I Am Sam segir söguna um föður sem heitir Sam Dawson sem hrjáist af móngólisma og hann verður svo faðir. Lucy Diamond Dawson heitir stúlkan hans Sam og til allrar hamingju slapp Lucy við þessi veikindi sem faðir hennar hrjáist af. Í myndinni er sögð sagan um hann Sam Dawson sem er kærður af barnaverndarnefnd og Lucy verður svo tekin af honum útaf því að hún og hann eru með svipaða greindarvísitölu og með hverju árinu sem Lucy eldist þá fær hún hærri greindarvísitölu en ekki Sam (Fact). Og svo fer Sam að vinna eitthvað í málunum að ná henni til bara sín.
Sean Penn leikur Sam Dawson, þetta hlutverk er eitt eftirmynnilegasta hlutverkið að mínu mati sem Penn hefur tekið að sér. Myndin fékk aðeins einn Óskar (Skynjalega) því það voru stærri myndir í boði á þessu ári (2001) meðal annars The Lord of the Rings 1 og Amelie (Og fleiri) sem nældu í Óskarinn. Lucy er 7 ára í myndinni, hún skammaðist sín fyrir föður sinn útaf veikindunum. Sam vinnur á kaffihúsi og þá á hann ekki til mikla peninga fyrir lögfræðingi en svo lendir hann svo heppilega á þessum góða lögfræðing Rita Harrison Williams sem var ekki svo hörð á peningum. Og svo reglulega fer Sam og aðrir virir hans (Með móngólisma líka) og halda svona bíókvöld og saman öll þau Sam, Rita, Lucy og vinirnir hans og svo fósturfjölskyldan hennar Lucy sem standa öll saman um að fá Lucy aftur heim til sín. Eins og ég sagði " fósturfjölskyldan" já Lucy fer til fósturfjölskyldu á meðan málið er í gangi og allir sem Sam þekkir eru svo góðir við hann og reyna að gera hvað sem er til að fá hana aftur heim til sín.
Einkunn: 9/10.
Taglines: Sam" I am her father and if they would to see Lucy then they have to come and visit us" (Make sense)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei