Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

A Beautiful Mind 2001

Frumsýnd: 1. mars 2002

The Only Thing Greater Than the Power of the Mind is the Courage of the Heart

135 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 72
/100
Vann fern Óskarsverðlaun. Besta mynd, besti leikstjóri, besta leikkona Jennifer Connelly og besta handrit byggt á áður útgefnu efni.

Átakanleg sönn saga sem segir frá stærðfræðingnum John Forbes Nash, sem að þjáðist af geðklofaveiki, en hlaut að lokum Nóbelsverðlaunin eftir margra ára baráttu við sjúkdóminn.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Mjög góð mynd,hún er sorgleg og sannfærandi og vann fjölda af Óskarsverðlaunum þar á meðal sem besta mynd. Myndin er byggð á sönnum atburðum en fjallar um líf ungs stærðfræðings (Russel Crowe,Gladiator) sem er geðklofi og flestir sem hann þekkir eru ýmindaðir en hann veit ekki af því. Hann lærir í háskóla og háskólin gefur honum með bestu kenninguna starf sem kennari í háskóla. Hann finnur upp kenningu sem kemur honum í starf. Þar hittir hann konu (Jennifer Connely,The House Of Sand And Fog) og þau giftast. En geðveiki hans og þekking á stærðfræði á eftir að koma honum fyrir kattarnef því að stjórnmálamenn vilja ólmir koma honum á geðveikrahæli því að þeir halda að ýmindunaraflið á eftir að hlaupa með hann í gönur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tók spólu í gær. Myndina A Beautyful Mind. Ekkert sérstaklega af því að mig langað ofsalega til að sjá hana. Það var bara ekkert annað á boðstólnum svo sem. En mikið var hún góð. Og þó ég sé nú ekki neinn Óskarsverðlauna aðdáandi, þá skildi ég hversvegna hún fékk Óskarinn. Russel Crowe sýndi og sannaði hversu góður leikari hann er. Maðurinn er allra gagn. Það er hægt að pota honum í hvaða hlutverk sem er án þess að það votti fyrir fyrri myndum hans í leik hans.

Ég mæli sterklega með þessari, hún er eins frábær og hún er sögð vera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég gerði mér ekki of miklar væntingar þegar ég tók þessa mynd á leigu en ég sé ekki eftir því að hafa valið þessa. A Beautiful Mind er um stærfræðing sem þarf að kjálst við geðklofa og er sannsöguleg. Myndin er dramatísk, spennandi og falleg. Russel Crowe er frábær í þessu hlutverki og Ron Howard er að gera mjög góða hluti! Hún er kannski soldið löng en manni leiðist ekki meðan maður horfir á hana. Mjög góð mynd sem ég mæli með ef þú ert ekki að leita þér af einhverri poppkorns mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórfengleg og vel leikin kvikmynd um ævi stærðfræðisnillingsins John Forbes Nash. Tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna 2001 en hlaut fern; sem besta kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn Ron Howard, leikkonu í aukahlutverki (Jennifer Connelly) og handrit byggt á áður útgefnu efni. Einnig tilnefnd fyrir leikara í aðalhlutverki (Russell Crowe), kvikmyndatónlist, förðun og kvikmyndaklippingu. Hér er rakin saga nóbelsverðlaunahafans og stærðfræðisnillingsins Nash (Crowe) sem hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1994, eftir einstakan feril. Sagan hefst árið 1947 þar sem hann er við nám í Princeton. Strax er ljóst að hann er ekki eins og venjulegt fólk á að sér að vera, er bæði sérvitur og einkar ómannblendinn. Í náminu kynnist hann Charles Herman (Paul Bettany) og er vinátta að því er virðist einstök og ósvikin. Eftir námið fær Nash prófessorsstöðu við virtan háskóla og svo virðist sem hann muni feta hinn beina og greiða veg, þegar hann kynnist nemanda sínum Aliciu (Connelly) og verður hrifin af henni. Það breytist þó allt þegar í ljós kemur að stærðfræðisnillingurinn er geðklofi. Mögnuð úrvalsmynd á allan hátt. Ron Howard hlaut verðskuldaðan óskar fyrir leikstjórn sína, einnig er tónlist James Horner stórfengleg, handrit Akiva Goldsman er vandað og kvikmyndatakan stórgóð. Leikur aðalleikaranna er þó aðall myndarinnar. Óskarsverðlaunaleikarinn Russell Crowe (Gladiator) fer hreinlega á kostum í hlutverki stærðfræðisnillingsins og túlkar persónu hans og andlega erfiðleika óaðfinnanlega og vinnur sannkallaðan leiksigur í mögnuðu hlutverki, hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í þessari mögnuðu mynd, og hefði átt að hljóta Óskarinn einnig fyrir túlkun sína, en tapaði þeim slag fyrir Denzel Washington. Þetta er besta leikframmistaða hans að mínu mati. Jennifer Connelly er stórfengleg í hlutverki Aliciu Nash og vinnur leiksigur með sannfærandi leik sínum og átti Óskarinn svo sannarlega skilið. Einnig eru Ed Harris, Paul Bettany, Adam Goldberg og Christopher Plummer góðir í sínum hlutverkum. Þetta er kvikmynd sem enginn sannur kvikmyndaunnandi má láta fram hjá sér fara. Eðalmynd eins og þær gerast bestar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hreinlega falleg mynd um baráttu stærðfræði snillingsins John Nash gegn geðklofa gegnum ævi sína.Óskarsverðlaunin:Russel Crowe er snilldarleikari og aftur er hann tilnefndur fyrir óskar og átti það skilið. Jennifer Connely er nýtt breakthrough í Hollywood og vann í þetta skipti óskar. (Kanski man enginn eftir að hún lék stórt hlutverk í myndinni Rocketeer 1993). Ron Howard kemur með sitt besta á hvíta tjaldið en handritshöfundurinn Akiva Goldsman var ég ekki sáttur með. Eins og aðrir skrifa þá er hann þekktur fyrir klúður. Og átti hann alls ekki skilið óskar fyrir besta handrit byggt á öðru efni. Það er frekar greinilegt að Ron Howard leykstýrir myndinni með miklum áhuga og hæfni. (En samt átti hann ekki skilið óskar fyrir bestu leikstjórn, Peter Jackson átti það skilið þar sem hann leykstýrir LOTR ekki bara af hæfni heldur ástríðu). Svo er það besta myndin sem A Beautiful Mind vann. Örugglega út af hve nefndinni finnst að svona mannsmyndir ættu að vinna en kanski átti hún það skilið.Plottið:(SMÁ SPOILER)John Nash er óvenjulegur maður sem hefur einstaka heifileika í stærðfræði og rök, hann er nú nemandi í Princeton árið 1947. Hann hittir unga konu sem brátt verður eiginkona hans Alicia Nash. En á þeim tíma er John að vinna fyrir leynistofnun að finna út leyniorð í sendiboðum Rússa. Seinna af engri ástæðu koma læknar og taka hann inn á stofnun og greina hann með geðklofa. John sér hluti sem eru óraunverulegir en eru raunverulegir í huga hans. Tíminn líður og enn er John að kljást við ofskynjun. Svo endar myndin árið 1994 þegar John vinnur nóbelsverðlaunin þar sem hann segir frá lífsverki sínu framan við þúsundi manna.A Beautiful Mind er einstakt fyrirbæri en samt var þar galli sem ekki er hægt að missa af. Sagan er ekki sögð rétt, karakterinn af John Nash er vitlaus. Ef ég vill sjá mynd um sanna sögu þá vill ég ekki sjá karakterbreytingu heldur vill ég sjá hvernig fólkið var í alvörunni. En samt er A Beautiful Mind stórkostlegt verk sem ekki á að missa af.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn