Náðu í appið
Öllum leyfð

Kate and Leopold 2001

(Kate )

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. apríl 2002

If they lived in the same century they'd be perfect for each other.

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Kate býr með bróður sínum, leikaranum, í New York á 21. öldinni. Kærasti hennar fyrrverandi, Stuart, býr á hæðinni fyrir ofan. Stuart uppgötvar stað nálægt Brooklyn brúnni þar sem er gat í tímanum. Hann ferðast aftur til 19. aldarinnar og tekur ljósmyndir af staðnum. Leopold, maður sem var uppi á áttunda áratug 19. aldarinnar, skilur ekkert í litlu myndavélinni... Lesa meira

Kate býr með bróður sínum, leikaranum, í New York á 21. öldinni. Kærasti hennar fyrrverandi, Stuart, býr á hæðinni fyrir ofan. Stuart uppgötvar stað nálægt Brooklyn brúnni þar sem er gat í tímanum. Hann ferðast aftur til 19. aldarinnar og tekur ljósmyndir af staðnum. Leopold, maður sem var uppi á áttunda áratug 19. aldarinnar, skilur ekkert í litlu myndavélinni hans Stuart, og eltir hann í gegnum tímagatið, og þeir koma báðir út í nútímanum. Leopold er gáttaður á þessum nýja stað. Hann fær hjálp frá Charlie sem heldur að Leopoard sé leikari sem er alltaf í karakter. Leopold er mjög gáfaður maður og reynir hvað hann getur að læra á nýjar aðstæður.... minna

Aðalleikarar


Mér finnst persónulega þessi mynd alveg meiriháttar skemmtileg og áhrifarík. Þessi hjartnæma mynd fer innst í hjartarætur mínar. Ég er kannski einum of væmin en ég er bara svo næm fyrir svona ástarmyndum og eiginlega bara öllum myndum. Sniff sniff!! En þessi mynd fjallar um ungan dreng og unga stúlku sem ná svo vel saman að þau verða fall in love af hvor öðru. Ég fór með minni ástkæru vinkonu að sjá þessa (svo ég endurtaki það) hjartnæmu mynd en við grétum og grétum þegar við horfðum á hamingjuna í augum unga parsins í myndinni.

En ég vona að þetta hafi orðið ykkur gagnleg umfjöllun (sniff, sniff) Bless bless kvikmynda aðdáandi!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tilvalin deitmynd
Kate & Leopold er ekki eins fyrirsjáanleg og flestar aðrar rómantískar gamanmyndir sem hafa komið út undanfarna tíð. Sagan er mjög skemmtileg, og henni tekst einnig furðuvel að forðast flestar klisjur (a.m.k. í grunnplottinu, ekki formúlum). Þar að auki er væmnin í lágmarki, og húmorinn missir sjaldan marks, og það er aðallega þeim Breckin Meyer og Liev Schrieber að þakka, báðir tveir fá loksins að sína hvað í þeim býr þegar það kemur að grínhlutverkum og eru hreint út sagt sprenghlægilegir í þessari mynd.

Þau Meg Ryan og Hugh Jackman ná líka vel saman. Ryan (hin svokallaða drottning rómantískra gamanmynda) fór hér ekki eins mikið í taugarnar á mér og hún gerði alltaf áður, og er ekki eins mikið vælandi og kvartandi og áður fyrr í sínum hlutverkum. Jackman er líka mjög góður í sínu hlutverki sem hertoginn, og hann sýnir að hann er alveg jafn góður í gamanmyndum (þó að hann hafi ekki verið eins frábær í Someone Like You), og í spennumyndum. En eins og vaninn hjá flestum rómantískum gamanmyndum, þá þjáist þessi mikið vegna hvað hún verður slök einhvern tímann undir lokin.

Myndir af svona tegund hafa aldrei verið í mesta uppáhaldi hjá mér, og það gerist örsjaldan þar sem ein slík verður eitthvað góð. En Kate & Leopold er að mínu mati skásta rómantíska gamanmyndin sem litið hefur dagsins ljós í mjög langan tíma.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sem leyndur (hmm ekki lengur) aðdándi rómantískra gamanmynda, verð ég að viðurkenna að hér varð ég fyrir frekar miklum vonbrigðum. Þetta er ágætishugmynd (myndarlegur enskur herramaður frá Viktoríutímanum sem kemur inn í nútímann og fellur fyrir nútímakonu), en hún verður að næstum því engu í þessari algjörlega ófyndnu mynd. Og maður hefði nú haldið að rómantískumyndagyðjan Meg Ryan og hinn fjallmyndarlegi Hugh Jackman ættu að geta bjargað einhverju, en því miður er Meg allan tíman pirruð og í fýlu, og er hundleiðinleg við aumingja Leopold. Maður botnar ekkert í því hvers vegna hann fellur fyrir henni. Og atriðin þar sem Leopold horfir opinmynntur á nútímann í menningarsjokki eru því miður ekkert fyndin.


Strákar: EKKI fara á þessa! (ég heyrði þjáningarstunur strákanna í salnum sem höfðu greinlega verið dregnir gegn vilja sínum...)

Stelpur: Jú, Hugh Jackman er MJÖG myndarlegur í herramannsklæðum með kurteisistilþrif og allt það, en ef það er ekki nægileg ástæða til að sjá hana, þá skuluð þið allavega bíða þar til hún kemur á vídeó. Og ekki gera kærastanum það að draga hann á hana.


plúsar: það er góður móralskur púnktur, þegar um hálftími er eftir af myndinni, um nútíma sölumennsku. og jú, ég hló í byrjunaratriðinu þegar verið var að halda ræðu um byggingu Brooklyn brúarinnar. Og svo auðvitað Jackman. namminamm.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn