Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Daredevil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd, vissi ég ekki neitt um Daredevil, nama að hann væri úr sama heimi og Spider-Man og að Kingpin, sem ég þekki betur úr Spider-Man myndi vera í þessari. Ég fór á þessa mynd og ja, hún kom nokkuð á óvart. Þótt byrjunin væri aðeins OF löng, að segja frá fortíð Daredevil (Hverning hann var blindur og svoleiðis) hefði mátt vera stytt um helming. Ben Affleck, ja, mér líkaði við hann úr Sum Of All Fears og that's it. Hann kom bara nokkuð vel út úr þessari mynd, og ja, hann er smá saman að byrja að mjakast upp listann hjá mér. Gellan úr ALIAS, Jennifer Garner er þarna, hún var illa þróðuð sem karater en mitt uppáhald var Michael Clark Duncan sem Kingpin, maður hann var flottur í henni, einning Colin Farrell (Hvaðan kemur þessi maður eiginlega, nokkrar vel heppnaðar myndir og hann er frægur). Allavega. Mér líkaði við Daredevil, það má segja að ég sé að færa mig meir og meir inn í heim hans og ég hlakka til að sjá næstu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Orange County
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar Shaun Brumder, leikinn af Colin Hanks, er synjuð um skólavist við Stanford háskólann, fer allt til fjandans, og meira en það er hann reynir að leysa málið með bróður sínum, Lance (Jack Black).....


Klukkan var fimm mínútur í átta er ég mætti í Laugarásbíó til að fara á Orange County. Myndin kom mér nokkuð skemmtilega á óvart, er maður hló nokkuð mikið af henni, og hún átti sínar góðu stundir, en einning sína slæmu, þótt að hinu góður voru oftar. Colin Hanks, stóð sig vel í hlutverkinu, og mátti maður sjá að hanner alveg eins og pabbi sinn í sumum senum. Jack Black fer með hálfgert aukahlutverk í þessari mynd, en skilar sínu hlutverki æðislega vel, og einnig gera Catherine O'Hara (Sá hana síðast í Home Alone-myndunum) og John Lithgow. Allavega, ef þú vilt skemmtilega og létta mynd, skelltu þér allveg endilega á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. Deeds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja. Enn og after er Adam Sandler með allt niður um sig. Mr. Deeds fjallar um Longfellow Deeds, smábæjarmanns frá einhverjum krummaskurði þar sem hann er þekktur og er virt persóna í bæjarfélaginu, sem erfir eftir móðurfrænda sinn, held ég margar, margar milljónir dollara og óprúttin fréttakona sem er að reyna koma sér áfram í heimi fréttanna.....


Ég varð frekar fyrir vondbrigðum með þessa mynd, en ég held að Adam Sandler hefði átt að vera lengur í felum, því þessi mynd svipar til fyrri mynda hans (t.d. Waterboy & Little Nicky), og plús að þetta er endurgerð hinnar klassísku myndar Mr. Deeds Goes to Washington eftir Frank Capra. Það eina sem mér líkar við þessa mynd var John Tuturro, sem leikur þjón karakters Sandlers í myndinni. Og Herra Sandler, ef þú munt nokkun tíma lesa þetta....hugsaðu VEL og LENGI áður en þú sendir frá þér aðra mynd....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Billy Elliot
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir að hafa heyrt mikuð um þessa mynd, ákvað ég að skella mig á hana, og ég sá ekki eftir því. Myndin segir um strákinn Billy Elliot, sem hefur stundað box daglega. Skyndilega, vegna mótmæla, verður ballett kennslustundin í sama sal og strákarnir eru að æfa box. Skyndilega fær Billy Elliot ást fyrir ballett og verður háður henni. Í gegnum alla myndina studdi ég alltaf Billy og þegar myndin endaði gat ég ekki hætt að brosa í nokkrar mínútur. Hún var svo góð og skemmtileg og mannleg. Þessi mynd mun ég ætla að eignast á DVD eða VHS þegar hún kemur út hér á landi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Titan A.E.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Titan A.E. Þessari mynd beið ég með eftirvæntingu, en hún olli hún mér ekki vonbrigðum, samt þá hefði hún geta verið betri. Söguþráðurinn var óskup venjulegur Sci-Fi Mynd, í þessu tilfelli, Teiknimynd. Ég er sammála sumu af því sem sagt er að ofan, en sagan sjálf fær 2 stjörnur. Þriðja stjarnan er fyrir brellurnar og raddirnar sem talsettu persónurnar á ensku. Matt Damon, Bill Pullman, Drew Barrymore og fleiri þekktar raddir fá góða dóma. Samt sem áður skemmti ég mér yfir þessari mynd, ég er dálítill krakki í mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Speed
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Speed. Hvað get ég sagt ? Þetta er ein af þeim bestu myndum áratugarins. Söguþráðurinn er frábær. Keanu Reeves og Sandra Bullock eru góð saman, allt gott að segja um hana. Sjáið þessa, hún er þess virði. Því miður varð framhaldið ömurlegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Trek: First Contact
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fram til þessa er þetta sú besta mynd með leikurunum úr The Next Generation eða Ný Kynslóð, enda eru bara til ein önnur mynd með þeim. Borgverjarnir eru æðisleigir og eru hinir bestu illvirkjar í Star Trek þáttunum hingað til og meira mun koma með þeim í Star Trek Voyager sem er sýnt á RÚV. Þetta er pottþétt mynd með pottþéttum leikurnum og leikstýrð frábærlega af Jonathan Frakes (sá sem leikur Will Riker í myndinni og í þáttunum). Ég hlakka til að sjá næstu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei