Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Charlie's Angels 2000

Frumsýnd: 24. nóvember 2000

Action Doesn't Get Any Hotter Than This.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Einkaspæjarafyrirtækið Charlie fær verkefni frá forritaranum Eric Knox, fyrrum eiganda Knox Technologies, en byltingarkenndum raddgreiningarbúnaði hans hefur verið stolið. Englar Charlie, þær Natalie, Dylan og Alex, sem allir eru þjálfaðir í bardagalistum og njónsnum, eru sendir til að koma fyrir veiru í kerfi keppinautar Knox, Roger Corwin, sem er sterklega grunaður... Lesa meira

Einkaspæjarafyrirtækið Charlie fær verkefni frá forritaranum Eric Knox, fyrrum eiganda Knox Technologies, en byltingarkenndum raddgreiningarbúnaði hans hefur verið stolið. Englar Charlie, þær Natalie, Dylan og Alex, sem allir eru þjálfaðir í bardagalistum og njónsnum, eru sendir til að koma fyrir veiru í kerfi keppinautar Knox, Roger Corwin, sem er sterklega grunaður um stuldinn. En eftir að búið er að vinna verkið, þá er bækistöð Englanna eyðilögð, sem og yfirmanns þeirra Bosley, auk þess sem líf þeirra er í hættu. En hvernig er hægt að vernda einhvern sem þú hefur aldrei hitt?... minna

Aðalleikarar

Kemur á óvart
Það kom mér mjög á óvart hversu góð hún var. Þetta er mjög góð mynd sem enginn ætti að missa af.
Drew Barrymore (50 First Dates, The Wedding Singer) er mjög góð sem hin fyndna og klaufalega Dylan Sanders. Cameron Diaz (Shrek myndirnar, There's Something About Mary) er nú ekkert það góð sem hin pirrandi Natalie Cook. Lucy Liu (Shanghai Noon, Chicago) leikur hina hard-core Alex Munday.
En sá sem sér um grínið í myndinni er Bill Murray (Ghostbusters myndirnar, Groundhog Day) sem leikur Bosley. Sam Rockwell (The Green Mile, Galaxy Quest) leikur Eric Knox sem er einfaldlega mjög creepy gaur.

Quote:
Bosley: And I had a really long talk with a squirrel one time, longer in fact than I can with most people.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessar myndir eru allveg hrikalegar OK stelpurnar eru ekkert ljótar en handrit, leikstjóri og tæknibrellur lélegar en sætar stelpur þannig að ég gef þeim nokkuð margar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er ekkert annað nema meistarverk!! Leikararnir standa sig frábærlega og einnig er handritshöfundur búin að vinna mjög gott verk!! Þessi mynd fjallar í grófum dráttum um 3 engla sem eru að bjarga fólki og leysa flókin mál. Þegar þær fara að leysa eitt mál kárnar heldur betur gamanið því að í þessu máli veit maður ekki hvor er góður og hver er vondur! Þetta er mesta spennumynd ársins og mæli ég með að allir sjái þessa stórbrotnu mynd!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórfín mynd með fersku andrúmslofti og gamansömu ívafi. Cameron, Drew og Lucy standa sig allar mjög vel sem englarnir þrír og Crispin Glover stendur sig nær óaðfinnanlega sem einn af vondu köllunum þó svo að hann segi aldrei orð í myndinni. Maðurinn er sannkallaður snillingur. Það er ekta seventies keimur yfir myndinni og er það vel. Mörg flott atriði ná athygli manns og tónlistin er mjög vel valin. Charlie's angels er semsagt prýðisgóð mynd og á þrjár stjörnur skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Drew Barrymore(Natalie, Lucy liu (Alex) Cameron Diaz (Natalie) í frábærum hlutverkum í þessari mynd sem fjallar um stelpur sem vinna leynilega hjá manni einum (Charlie) sem engin þeirra hafði séð. Bill Murray er svo Bosley sem er umsjónarmaður Englanna. Svo fá englarnir verkefni sem er það að einum tölvusnillingi (Sam Rockwell) er rænt og vinnufélagi hans (Kelly Lynch) grunar að keppinauti þeirra (Tim Curry) en meðan þessi mynd er má eiginlega sjá hvað gerist og hvað mun vera sannleikurinn því ekki vill ég vera að skemma fyrir þeim sem hafa séð þessa mynd og segja og mikið en eitt segi ég við alla skemmtið ykkur vel og ef þið hafið séð þessa mynd endilega sjáið hana aftur ég hef séð hana nokkru sinnum og þetta er hreint ævintýri með geðveikum skvísum og allt sem myndir þurfa að vera með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.02.2012

Tom Green endurvekur rappferilinn

Ferill leikarans Tom Green hefur verið ansi misjafn í gegnum tíðina. Hann bæði leikstýrði og lék í Freddy Got Fingered árið 2001, en sú mynd hlaut hvorki meira né minna en 5 Razzie verðlaun, þar á meðal sem versta...

28.07.2001

LL Cool J í Dolemite

Leikarinn og rappstjarnan LL Cool J ( Charlie's Angels ) mun leika ofurtöffarann Dolemite í endurgerðinni af hinni klassísku Blaxploitation mynd sem var með Rudy Ray Moore í aðalhlutverkinu. Mun hann einnig vera með-framleiða...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn