynir Gidget að bjarga uppáhaldsleikfangi Max úr íbúð fullri af köttum, og Snowball reynir að frelsa hvíta tígrisdýrið Hu úr fjölleikahúsi.
Útgefin: 10. október 2019
GamanmyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Brendan Walter
Söguþráður Myndin fjallar um bandarískan myndskreytingarmann að nafni Benny sem kemur til Íslands skömmu eftir andlát unnustu sinnar. Benny glímir við andlega kvilla og segist meðal annars vera haldinn áráttu sem felst í þörf fyrir að sleikja hluti. Á Íslandi kynnist hann íslenskri stúlku, Ingu, sem hvetur hann til að ferðast um landið og kynnast íslenskri náttúru, sem hann svo gerir. Á ferðalagi sínu um íslenska náttúru áttar Benny sig hins vegar á því að geðlyf hans eru að klárast, sem gerir það að verkum að hann hættir að geta greint á milli raunveruleikans og ímyndunar.
Útgefin: 10. október 2019
RómantískDrama
Leikstjórn Benoît Jacquot
Söguþráður Leikskáldið Bertrand Valade, sem er í raun ekki leikskáld því hann stal handriti af dauðvona viðskiptavini, hittir dularfulla konu þegar hann leitar skjóls undan snjóbyl.
Útgefin: 11. október 2019
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Marc Rothemund
Söguþráður Metnaðarfullur ungur maður reynir að láta drauminn um að verða starfsmaður á lúxushóteli í Miami, verða að veruleika, þrátt fyrir að hann sé mjög sjóndapur.
Útgefin: 11. október 2019
Spennutryllir
Leikstjórn Yuval Adler
Söguþráður Kona er ráðin til að vinna á laun í Tehran í Íran, af Mossad, leyniþjónustu Ísrael, en þar á hún í flóknu sambandi við tengilið sinn og annan mann sem hún á að fylgjast með. Verkefni hennar í borginni er að hafa eftirlit með kjarnorkuáætlun Írana.
Útgefin: 17. október 2019
Teiknimynd
Leikstjórn Ben Stassen
Söguþráður Rex er einn af nokkrum konunglegu hundum Elísabetar Englandsdrottningarog nýtur ekki bara þeirra forréttinda að búa í Buckingham-höll heldur er hann uppáhaldshundur hennar hátignar. Dag einn kemur Donald Trump forseti Bandaríkjanna í heimsókn ásamt eiginkonu sinni og tíkinni Mitzi sem fær þegar augastað á Rex. Þar með setur hún í gang atburðarás sem á eftir að leiða Rex í miklar ógöngur – sem gætu þó orðið að gæfu hans.
Útgefin: 18. október 2019