Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Besta Jim Carrey myndinn
Þessi mynd og The Cable Guy eru bestu myndirnar með Jim Carrey (Ace Ventura myndirnar, Liar Liar). Hann er einhvernveigin alltaf svo ýktur að það er fyndið. Í þessari mynd leikur hann Bruce Nolan sem er frekar venjulegur, ekki eins og Ace Ventura eða Chip úr The Cable Guy.
Myndinn er leikstýrð af Tom Shadyac sem leikstýrði líka Liar Liar og Ace Ventura: Pet Detective.
Jennifer Aniston (Friends, The Break-Up) er fín sem kærasta hans, Grace Connelly. Steve Carelj (The 40-Year-Old Virgin, Anchorman: The Legend of Ron Burgundy) finnst mér vera ömurlegur leikari og leikur því oftast ömurlegar persónur eins og Evan Baxter (sem er aðalpersónan í framhaldinu Evan Almighty).
En svo er það snillingurinn Morgan Freeman (The Bucket List, Seven) sem er hér bókstaflega á toppnum sem Guð.
Þetta er frábær grínmynd sem að allir ættu að sjá.
Quote:
Bruce: B-E-A-utiful.
Þessi mynd og The Cable Guy eru bestu myndirnar með Jim Carrey (Ace Ventura myndirnar, Liar Liar). Hann er einhvernveigin alltaf svo ýktur að það er fyndið. Í þessari mynd leikur hann Bruce Nolan sem er frekar venjulegur, ekki eins og Ace Ventura eða Chip úr The Cable Guy.
Myndinn er leikstýrð af Tom Shadyac sem leikstýrði líka Liar Liar og Ace Ventura: Pet Detective.
Jennifer Aniston (Friends, The Break-Up) er fín sem kærasta hans, Grace Connelly. Steve Carelj (The 40-Year-Old Virgin, Anchorman: The Legend of Ron Burgundy) finnst mér vera ömurlegur leikari og leikur því oftast ömurlegar persónur eins og Evan Baxter (sem er aðalpersónan í framhaldinu Evan Almighty).
En svo er það snillingurinn Morgan Freeman (The Bucket List, Seven) sem er hér bókstaflega á toppnum sem Guð.
Þetta er frábær grínmynd sem að allir ættu að sjá.
Quote:
Bruce: B-E-A-utiful.
Þetta er ein besta gamanmynd sem ég hef séð. Ég dó úr hlátri í einu atriðinu. Ef þið eruð leið kíkið þá á þessa. Pottþétt fjórar frá mér.Mæli með þessari.
Bruce Almighty er um fréttamann að nafni Bruce Nolan (Jim Carrey) sem finnst eins og Guð hundsi hann bara algjörlega og er sí kvartandi og kveinandi. Guð er orðin leiður á þessu nöldri í honum og til að sýna Bruce að það að vera Guð er ekki eins létt og það sýnist lætur hann Bruce fá alla sýna krafta í eina viku og fer í frí og Bruce verður að leika guð þangað til. Þetta er einfalt, grínmynd með Jim Carrey, niðurstaðan, sprenghlægileg. Jim Carrey sýnir snilldartakta, Morgan Freeman er líka góður í hlutverki Guðs, og svo má ekki gleyma Jennifer Aniston sem leikur nú alltaf vel. Það er langt síðan ég hef hlegið svona yfir mynd. Myndin á ekkert minna skilið en þrjár stjörnur.
Jim Carrey hin einstaklega brjálaða vera í kvikmyndaheiminum sem kann að leika leikur Bruce Nolan fréttamann sem hatar Guð út af allri óheppni hans þangað til að Guð leikinn af Morgan Freeman gefur Bruce tækifæri að vera Guð í soldinn tíma. Myndin er skemmtileg og fyndin, það koma fyrir sígild Jim Carrey atriði þar sem ég kafnaði næstum til dauða af hlátri. Annars þá er hún ekki gallalaus, myndin verður veikari í seinni helming myndarinnar og að lokum er hún bara væmin og snýst um unnustu Carrey´s leikin af Aniston sem var því miður ekki nógu vel gert í myndinni. Eins og flestar myndir hefur hún kosti og galla og endar með því að vera miðjumoð en skemmtileg þrátt fyrir það.
Ég var mjög ósáttur með þessa mynd. Þegar að Jim Carrey og Tom Shadyac eru saman í því að búa til gamanmynd, á maður von á góðri mynd, eins og Liar Liar. En því miður þessi mynd er ekki nógu góð. Ég er alveg viss um að það hefði verið léttilega hægt að gera mun fyndnari mynd um þetta umfangsefni. Eina fyndna atriðið sem mér fannst í þessari mynd var þegar hann er að tala fyrir fréttamanninn í fréttatímanum. Annars er þetta bara crappy movie.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal Pictures
Kostaði
$2.000
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
8. september 2003
VHS:
20. janúar 2004