Satt að segja...þá er þetta ekkert slæm mynd. Ég er mjög sammála honum Helga Páli um að þetta sé ágæt grínmynd en ekkert meistaraverk. Wild Wild West fjallar um það að tveir menn, að nafni Jim West(Will Smith) og Artemus Gordon(Kevin Kline) sem eiga að stöðva vonda vísindakarlinum Arliss Loveless(Kenneth Branagh) sem ætlar að taka yfir ameríku með að skipta því í tvennt(langt síðan að ég sá þessa mynd) sem eiginn svæði. Þeir West og Gordon þurfa auðvitað að stöðva hann og tekst það? það fáum við að sjá í þessari mynd. Mér fannst þessi mynd bara ágætis skemmtun og ágætis grín enn nokkuð góður hasar í myndinni. Selma Hayek leikur aðalkonuna í myndinni sem er ekkert spes því að hún er eiginlega leiðinleg í þessari mynd og sömuleðis sá sem leikur forsetann í myndinni. Myndinn er leikstýrt af hinum vísindaskálds handritsmanni(eins og ég kýs að kalla hann) sem er Barry Sonnenfield(Men in black myndirnar). Ég er kominn með ógeð af þessum Will Smith sem er alltaf með svona hlutverk, þykist alltaf vera cool og þykist geta barið alla og þykist meira segja að vera fyndinn. Enn samt er hann og Kevin Kline að sýna ágætan leik sem skiptir svosem ekkert grýðalegu miklu máli því eins og ég sagði þá er þetta ágæt mynd. Myndinn hefði hinsvegar getað orðið miklu betri en varð það því miður ekki. Myndinn er ekki fyrir alla(eins og sé hvað allir hafa skrifað) enn ég segi bara hvað mér finnst,ekkert annað. Ég ætla klára þessa mynd með þessu orði: no more mister knife guy. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei