Náðu í appið
Öllum leyfð

Shanghai Noon 2000

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. ágúst 2000

The Classic Western Gets A Kick In The Pants.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 77
/100

Myndin er vestri sem gerist á 19. öldinni í Bandaríkjunum. Chon Wang er klaufalegur konunglegur vörður keisarans í Kína. Þegar Pei Pei prinsessu er rænt úr forboðnu borginni, þá finnst Wang hann vera persónulega ábyrgur og krefst þess að fá að vera í björgunarteyminu sem á að bjarga prinsessunni, en hún var flutt til Bandaríkjanna. Í Nevada, rétt á hælum... Lesa meira

Myndin er vestri sem gerist á 19. öldinni í Bandaríkjunum. Chon Wang er klaufalegur konunglegur vörður keisarans í Kína. Þegar Pei Pei prinsessu er rænt úr forboðnu borginni, þá finnst Wang hann vera persónulega ábyrgur og krefst þess að fá að vera í björgunarteyminu sem á að bjarga prinsessunni, en hún var flutt til Bandaríkjanna. Í Nevada, rétt á hælum mannræningjanna, þá skilja leiðir Wang og hinna í hópnum, og fljótlega hefur hann slegist í lið með Roy O´Bannon, smákrimma með mikilmennskubrjálæði. Saman þá lenda þeir í hverju ævintýrinu á eftir öðru.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Shanghai Noon er alveg pottþétt ein af fáránlegri vestrum sem sést hefur í langan tíma, þ.e. hvað varðar stíl hennar. En hún er samt mjög góð skemmtun, þrátt fyrir það. Þó að maður vilji helst ekki sjá martial arts í vestra, getur maður ekki annað en dást að því að sjá Jackie Chan lumbra á vondu köllunum á þann hátt sem hann er hvað þekktastur fyrir. Svo er Owen Wilson nokkuð góður í hlutverki Roy O'Bannon og mynda þeir mjög skemmtilegt teymi sem er gaman að fylgjast með. Fínasta mynd sem ég mæli með að þið sjáið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vestrinn er dauður sagði einhver fyrir nokkrum árum, og að vissu leiti er það rétt, en samt, Shanghai Noon er bara kvikmynd sumarsins, hún er hvorki dýpsta mynd sumarsins né sú mest spennandi og hún er vestri. Það er bara eitthvað við Jackie Chan og myndir hans, einhver ferskleiki sem vantar í aðrar myndir gerðar í dag. Mér er t.d. sama þótt hann sé ekki besti leikarinn og að handritið sé gloppótt, skemmtunin er bara það mikil að ég var í marga daga að ná brosinu af andlitinu á mér. Owen Wilson og Jackie eiga góðan samleik og fóru greinilega af stað í myndina með því hugarfari að skemmta sér og öðrum, aðrir leikarar eru ekki alveg jafn sannfærandi og indíánagellan er eins og skrattinn úr sauðaleggnum og greinilega skrifuð með það fyrir augum að Roy (Owen Wilson) endi "happy ever after" eins og félagi hans. Aðrir gallar á myndinni voru eiginlega bara til að gæða hana meira lífi og þessum John Wayne fíling sem hefur vantað í seinni tíma vestra. Þessi mynd er hreinlega frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og ég mæli með henni fyrir alla sem taka sjálfa sig og aðra ekki allt of alvarlega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Shanghai Noon er frekar skemmtileg mynd og er eiginlega rush hour í villta vestrinu. Jackie Chan er mun skemmtilegri í þessari mynd heldur enn Rush Hour. Owen Wilson er fyndinn í þessari mynd og þetta er líklega ein skásta mynd sem Owen wilson hefur leikið. Sá sem leikstýrði þessari mynd heitir Tomas Bey, og hann leikstýrði líka hinnu ágætu grínmynd, Showtime. Enn núna ætla ég að koma mér að efninu. Myndinn fjallar um að prinsessan í Kína er rænd. Jackie Chan sem leikur eins konar þræl í myndinni fer með nokkrum öðrum þrælum með lest til Bandaríkin til að borga ræningjunum gull sem hann vill fá. Einhverjir heimskir bófar ræna lestinni og gullið verður týnt. Þ.A.M. er einn ræninginn Owen Wilson sem heitir Ray'O'bannon í myndinni. Hann Jackie hittir Ray og þeir þurfa eiginlega að vinna saman því þeir eru báðir í klípu og Ray vill hjálpa honum útaf gullinu sem hann Jackie var með í lestinni. Svona gengur myndinn eiginlega útaf, þeir slást eins og hundar og þeir reyna að bjarga prinsessuni af vond karlinum sem var fyrrum þræll konungsríkinnsins. Það eru mörg fyndinn atriði t.d. að þegar að hann Jackie hittir Ray aftur á bar og allir ráðast á þá(segi ekki hvernig þeir réðust á Ray'o'Bannon). Mér fannst þessi mynd frekar góð og fyrir þá sem vissu það ekki þá leikur Lucy Lue (Charlies Angels) drottninguna. Það leika líka mjög marga kínverja í þessari mynd og líka nokkuð margir bandaríkjamenn. Ég veit ekki af hverju ég sagði þetta með marga kana sem leika enn ég segi bara sem ég veit um myndinna.Lokorð mín á þessa mynd er fín mynd,gott grín og sömuleiðis góð bardagaatriði sem Jackie Chan hann sjálfur framleiðir.Góð mynd. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er snilldar grín/spennu/hasarmynd, bardagaatriði eru mjög flott, söguþráður góður og leikur fínn.

Sjáðu Þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fínasta afþreying. Nokkuð fyndin á köflum en engin snilld. Mynd sem maður horfir ekki mikið oftar á en einu sinni. Mjög lík Rush Hour, nema þetta er í vestrinu. Félagarnir Chan og Wilson eru eins ólíkir og hægt er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.06.2001

Næstu verkefni Jackie Chan

Jackie Chan ( Rush Hour , Shanghai Noon ) er ætíð með margt á döfinni. Nú sem stendur er hann leika í mynd sem heitir The Highbinders. Þegar tökum á henni lýkur mun hann fara beint í að gera framhaldið af Operation Cond...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn