Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
The Lookout segir frá því þegar Chris(Joseph Gordon-Levitt....held ég...ekki alveg sure) slasast í bílslysi, hlýtur höfuðáverka og hefur sambúð með manni(þeir eru ekki hommar svo að þið vitið það) blindum reyndar sem heitir Lewis(Jeff Daniels). Chris er frekar ósáttur við lífið og tilveruna og þegar honum býðst að taka þátt í ráni í bankanum sem hann vinnur í grípur hann gæsina þegar færi gefst. The Lookout er alveg ágætis skemmtun þegar á heildina er litið en það er hins vegar ekki verið að gera neitt nýtt með henni. Jeff Daniels er óneitanlega senuþjófurinn hér og gefur sínum atriðum lit, hann bara gerir mátulega mikið með sinni frammistöðu og þessi Levitt(því miður en ég bara kannast ekkert við þennan leikara, kannski á það eftir að breytast) er einnig góður miðað við hvað hlutverkið er hálf klaufalega skrifað. Myndin er orðin alveg þrælspennandi seinni partinn en eins og ég sagði þá er hún svosem ekkert spes þ.e.a.s. í eiginlegri merkingu orðsins. Alveg þess virði að sjá hana og eiga góða stund en þetta er fljótgleymd mynd og skilur mjög lítið eftir sig. Ég gæfi henni tvær stjörnur en hún sleppur með hálfa í viðbót fyrir að vera svo spennandi undir lokin.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Miramax
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
6. júlí 2007