Náðu í appið
117
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Get Shorty 1995

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Drug smuggling. Racketeering. Loan sharking. Welcome to Hollywood!

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 82
/100
Tilnefnd til þriggja Golden Globe og vann ein: John Travolta fyrir bestan leik í gamanmynd. Myndin fékk ýmis önnur verðlaun einnig og tilnefningar, svo sem Grammy verðlaun fyrir besta lag í kvikmynd.

Myndin fjallar um handrukkarann Chili Palmer sem fær það verkefni að hafa uppi á náunga einum sem skuldar yfirmanni hans peninga. Palmer á ekki í minnstu vandræðum að hafa uppi á honum en á ferð sinni kynnist hann hins vegar þriðja flokks kvikmyndaframleiðanda og í framhaldi af því heillast Palmer af kvikmyndabransanum og ákveður í krafti síns sjálfstrausts... Lesa meira

Myndin fjallar um handrukkarann Chili Palmer sem fær það verkefni að hafa uppi á náunga einum sem skuldar yfirmanni hans peninga. Palmer á ekki í minnstu vandræðum að hafa uppi á honum en á ferð sinni kynnist hann hins vegar þriðja flokks kvikmyndaframleiðanda og í framhaldi af því heillast Palmer af kvikmyndabransanum og ákveður í krafti síns sjálfstrausts að hella sér út í hann og gerast kvikmyndaframleiðandi sjálfur.... minna

Aðalleikarar


Prýðismynd um gangster (John Travolta) sem ákveður að snúa við blaðinu, hætta öllum glæpum og fara í kvikmyndaiðnaðinn. Hann fer og ræðir við misheppnaðan leikstjóra (Gene Hackman) og fær hann á sitt band. Þeir hafa hið fullkomna handrit og reyna að fá vinsælasta leikarann í Hollywood (Danny DeVito) til að leika aðalhlutverkið.

En Travolta er eltur af fyrrum stjóra sínum, og út frá því hefjast hin mestu vandræði.

Endirinn kom mikið á óvart, og sögunni er flækt fram og til baka.

Myndin kom skemmtilega á óvart, og er hin fínasta afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.09.2014

Ólafur Darri og Neeson saman í mynd

Spennumyndin A Walk Among the Tombstones verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn næsta, þann 19. september, en þar leiða saman hesta sína þeir Ólafur Darri Ólafsson og Liam Neeson, sem leikur aðalhlutverkið. Myndin...

03.09.2014

Aniston í klóm mannræningja - Frumsýning

Spennumyndin Life of Crime, með Jennifer Aniston í aðalhlutverki verður frumsýnd föstudaginn 5. september. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Bíó Paradís og Borgarbíói Akureyri. Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyri...

20.08.2013

Elmore Leonard látinn - skrifaði Get Shorty og Jackie Brown

Rithöfundurinn Elmore Leonard, sem skrifaði ótal verk sem búið er að gera bæði kvikmyndir og sjónvarpsþætti eftir, er látinn, 87 ára að aldri. Leonard fékk heilablóðfall í síðasta mánuði og hafði verið að j...

Svipaðar myndir

Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn