Náðu í appið
69
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Evan Almighty 2007

(Bruce Almighty 2)

Justwatch

Frumsýnd: 4. júlí 2007

Evan help us

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 24% Critics
The Movies database einkunn 37
/100

Fréttamaðurinn Evan Baxter frá Buffalo, er kjörinn á þing undir slagorðinu "Change the World" eða Breytum heiminum. Hann flytur inn í risastórt hús í úthverfi í Virginia ríki. Skrifstofa hans í höfuðborginni er einnig frábær, en það er einn hængur á; hann lofaði hinum valdamikla þingmanni Long að styðja frumvarp til að leyfa framkvæmdir í þjóðgörðum.... Lesa meira

Fréttamaðurinn Evan Baxter frá Buffalo, er kjörinn á þing undir slagorðinu "Change the World" eða Breytum heiminum. Hann flytur inn í risastórt hús í úthverfi í Virginia ríki. Skrifstofa hans í höfuðborginni er einnig frábær, en það er einn hængur á; hann lofaði hinum valdamikla þingmanni Long að styðja frumvarp til að leyfa framkvæmdir í þjóðgörðum. En nú birtist Guð frammi fyrir Evan, sem er frekar vantrúaður, og biður hann vinsamlega að byggja Örk. Verkfæri og timbur birtast í garðinum hjá Evan, og dýr, tvö af hverri tegund, byrja að streyma til hans, skegg hans og hár byrja að vaxa villt, gamaldags föt birtast og starfsfólk sömuleiðis. Long fer nú að verða óþolinmóður, og Evan hefur byggingu arkarinnar. Fjölskyldan yfirgefur hann, enda finnst öllum hann hafa misst vitið, og fréttamenn þyrpast að, og þurrkar miklir hefjast í Washington D.C. Evan er sanntrúaður. En mun hann breyta heiminum?... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd fékk mikiið skítkast á sínum tíma. Nú þegar ég hef séð hana skil ég það ekki alveg. Bruce Almighty kom út árið 2003 eftir sama leikstjóra. Sú mynd var með slakari Jim Karrí myndum og ég skildi aldrei af hverju það var gert framhald. Og af hverju bjóst fólk við að sú mynd yrði eitthvað meistaraverk. Stór hluti ástæðunnar var sú að þessi mynd var auglýst til helvítis og kostaði meira en nokkur önnur gamanmynd sögunnar (175 milljónir dollara). Sem létt grínmynd er myndin bara fín. Ég horfði á hana með 3 ára stráknum mínum og við skemmtum okkur bara vel. Maður á að forðast að hugsa þessa mynd rökrétt en maður kemst ekki hjá því að hugsa...Af hverju þurfa öll dýr í heiminum að koma ef það er bara svæðisbundið flóð í litlum dal?...og þarf ekki fleiri en 2 dýr af hverri tegund til að forðast úrkynjun?...Æ gleymið því.

Myndin þótti svo slæm að hún var tilnefnd til Razzie verðlauna. Þetta er hættan við að overhypa myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sko..mér fannst nú bruce almighty skárri..þetta var svo sem ágæt mynd..kom nokkur moment þar sem hún var fyndinn.

Hún fjallar um þingmann sem vill nú bjarga heiminum einhverneigin..og það vill guð..þannig að guð birtist því honum og og seigir honum að byggja örk því að það mun koma flóð 22.september og hann þarf að bjarga dýrunum og fólkinu.Hann tekur það nú ekki í mál í fyrstu og finnst þetta ná fáránlegt..en á endanum neiðist hann til þess að byggja hana.En fólk lítur á hann sem algjöran fávita og er kallaður New york nói..Ekki líkar öllum að hann sé að byggja örkina og það er ákveðið að það eigi að rífa hana..En ekki ná þeir því þar sem 22.september skellur flóðið á og allir þarna í kring neiðast nú til að fara í örkina og bjargar þarna fullt af fólki og dýrum.myndin er full af húmor en kannski ekki ykkar húmor.jaa mér er svo sama þótt ég hafi eytt smá peningi í þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Evan Almighty er ágætis mynd. En miðað við hvernig mér fannst fyrri myndin, þá átti ég von á betri mynd í þetta sinn. En ég er þó nokkuð sáttur við hana.



Myndin fjallar um Evan Baxter (Steve Carrell), sem var fréttamaður í fyrri myndinni, en hefur orðið að þingmanni í þessari mynd. Evan vill ólmur fá að breyta heiminum, það vill guð (Morgan Freeman) líka gera. Því fer guð og biður Evan um að smíða örk, því hann heldur því fram að miðdags 22. september muni koma flóð, og hann eigi að bjarga dýrunum og fólkinu. Ekki eru allir allskostar sáttir við það hjá Evan að fara að smíða örk og er það á kreiki að það eigi að rífa hana niður. Arkarsmíði þessi veldur miklu bjástri á heimili Evan því hann hefur lítinn sem engan tíma til að sinna fjölskyldunni og allt fer í háaloft þar á bænum.



Ég get sagt að ég mæli með því að þið prufið að sjá myndina einu sinni og séð hvað ykkur finnst, sumum finnst þessi mynd algjört drasl og sumum kannski finnst hún æðisleg en ég er þar mitt á milli. Finnst þessi mynd hvorki né góð, en sé þó hinsvegar ekkert eftir því að hafa eytt 900 kr. á hana í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Allur þessi peningur, og enginn húmor!
Hvurslags sóun! Evan Almighty er víst dýrasta gamanmynd sem hefur hingað til verið gerð (cirka $175 milljónir - úff!) og það er mér furða að lokaniðurstaðan skuli ekki einu sinni ná meðalmennskunni.

Ég var ekki mikill aðdáandi ''fyrri'' myndarinnar, Bruce Almighty, en hún hafði þó sína spretti og kom manni þar með í ágætis skap. Það er í sjálfu sér góður hlutur að þessi mynd skuli kjósa það að fara allt aðra leið heldur en hin myndin gerði, í stað þess að styðjast við sama söguþráð. Slæmu tíðindin eru þau að þessi atburðarás sem að eftir stendur er hvorki fyndin né skemmtileg á neinn hátt.

Margnotaðar formúlur og hundgamlar klisjur skjóta upp kollinum við og við og boðskapur myndarinnar er svo helvíti fyrirsjáanlegur að það er næstum því sársaukafullt. Steve Carell er einn uppáhalds gamanleikari minn þessa daganna. Eftir að hafa gert stórfína hluti með The 40 Year Old Virgin og Little Miss Sunshine á ég erfitt með að missa álit á honum svo snöggt, en því miður er maðurinn bara ekki vitund fyndinn hér. Ég neyðist sjálfsagt til þess að kenna handriti Steve Oedekerks um það. Að þessi maður skuli ennþá vera starfandi penni í Hollywood í dag er mér óskiljanlegt (lærði enginn neitt af Kung Pow??). Maðurinn hefur a.m.k. ekki gert neitt af viti síðan á dögum Ace Ventura 2 eða Nothing to Lose. Allavega...

Það sést langar leiðir hversu dýr framleiðsla þessi mynd var. Það er mjög óvenjulegt að sjá gamanmynd styðjast eins mikið við tölvubrellur og þessi gerir. Sjálfum fannst mér brellurnar vera frekar lélegar miðað við þennan tröllapening sem að fór í þær. Öll þessi umgjörð og vinna sem fór í myndina virðist hafa skilað sér aðeins í litlum skömmtum, en einhvers staðar í þessu ferli gleymdist að leggja almenna áherslu á innihald þessarar myndar.

Ég veit að báðir Carell og Tom Shadyac ættu að geta betur en þetta. Annars fer mest megnið af þessari einkunn í Morgan Freeman, en það er aldrei hægt að segja neitt neikvætt um hann...

3/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.01.2024

Hundur sem rímar og brúða með ímyndunarafl

Teiknimyndin Bestu vinir, eða The Inseperables, er komin í bíó. Þar kynnast leikbrúðan, Don, sem er á flótta úr brúðuleikhúsinu, og yfirgefni tuskuhundurinn DJ Doggy Dog sem þráir að eignast góðan vin. Þeir reka...

10.09.2010

Þjóðleikhúsið breytist í bíó á opnunarhátíð RIFF

Það er greinilegt að RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík færist nær, því fréttirnar koma nú í stríðum straumum frá stjórnendum hátíðarinnar. Hátíðin verður sett eftir tvær vikur, eða fimmtudagskvöldið 23...

Svipaðar myndir


Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn