Náðu í appið
39
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Terminator Salvation 2009

(Terminator 4, Terminator Salvation: The Future Begins)

Frumsýnd: 3. júní 2009

The End Begins

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 33% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Árið 2018 kemur nýtt dularfull vopn sem nýtist í baráttunni við Skynet vélmennin, hálft vélmenni og hálfur maður, til Johns Connors, þegar lokabardaginn er að hefjast. En hvaða liði tilheyrir þetta vopn, og er hægt að treysta því?

Aðalleikarar

Aðeins betri en T3!!!!
McG hefur alltaf verið einnhverskonar klisjukóngur og handritshöfundarnir hafa eiginlega oftast skrifað lélegar myndir. T4 er léleg Terminator-mynd en sem kvikmynd er hún aðeins undir ágæt. Handritshöfundarnir skrifuðu The Game (æjji svona, ágæt), T3 (sjónskemmandi) og Catwoman (WTF). McG gerðu Charles Angel's...báðar! Hvernig er hægt að gera sömu mistökin aftur. Ég meina, númer eitt var léleg en, og svo kom númer 2...RUSL! T4 hefur marga vonda hluti en líka góða hluti. Söguþráðurinn er góður, leikaravalið er ekki sem verst og tölvubrellurnar eru geðveikar. Svo koma vonduhlutirnir. Hasaratriðin eru ömurleg (teiknimyndalegt), Christian Bale er í aukahlutverki (þótt hann var nefndur fyrst þá var hann það samt),
myndin ætlaði aldrei að byrja og handritið er holótt.

Fyrri hlutinn er ömurlegur, seinni hlutinn var betri (samt saug). Það má segja að þetta var eitthvað asnalega lélegt kopí af Transformers. Persónurnar eru illa skrifaðar og vita greinilega ekkert hvernig þær eiga að vera. Connor er leiðinlegur fáviti í þessari mynd. Illa skrifaður, hefur engan persónulega en Christian Bale hefur samt útlitið, lítur vel út fyrir að vera Connor en RÖDDIN. Þetta er ekki
Bat-Minator : Salvation of the Knight, eitthvað þannig!

Útlitið er litalaust. Hef ekkert annað að segja. McG reynir að blanda tökurnar saman við Children of Men, hasaratriði sem eru gerð í einni töku. En Children of Men er auðvitað klassík og enginn toppar hana. Þetta er ekki versta mynd McG's, sem er ágætt en mig langar ekki að hann gerði næstu Terminator myndina (já ég veit!). Ef þú vilt fara í bíó og veist ekkert um Terminator, kíktu á hana. Annars, þessi er ekki eins vond og T3. Oíííííj.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tilganglaust Sequel, Prequel eða whatever!!!
Þegar ég heyrði að það ætti að fara gera 4 Terminator myndina, varð ég ágætlega spenntur yfir því. Ástæðan var út af því að fyrstu 2 myndirnar voru snilld og 3 var alveg fínasta skemmtun. Og það hjálpaði allt til að Christian Bale myndi vera aðalhlutverkið.

En því miður, allt fyrir ekkert!!!

Þessi mynd er eins leiðinleg og ómerkilegt framtak til Terminator seríunnar, og er það hálf skammarlegt að kalla þessa Terminator mynd.

Myndin virkar hálf asnaleg mest allan tímann og maður er aldrei heillaður yfir sögunni eins og hinar myndirnar gerðu.

Svo er (stjarna) myndarinnar virkilega leiðinlegur í myndinni(spurning hvort hann hafi verið með einhvern metnað þegar hann var að gera myndina, en miðað við lætin sem hann skapaði býst ég ekki við því).

Sá sem er hvað mest athyglisverðastur að fylgjast með er Sam Worthington sem Marcus Wright. Sagan í kringum hann er athyglisverð og góð og Worthington fer vel með hlutverk sitt og stendur sig mjög vel.

Og ríkisstjórinn sjálfur, a.k.a Terminator sjálfur fær frábært cameo í myndinni, sem McG því miður eyðilagði algjörlega.

En actionið er alveg ágætt svosem, en það er það eina sem hún gerir gott.

Ætla mér ekki að eyða fleiri orðum í þessa mynd. Þessi mynd er bókað versta myndin í seríunni, og vonandi gera þeir betur næst, ef þeir ætla sér að gera aðra mynd. Og fá einhvern almennilegan leikstjóra næst, í guðanna bænum!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Versta myndin í seríunni
Terminator Salvation. Hér er komin fjórða myndin um tortímandann og sú fyrsta sem ekki skartar Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki. Sú framtíðarsýn sem kynnt er í myndunum er sú að tölvuheilinn Skynet, öðlast sjálfsvitund og reynir að útrýma mannkyni til að tryggja eigin framtíð. Með kjarnavopnum tekst Skynet að drepa meirihluta mannkyns, en eftirlifendur, undir stjórn Johns Connors, berjast á móti. Fyrstu þrjár myndirnar gerast fyrir þetta stríð og fjalla um tortímanda sem sendir eru aftur í tímann til að drepa John Connor meðan hann er ungur. Þessi mynd gerist hins vegar í framtíðinni og fjallar um stríðið gegn Skynet.

Það er Christian Bale sem fer með aðalhlutverkið í myndinni og er sá þriðji til að fara með hlutverk John Connor. Bale er frábær leikari og túlkar John Connor með öðrum hætti en áður. Hann er ekki lengur unglingur á gelgjuskeiði líkt og í Terminator 2 og ekki sá aumingi sem við sáum í Terminator 3. Sá John Connor sem við sjáum í þessari mynd er stríðsmaður. Bale gerir mikið fyrir myndina með þessari túlkun sinni.

Því miður þá er handritið afar gloppótt og eiginlega óspennandi. Hvað söguna varðar þá er fátt eftirminnilegt. Það mætti vel halda að Michael Bay hefði skrifað þetta handrit því það er fátt annað í því en heilalausar hasarsenur, og tölvugerð vélmenni að slást. En þó Michael Bay hefði getað skrifað handritið þá er ljóst að það er ekki hann sem leikstýrir, því útlit myndarinnar og tölvubrellur eru ekki beint það flottasta í dag. Yfir myndinni hvílir ákveðin MTV stemning. Leikmyndin er ófrumleg og kjánaleg.

Terminator Salvation er versta myndin í seríunni, á því leikur engin vafi.

Davíð Örn Jónsson.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sprenging eftir sprengingu
Myndin byrjar með nýjum karakter, Marcus Wright, og svo strax skipt inn með geðveiku stríðsatriði 2018. Myndin er skipt í tvennt fyrsta helminginn, Marcus Wright og Kyle Reese í leiðangur að höfuðstöðvum og John Connor í stríði við vélmennin og svo sameinast þeir í lokabardaga við Skynet.

Myndin almennt er vel gerð, smá humór af og til og allir leikarar standa sig vel í myndinni. Myndin reiðir sig lítið á fyrri myndirnar og er bara ein stór stríðsmynd. En fólk gæti ruglast aðeins með Kyle Reese/John Connor söguna en ég séð allar og ég skildi myndina vel.

Myndin reiðir sig mikið á sprenginar og hasaratriði Micheal Bay style. Hún hefur samt söguþráð en engann persónuleika. Ágæt sumarskemmtun.
7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Battle across time
Fjórða Terminator myndin gerist árið 2018 á tímabili í hinu mikla stríði manna gegn véla og John Connor(Christian Bale) gegnir hinni ábyrgðarfullri stöðu sem leiðtogi andspyrnuhreyfingarinnar. Ekki batnar ástandið þegar vélarnar ætla að drepa Kyle Reese(Anton Yelchin) sem er verðandi faðir John's(sjá fyrstu myndina) og nú reiðir á að redda málunum. Ég hef lengi haldið upp á Terminator myndirnar, mér finnst fyrstu tvær báðar svo djöfulli góðar og svo er ég einn af þeim fáu sem finnst þriðja myndin vera það líka. Terminator Salvation er ólík hinum af ýmsu leyti, ekkert tímaflakk og Arnold kemur bara með cameo en leikstjórinn Mcg gerir þessa nýju stefnu bara vægast sagt mjög áhugaverða og þrátt fyrir að þessi mynd sé PG13 þá finnst mér hún alveg jafn góð og hinar(hefði þó verið gaman að sjá eitthvað líkt því þegar Robert Patrick stakk í gegnum hausinn á fólki með puttanum í annarri myndinni). Christian Bale á dúndur frammistöðu og gerir alveg jafn góðan John Connor og Nick Stahl gerði í þriðju myndinni. Anton Yelchin kemur stórlega á óvart sem hinn ungi Kyle Reese og sannfærir mann alveg um að þessi strákur eigi eftir að vera sami karakter og Michael Biehn's í fyrstu myndinni. Stríðið sem Terminator Salvation sýnir okkur er miskunnarlaust og kröftugt og myndin er svöl almennt. Nær ekki alveg allra hæsta gæðaskalanum en frábær mynd engu að síður og hef ég góða trú á næstu myndum í þessari seríu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn