Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég verð að segja það að showtime er alveg ágætis mynd. Hér eru á ferðinni snilldar leikarar sem eru Robert De Niro(Godfather, Raging bull, goodfellas) og hinn mikli grínisti hann Eddie Murphy(Beverly hills cop, Nutty proffesor, 48 hours). Mitch(Robert) er rannsóknarlögga og er algjör töffari.Trey(Eddie) er bara einhver venjuleg lögga og þykist vera alveg voða kúl. Þeir vinna saman sem þurfa því miður að vinna saman en nú eru viðskipta menn sem ákveða að búa til raunveruleika þátt þar sem þeir vinna saman. Þeir líka alls ekkert við hvort annað. Myndinn er aðallega um þetta en aðalmálið er að stór fíkniefna hópur ætlar að gera allt vitlaust og þá er bara eitt til ráða. Mér fannst þessi mynd frekar fyndinn og má nú bara segja að hún var frekar góð. Það eru fullt af leikurum í þessari mynd og þar með er hún Rene russo(Lethal Weapon, Ransom) sem leikur löggu konu sem líkar ekki við þá. Mynd eins og Showtime er nú bara aðallega bara gleymd. Ég held að enginn muni muna eftir henni eftir tvö til þrjú ár í viðbót(nema hún verði sýnd á bíórásinni). Það eru góðar leikarar og allt það og það eru eiginlega Eddie og Robert sem bjarga þessari mynd. Það mundi ekki alveg ganga upp ef það væru ófrægir leikarar í þessari mynd. Showtime er frekar annars góð og er frekar tja ágætum húmor. Ég hefði viljað sjá aðeins meiri spennu heldur en húmor en húmorinn er þarna í myndinni. Eins og ég sagði áðan, þá er þetta ágætis mynd með góðum leikurum og frekar góðum húmor. Hvað annað þarf að segja nema það að hlægið bara, ekki hugsa hvað myndin er um. Takk fyrir
Frekar slöpp grínmynd. Voðalega þreytandi, ég var að drepast úr leyðindum og get því ekki gefið henni margar stjörnur.
Þessi mynd er svolítið ýkt. Engin lögga myndi haga sér eins og fífl. En að sjá Eddie Murphy og Robert DeNiro leika saman er fyndið sérstaklega hvað Eddie er misheppnaður og Robert er rólegur og ég mæli með að sjá hana ef þú vilt sja athyglishúmor eða engan húmor. Annars er ekkert fyndið við hana.
Showtime er gífurlega vonbrigði. Klisja út í gegn. Myndin fjallar um harða löggu sem leikin er af DeNiro og aulalögguna sem leikin er af Eddie Murphy. DeNiro vinnur án félaga en auðvitað er honum skipað að vinna með Murphy og það sem meira er, kvikmyndatökuvél fylgir þeim hvert fótmál því þeir eru aðalstjörnurnar í nýjum raunverlueikasjónvarpsþætti. Inn í þetta fléttast vondi kallinn sem er að hanna nýjar og hættulegar byssur og auðvitað flækjast félagarnir inn í það. Myndin er fyrirsjáanleg klisja eins og þær gerast verstar. Alveg gatslitið handrit gerir það að verkum að manni hundleiðist. Ef það hefði ekki verið fyrir DeNiro og nokkra brandara hefði ég farið heim og horf á 48hours. Virkilega slöpp mynd.
Showtime er mjög góð alveg frábært að sjá þessa leikara saman og ég vonast til þess að það verði gerð önnur mynd með þeim tveimur.
Ef þið eruð ekki búinn að sjá hana, DRÍFIÐ YKKUR ÞÁ Í BÍÓ!!!!!!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
12. apríl 2002