Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Requiem for a Dream 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. nóvember 2001

From the director of [Pi]

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 71
/100
Ellen Burstyn tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki

Fjórir metnaðarfullir einstaklingar lenda í erfiðri eiturlyfjaneyslu sem virðist ekki hafa mikil áhrif í upphafi, en það að komast út úr henni reynist þeim bæði átakanlegt og þungbært. Því dýpra sem þau eru sokkin í neysluna því ólíklegra er að lífið verði nokkurn tímann eins eftirá.

Aðalleikarar


Þetta er bara meistaraverk, ég hef ekki séð eins vel leikna mynd í langan tíma þetta er bara hreyn snilld. Fólk sem hefur lend í dópi og allskonar rugli það ætti klárlega að sjá þessa mynd þetta opnar augun fyrir örugglega mörgum og á eftir að lifa í hjarta okkar öllum, svolítið síðan hún kom út en ég meina myndir eru alltaf myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Requiem for a dream er besta mynd sem ég hef séð á ævinni,og ég hef séð margar.Fjórar stjörnur er bara of lítið,hún sprengir algjörlega skalann.Leikur,handritið,myndataka,klipping,tónlist(reyndar bara eitt lag en það var magnað,sama lag var notað í Matrix)og svo leikstjórnin er mögnuð,Darren Aronofsky er snillingur,meistaraleikstjóri,hann hefði átt að fá óskars tilnefningu ef ekki styttuna sjálfa og þessi snillingur var ekki tilnenfdur eins og meistarar á borð við Hitchcock og Kubrick hafa heldur aldrei unnið né verið tilnefndir held ég,og leikarar Requiem hefðu líka átt að fá tilnefning(Ellen Burstyn fékk hana reyndar)og myndatökumaðurinn líka.Þetta sannar bara að óskarinn skiptir engu máli.Þetta er eins og sagði besta mynd sem ég hef séð og líka sú besta átakanlegasta.SMÁ SPOILERAR.Requiem for a dream fjallar um 4 manneskjur,Harry(Jared Leto)móður hans Sarah(Ellen Burstyn),kærustu hans Marion(Jennifer Connelly,mín uppáhalds leikkona)og besta vin hans(Marlon Wayans).Þau hafa það sameiginlegt að vera eiturlyfjasjúklingar.Sarah er einmanna ekkja sem er sjónvarps sjúklingur og fréttir í gegnum síma að hún á að taka þátt í uppáhalds sjónvarps þættinum sínum sem er spuriningaþáttur en það er bara eitt vandamál hún passar ekki uppáhalds kjólinn sinn og reynir megrunarkúra sem ekki virka en svo fréttir hún um lækni sem getur útvegað henni grennandi pillur en svo reynist þetta vera vanabindani eiturlyf.Harry,vinurinn og kærastan eru öll háð eiturlyfjum og gera lítið annað en að taka lyfin eða sprauta þeim í sig og framadraumar þeirra hverfa í vitleysunni og þau að frétta að nýtt lyf sé að koma.Svo vantar peninga og sem þau þurfa að skaffa sér og það er bara byrjunin á hryllingi.SMÁ SPOILER ENDAR.Myndin hafði þvílík áhrif á mig og segi bara þetta er skilduáhorf,allir verða að sjá þessa mynd,eins og aðrir hafa skrifað þá virkar þessi miklu betur en forvarnarmyndbönd og fræðslur.Þetta er MEISTARAVERK og ég bara segi aftur:ALLIR VERÐA AÐ SJÁ REQUIEM.En ég vara ykkur bara við sumt er rosalegt og þetta er rosalega átakanlegt og sorglegt stykki.Segi bara enn og aftur MEISTARAVERK.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alger snild,Þetta var mesta mynd sem ég hef séð,þangað til í gær þá skelti ég mér á Garden state.

Ég veit reyndar ekki hvor mér finnst betri.

En alla vega nú skulum við snúa okkur að Requiem,sá hana í sjónvarpinu 2 janúar,ég gat beinlínis ekkert sofnað eftir að hafa séð hana ,ég hugsaði það mikið um hana tær snild.

Í stuttu máli fjallar hún dópistann Harry(Jared Leto),

kærustu hans Marion(Jennifer Connelly)Móður Harrys Sarah(Ellen Burstyn),besta vin Harrys sem leikinn er af Marlon Wayens.

Þau eiga eitt sameiginlegt þau eru öll í dópi.

Sarah reyndar rétt byrjuð að taka inn megrunar lyf því hún á að taka þátt í sjónvarpi.

Megrunar lyfið reinist vera hið versta dóp,og verður hún því alveg klikkuð.

Leikurinn er frábær,leikstjórnin líka,einnig klippingin,tónlistin,og myndatakan.

Mæli með henni fyrir alla nema viðkvæma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Requiem for a Dream er ein af þessum myndum sem fólk (þá meina ég kvikmyndaáhugamenn því þessi mynd er alls ekki fyrir alla) verður einfaldlega að sjá. Leikurinn og myndatakan eru ótrúlega góð og þó að ekki mikið gerist í myndinni þá skilur hún mikið eftir og maður áttar sig ekki alveg á því fyrr en myndinni er lokið að þetta er ein af betri myndum seinni ára. Átakanleg og hálf-sorgleg saga aðalpersónanna heltekur mann og maður verður örlítið ringlaður á köflum en þessi fer í flokk með Trainspotting sem besta/steiktasta/frumlegasta/besta mynd sem ég hef séð. Must see!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er ein besta áróðursmynd sem ég hef séð, frábært meistaraverk frá snillingnum Darren Aronofsky sem gerði líka meistaraverkið Pi. Hér er á ferðinni yndisleg mynd um líf dópistans, þessi mynd er mjög hugljúf og grimm á sama tíma, frábær músík í myndinni, og allveg stórfenglega upp sett þar sem hann leikur sér með klippingar og myndavélina, frábærlega leikin af þessu úrvalsliði leikara, vona ég að þið hafið notið þessars meistarverks jafn mikið og ég.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.09.2021

Will Smith á Íslandi - Sjáðu sýnishornið

Eins og mörgum er eflaust kunnugt var bandaríska stórstjarnan Will Smith í tökum á Íslandi fyrir sjónvarpsþátt á vegum kvikmyndagerðarmannsins Darren Aronofsky, en hann framleiðir ásamt National Geographic fyrir streymisveit...

11.12.2020

Skoða eldfjöll á Íslandi fyrir Disney+

Eins og greint var frá í sumar var bandaríska stórstjarnan Will Smith í tökum á Íslandi fyrir sjónvarpsþátt. Nú hefur fengist staðfest að verkefnið hafi verið á vegum kvikmyndagerðarmannsins Darren Aronofsky, sem fram...

13.09.2016

Splunkunýjar verðlaunamyndir á RIFF 2016

Splunkunýjar myndir sem hafa hlotið verðlaun á virtustu kvikmyndahátíðum heims í ár, glænýjar heimildamyndir um málefni líðandi stundar, íslenskar og erlendar stuttmyndir, framsæknar myndir ungra leikstjóra og margt...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn