Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Men in Black II 2002

(MIB 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. júlí 2002

Coming To Rid Your Earth of the Scum of the Universe... Again!

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Fyrir lögreglufulltrúann J, þá er þetta ofurvenjulegur dagur í vinnunni. Hann er að fylgjast með, gefa út leyfi og halda uppi lögum og reglu meðal geimvera á jörðinni. Einn daginn þá fær J skýrslu um óleyfilega lendingu geimskips nálægt New York. Þetta er gamall óvinur sérsveitarinnar Svartklæddu mannanna, Men In Black, geimvera frá Kyloth sem heitir Surleena.... Lesa meira

Fyrir lögreglufulltrúann J, þá er þetta ofurvenjulegur dagur í vinnunni. Hann er að fylgjast með, gefa út leyfi og halda uppi lögum og reglu meðal geimvera á jörðinni. Einn daginn þá fær J skýrslu um óleyfilega lendingu geimskips nálægt New York. Þetta er gamall óvinur sérsveitarinnar Svartklæddu mannanna, Men In Black, geimvera frá Kyloth sem heitir Surleena. Geimveran er að leita sér að kraftmiklum grip sem heitir Ljós Zartha. J fer að rannsaka málið og fljótlega kemst hann að því að hann þarfnast hjálpar. Til allrar óhamingju þá eru fáir sem eru tilbúnir að vinna með honum, eða eru færir um það, og því leitar hann til K.J þarf að uppfæra minni K, þannig að hann muni allt sem gerðist þegar hann var MIB, og síðan þurfa þeir að stöðva Surleena, áður en það verður of seint. ... minna

Aðalleikarar


Fyrri myndin var talsvert betri en þetta er engu að síður ágætis afþreying.

Tæknibrellurnar eru ekkert merkilegar en samt ágætar og leikur sömuleiðis en það sem mér fannst mestu vonbrigðin var söguþráðurinn sem var ekki nærri eins góður og í fyrri myndinni en ef þér fannst fyrri myndin góð getru vel verið að þér finnist þessi skemmtileg ef þú býst ekki við of miklu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Men In Black II er ekki eins góð mynd og ég hélt en hér er verið að segja frá Jay sem heldur áfram að vinna hjá MIB en hann þarf hjálp fyrverandi starfsfélaga sem missti minnið í fyrri myndini en annars er þetta ágætis mynd. Will Smith og Johnny Knoxville eru ógeðslega fyndnir og Tommy Lee Jones er líka svolítið fyndinn en þetta er samt mynd fyrir einhvern sem hefur gaman af Men In Black myndunum.........
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

MIB II.

Ef þú sást fyrri myndina er þessi nauðsynleg. Hún er uppfull af góðum bröndurum og afbragðs góður leikur setur svip sinn á myndina. Tvímælalaust betri en sú fyrri en ég er þó ekki ánægður með vonda karlinn í myndinni (reyndar vondu konuna). ekki nógu skemmtilegur karakter dálítið týpískur vondur kall. En aftur á móti fín mynd og skemmtu þér vel ef þú hefur kosið að horfa á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég veit ekki hvað fólki fannst svona gott við þessa mynd. Ég var að vonast til að hún myndi vera álíka góð og 1 en hún er ekki nálægt því að vera jafn góð og 1. Mér fannst ekkert varið í þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð fyrir mikklum vonbrigðum með Men in black 2.

Myndin er nánast eftirlíking af fyrri mynd þannig að ef þú sást Men in black 1 þá geturðu bara sleppt þessari.

Men in black 2 er afskaplega léleg skemtun, söguþráðurinn lafþunnur og leikararnir með hugan við eitthvað allt annað en myndina.

Lítil skemmtun, því vil ég vara við þessari mynd.

Ekki peningana virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn