Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fyrri myndin var talsvert betri en þetta er engu að síður ágætis afþreying.
Tæknibrellurnar eru ekkert merkilegar en samt ágætar og leikur sömuleiðis en það sem mér fannst mestu vonbrigðin var söguþráðurinn sem var ekki nærri eins góður og í fyrri myndinni en ef þér fannst fyrri myndin góð getru vel verið að þér finnist þessi skemmtileg ef þú býst ekki við of miklu.
Men In Black II er ekki eins góð mynd og ég hélt en hér er verið að segja frá Jay sem heldur áfram að vinna hjá MIB en hann þarf hjálp fyrverandi starfsfélaga sem missti minnið í fyrri myndini en annars er þetta ágætis mynd. Will Smith og Johnny Knoxville eru ógeðslega fyndnir og Tommy Lee Jones er líka svolítið fyndinn en þetta er samt mynd fyrir einhvern sem hefur gaman af Men In Black myndunum.........
MIB II.
Ef þú sást fyrri myndina er þessi nauðsynleg. Hún er uppfull af góðum bröndurum og afbragðs góður leikur setur svip sinn á myndina. Tvímælalaust betri en sú fyrri en ég er þó ekki ánægður með vonda karlinn í myndinni (reyndar vondu konuna). ekki nógu skemmtilegur karakter dálítið týpískur vondur kall. En aftur á móti fín mynd og skemmtu þér vel ef þú hefur kosið að horfa á hana.
Ég veit ekki hvað fólki fannst svona gott við þessa mynd. Ég var að vonast til að hún myndi vera álíka góð og 1 en hún er ekki nálægt því að vera jafn góð og 1. Mér fannst ekkert varið í þessa mynd.
Ég varð fyrir mikklum vonbrigðum með Men in black 2.
Myndin er nánast eftirlíking af fyrri mynd þannig að ef þú sást Men in black 1 þá geturðu bara sleppt þessari.
Men in black 2 er afskaplega léleg skemtun, söguþráðurinn lafþunnur og leikararnir með hugan við eitthvað allt annað en myndina.
Lítil skemmtun, því vil ég vara við þessari mynd.
Ekki peningana virði.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$140.000.000
Tekjur
$445.135.288
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
19. júlí 2002
VOD:
30. maí 2019
VHS:
4. desember 2002