Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Alveg bráðskemmtileg og hreint alveg hryllilega kúl. Fjallar í stuttu máli um leigumorðingjann John Lee sem fær einn daginn upp í háls af vinnunni þegar honum er skipað að drepa strákpatta sem hefur það eitt til saka unnið að eiga löggu fyrir föður. Vinnuveitandi leigumorðingjans verður eðlilega nokkuð súr og sér Lee þann kost helstan að taka til fótanna. Á leið sinni úr landi tekur hann fyrir algera slysni saman við ljósku eina vel frambærilega og sannfærir hún hann um að sókn sé besta vörnin. Jurgen Prochnow frábær eins og alltaf og aðrir litlu verri. Ótrúlegir byssubardagar og bílaeltingarleikir og töffaraskapurinn hreint yfirgengilegur. Ljómandi fínt og hiklaust 3 stjörnur.
Frábær mynd. Svipaður stíll og John Woo, þannig ef þú fílar J. Woo þá verður þú að sjá þessa.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony Pictures Home Entertainment
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
24. apríl 1998
VHS:
2. september 1998