Náðu í appið

Miss Congeniality 2000

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 30. mars 2001

Unpolished. Unkempt. Unleashed. Undercover. / She's Got A Killer To Catch... Right After The Swimsuit Competition. / Never Mess With An Agent In A Dress

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 43
/100
Sandra Bullock vann American Comedy Awards. Tilnefnd til tveggja Golden Globe. Sandra Bullock fyrir leik, og lagið One In A Million einnig tilnefnt.

Gracie Hart er alríkislögreglumaður sem vinnur á laun, í dulargervi, og er lítt gefin fyrir það að sýna sínar kvenlegu hliðar. Alla jafna er hún eldklár fulltrúi, en nú á hún í vandræðum í vinnunni þegar hún gerist sek um dómgreindarbrest í máli sem hefur slæmar afleiðingar. Vegna þessa er hinn rúðustrikaði starfsfélagi hennar Eric Matthews fenginn... Lesa meira

Gracie Hart er alríkislögreglumaður sem vinnur á laun, í dulargervi, og er lítt gefin fyrir það að sýna sínar kvenlegu hliðar. Alla jafna er hún eldklár fulltrúi, en nú á hún í vandræðum í vinnunni þegar hún gerist sek um dómgreindarbrest í máli sem hefur slæmar afleiðingar. Vegna þessa er hinn rúðustrikaði starfsfélagi hennar Eric Matthews fenginn í hennar stað til að leiða rannsókn stórs og mikilvægs máls, þar sem leita þarf uppi hryðjuverkamanninn The Citizen, en hún sjálf þarf mögulega að sæta áminningu. Gracie kemst þó yfir sönnunargögn um að The Citizen muni næst láta til skarar skríða á fegurðarsamkeppninni Ungfrú Bandaríkin. Keppnin stendur fyrir allt sem Gracie hefur andstyggð á, en þrátt fyrir það þá verður hún nauðug viljug að fara í dulargervi sem keppandi í keppninni til að reyna að hafa upp á The Citizen, sem gæti verið einn af keppendunum. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (17)


Þegar ég fyrst sá þessa mynd þá hélt ég að hún væri mega slæm. En hún er það alls ekki. Hún er alveg ágætis mynd. Sandra Bullock að leika löggu sem verður að leika fyrirsætu til finna hvar einn dularfullur bófi ætlar að sprengja. michael cain leikur líka hér í þessari mynd og leikur stjóran hennar. Ég verð að segja að ég hefði aldrei séð þessa mynd hefði hún ekki verið í sjónvarpinu fyrir nokkrum mánuðum síðan. Það er ekkert annað sem ég ætlaði að segja. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er fín afþreying ekkert merkileg en samt mjög skemmtileg og Michael Caine er alveg brilliant (eins og vanalega) Sandra passar elveg í þetta hlutverk.

Ég get ekki sagt að myndin sé mjög vel leikinn þar sem ég tók hreinlega ekkert eftir því hann var hvorki slæmur né góður myndin er bara meðal í alla staði nema með húmorinn hann er aðeins yfir meðallagi eða að minnsta kosti fílaði ég hann.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bara mjög fyndin mynd og vel leikin. Sandra Bullock leikur leynilögreglukonu sem á að fara í gervi fyrirsætu til að ná einhverjum mafíósu eða einhverjum glæpamanni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er um konu sem vinnur á lögreglustöð hún er frekar ókvennleg. En það kemur uppá að hún þarf að taka þátt í fyrirsætukeppni sem vinnan skipuleggur fyrir hana og hún þarf að breyta sér dálítið! Þessi mynd er skemmtileg og vel leikin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er bara ein af bestu myndum sem að ég hef séð á ævi minni. Sandra Bullock fer alveg á kostum sem FBI löggan Grasie, kona sem er alls ekki kvenleg, frekar subbuleg brussa sem á ekki einu sinni hárbursta. Það hefur einhver hótað að sprengja upp bygginguna þar sem Mrs. United States keppnin verður haldin og ákveða þeir að dulbúa Grasie sem einn af keppendunum. Þeir hafa nokkra daga til að gera hana fallega en það verður mjög erfitt. Ég hef nú varla hlegið eins mikið af neinni mynd á ævi minni og Sandra fellur beint inn í hlutverkið. Ég get ekki ímyndað mér neina aðra leikkonu í hennar hlutverki í þessari mynd og því gef ég henni hiklaust fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn