Gagnrýni eftir:
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin er frekar veik handritslega séð, allar persónur eru frekar flatar, nema kannski Christopher Lee sem er nokkuð góður sem vondi kallinn.....en samt svoldið týbískur sem slíkur, en aðrir eru bara frekar kjánalegir eins og, Ewan McGregor, Natalie Portman og Hayden Christensen sem eru mjög flöt í sínum hlutverkum og naglinn Samuel L. Jackson fær ekkert hér til að vinna með.
Myndin er frekar lengi að ná því litla flugi sem hún nær og er svo búinn, loksins þegar eitthvað athyglisvert fór að gerast.
George Lucas hefur einn sjéns í viðbót til að bjarga andlitinu, og sleppa við að eiðinleggja ekki þá góðu vinnu sem hann er búinn að gera í fyrstu myndunum þremur, hann getur alveg örugglega gert betur en þetta.
Þessi mynd er aðeins betri en Phanton Menace að minnsta kosti ekki alveg eins barnaleg.
Það eitt að hún er leyfð öllum aldurshópum til áhorfs segir manni bara það að hér er ekkert sýnt, ekki blóðdropi eða blót. Stjörnunar tvær fær myndin hins vegar fyrir hvað hún gerir fyrir augu og eyru, þar er hún veisla, en That's it.
The Others
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ef að þú ert fyrir hroll og spennu myndir, þá verða þær ekki mikið betri en þessi.
Spennan vex hægt og rólega og nær á endanum æðislegum tökum á þér (vonandi), en ekki með neinum sóðaskap eða blóðsúthellingum.
Allt er vel gert hvort sem er myndataka, leikstjórn, eða þá leikur, Nicole Kidman er frábær og ekki eru krakkarnir síðri,
það besta við þessa mynd er þó handritið sem er snilld, með flottum persónum sem skapa mjög drungalegan ramma utan um þessa mynd.
Það er alveg á hreinu að ég mun eignast þessa á DVD !
Sjáðu hana strax !!
The Shawshank Redemption
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Einfaldlega besta mynd sem ég hef séð! Ég á hana á spólu...... Er búinn að horfa á hana hrikalega oft.... Og þegar spólan er orðin svo slitin að ég get ekki horft á hana lengur.....þá ætla ég að kaupa hana á DVD og horfa á hana þangað til að ég dey!!!!
Species
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það sem fyrir mig gerir Species góða, er líklega að hún kom fersk og flott eftir að mörgum vondum science fiction hafði verið dælt yfir mann. Hugmyndin er góð.... Hópur vísindamanna fær nýa DNA lýsingu utan úr geimnum og notfæra sér hana og búa til nýan einstakling hálfmennskan og hálf eitthvað, og fljótlega kemur í ljós að hún er mjög ólík mennskum einstaklingum. Myndin er full af góðum brellum og fínum hasar, ofurbeybið Natasha Henstridge er hrikalega flott sem vonda veran og aðrir leikarar eru mjög sannfærandi. En passið ykkur svo á frammhaldinu Species 2. úff.. vond mynd!!!!
Léon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Leon er að mínu mati ein af betri myndum seinni ára, hún fjallar um Leon( Jean Reno ) sem er látlaus en snilldar leigumorðingi, ískaldur og að því er virðist miskinnarlaus, en þegar hann neyðist til að hjálpa ungri stúlku ( Natalie Portman )sem býr í sama stigagangi og hann, undan gjörspilltri löggu( Gary Oldman ) sýnir hann á sér mannlegri hliðar og tekur stúlkuna að sér með ófyrirsjáanlegum afleyðingum. Leikstjórinn og snillingurinn Luc Besson slær ekki feilnótu hér frekar en vanalega og hin unga Natalie Portman sýnir að hún er komin til að vera.
Dobermann
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snilld!!! Já alger harðhausa súpa. Frönsk hasarmynd sem slær flestar Hollýwúdd ræmurnar í rot, myndin er full af missvölum karakterum sem eru ýmist ofursvalir eða sóðalegir slíspokar..... Rosalega væri ég til í framhald!!!!
Romeo Is Bleeding
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er reyndar alveg ótrúlegt að þessi mynd varð ekki vinsælli en hún varð, hún er bæði töff og súr, og Gary Oldman og Lena Olin eru hrikalega góð, og reyndar skiptast á að toppa hvort annað alla myndina í gegn. Þú verður að sjá þessa!!!