Náðu í appið
Öllum leyfð

Shrek 2001

Frumsýnd: 20. júlí 2001

The greatest fairy tale never told.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 84
/100

Þegar græni risinn Shrek kemst að því að fenjasvæðið hans er orðið yfirfullt af einhverjum ævintýrapersónum, sem hinn slóttugi Farquaad lávarður ber ábyrgð á, þá fer Shrek af stað með háværan asna sér við hlið til að sannfæra Farquaad lávörð um að láta sig fá fenin sín aftur. Í staðinn verður til samningur. Farquaad, sem vill verða konungur,... Lesa meira

Þegar græni risinn Shrek kemst að því að fenjasvæðið hans er orðið yfirfullt af einhverjum ævintýrapersónum, sem hinn slóttugi Farquaad lávarður ber ábyrgð á, þá fer Shrek af stað með háværan asna sér við hlið til að sannfæra Farquaad lávörð um að láta sig fá fenin sín aftur. Í staðinn verður til samningur. Farquaad, sem vill verða konungur, sendir Shrek til að bjarga Fiona prinsessu, sem bíður eftir hinum eina og sanna draumaprinsi í turni sínum, sem eldspúandi drekar vernda. En þegar þeir snúa aftur með Fiana með sér, þá er hinn ólögulegi risi, Shrek, ekki einungis orðinn ástfanginn af hinni fögru prinsessu, heldur býr Fiona yfir stóru leyndarmáli. ... minna

Aðalleikarar


Shrek er góð teiknimynd(Japanskar eru náttúrulega bestar)sem varð mjög vinsæl enda ástæða til,hún er ekki eins og flestar teikni myndir(t.d frá Disney),gerir grín af þeim og er jafn mikið fyrir fullorna og frægir leikarar tala fyrir skemmtilegar persónur,Mike Myers,Cameron Diaz og Eddie Murphy.Persónurnar eru fínar,sérstaklega asninn sem Eddie Murphy talar fyrir(í ensku útgáfunni,ég sá hana reyndar á Íslensku fyrst).

Shrek(Myers)er grænt ógnvekjandi,lokaðann,ókurteisann grænan risa sem býr í sinni drullugu mýri þar sem enginn þorir að koma nálægt,alveg eins og hann vill.En svo þegar heill hellingur af ævintýrapersónum eru geymdar þar því illur greifi vill það.Hann er að reyna að losna við og handsama allar ævintýrapersónurnar.Shrek vill auðvitað losna við þau og fer ásamt asna með munnræpu(Murphy)að leita uppi þennan greifa sem er hugsanlega bygður á Hitler eins og Hrannar skrifaði.Shrek kemur en þarf að finna prinsessuna Fionu(Diaz)sem er vöktuð af eldspúandi dreka í kastala sínum og færa greifanum hana.Því greifinn þarf prinsessu til að verða kóngur.

Myndin er ágætlega fyndin(held að ég sé of gamall fyrir suma brandarana núna).

En sumir er kannski full barnalegir.Hún er mjög vel gerð og vel gerð og útlitið er flott. Mér finnst Shrek betri en framhaldsmyndin Shrek 2 sem var samt góð en mjög ofmetin mynd.Eddie Murphy er leikari sem fer ólýsanlega mikið í taugarnar á mér en fer á kostum í Shrek.Kíkið á shrek ef þið hafið áhuga ef þið hafið ekki séð hana en þetta er engin must see mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er frábær mynd, mig minnir að myndin hafi fengið óskarinn. Eddie Murphy er lang fyndnastur, Mike Meyers (Austin Powers) og Cameron Dias(The Mask)eru líka mjög góð. Myndin fjallar um tröllið Shrek sem lifir góðu lífi en hann hatar óboðna gesti.En svo einn dag er allt í einu fullt af Disneypersónum í garðinum hans, svo fréttir hann að einhver kóngur setti þau þangað.Hann og asninn(Eddie Murphy) fara svo til konungshallarirnar og kóngurinn sendir þá tvo til að bjarga prinsessunni Fíónu(Cameron Dias)frá dreka og þeir ná að bjarga henni og svo kemst hún að Shrek er ekki draumaprins heldur ljótt tröll. Og svo á leiðinni heim hitta þau Hróa Hött og félaga hans sem skýtur ör í rassinn á Shrek og þá verður Fíóna reið og rotar alla gaurana.Og svo koma þau heim aftur en Fíóna þarf að giftast kónginum. En Shrek vill það ekki og gerir uppreisn vegna giftingarinnar. En svo sjá allir að Fíóna er líka tröll eins og Shrek. Þá verður kóngsi reiður og reynir að handtaka Shrek og drepa Fíónu. Þá kemur asninn upp um glugga á baki drekans og drekinn étur kóngsa og allt fer vel. Núna er ég búinn að segja mjög mikið um Shrek. Góða skemtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef séð Shrek tvisvar og ég er ekki að fatta snildina við hana. Fyrst þegar ég sá hana fannst mér hún ömurleg (kannski útaf því að það var Íslensk talsetning) og svo sá ég hana aftur um daginn (á ensku). Myndin fjallar í hnotskurn um Shrek (Mike Myers)sem er tröll sem vill ekkert með annað fólk eða aðrar verur hafa. Hann lyfir hamingjusamur í feninu súnu enda er þar nóg af öllu sem hann þarfnast. Aðalskemtun hans er að hræða líftóruna úr mönnum. En einn daginn fyllist fenið hans af ævintýraverum og er það verk hins illa Lord Farquaad (John Lithgow). Shrek er vitaskult hundfúll með það og arkar hann af stað til að hitta Lord Farquaad og fær hann í lið með sér málóðan asna (Eddie Murphy). Þegar á hólminn er kominn gerir Lord Farquaad samning við Shrek um að hann eigi að bjarga hinni fögru Fionu (Cameron Diaz) og ef honum tekst það fær hann fenið sitt aftur. Og leggja þeir Shrek og Asni upp í mikla svaliðför til að bjarga prinsesunni. Þessi mynd er svakalega vel gerð og hafa teiknaranir staðið sig mjög vel og er ekkert rangt að tæknileguhlið myndarinar. Það er hinns vegar sagan og handritið sem draga myndina niður. Sagan er blanda af mörgum sögum sem eru fléttaðar inn í nýa og er þetta mjög góð hugmynd en því miður virkaði hún alls ekki. Gömlu góðu persónunar eins og Gosi og fleiri eru svo miklar aukapersónur að maður tekur vart eftir þeim og maður fær einga tilfingu fyrir þessari sögu. Svo verður væminn yfirþyrmandi í lokinn að manni verður óglat. Talsetningin í myndini er góð og standa þau Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz og John Lithgow öll fyrir sínu og þá sérstaklega Eddie Murphy sem á stórleik sem Asnin. Brandaranir í myndini eru ágætir og eru þeir einir af fáum björtu ljósunum í handritinu. Shrek hlaut óskarsverðlaunin 2001 sem besta teiknimyndin og var það mjög óverðskulda þar sem Monsters inc. var sama ár og er það mun betri mynd. Niðurstaðan er semsagt sú að Shrek er myndin sem á sína góðu punkta en hún er samt ekkert meistaraverk. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég skil ekkert hvað er gott við þessa mynd,það eru fullorðnir menn að gefa þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu!!!!! Söguþráðurinn er ein mesta klisja sem ég hef nokkurt tímann séð en það er auðvitað að fallega prinsessan (Cameron Diaz,Charlies Angels) að giftast vonda prinsinum (John Lithgow,3d rock From The Sun) og vinalega tröllið (Mike Myers,Austin Powers) ætlar að bjarga henni. Þvílík sóun á góðum leikurum, þessi mynd er fyrir þá með lélegan húmor (ekki móðgast).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Komiði sæl, í þriðja sinn.


Ég virðist ekki geta hætt þessum Disney-greinum mínum og sýnir það örugglega mjög mikið um hvað lítið ég hef að gera á daginn en ég ætla núna að skrifa um Shrek. Shrek var gerð árið 2001 í samvinnu Disney við DreamWorks. Það má með sanni segja að þetta sé bráðskemmtileg mynd með fullt af skemmtilegum karakterum sem hafa komið áður í mörgum ævintýrum.


Shrek - 2001


Leikstjórar : Andrew Adamson, Vicky Jenson o.fl.

Handrit : William Steig, Ted Elliot o.fl.


-

Shrek er vingjarnlegt tröll sem býr í eitt í mýri. Shrek talar ekki við neinn og á enga vini, hann á samt hið fullkomna líf. Enginn truflar hann, nóg af mat og engir óboðnir gestir. Shrek skemmtir sér við að hræða menn sem leita að tröllum og skemmtir sér svo sannarlega vel við það. Einn daginn vaknar Shrek þar sem fjöldinn allur af ævintýra persónum eru fyrir utan heimili hans. Shrek spyr hvað sé í gangi og gerir sér brátt grein fyrir því að Greifinn í landinu er að handsama allar ævintýra persónur og geyma þær á túninu hjá honum. Við fáum að sjá þegar mennirnir í landinu eru að selja ævintýrapersónurnar sínar, t.d. maður að selja Gosa. Ein kona kemur með asna einn að borðinu þar sem fólkið fær peningana fyrir ævintýrapersónurnar. Hún segir hann geta talað. Hermaðurinn, sem tekur við perónunum, biður hann þá um að tala en hann þegir algjörlega. Þá handtaka þeir konuna fyrir að ljúga. Það eru fljótt allir komnir á mýrina hans Shrek, allt frá úlfinum í Rauðhettu til dvergana í Mjallhvít og dvergarnir sjö. Þeir segja Shrek að greifinn hafi hent þeim þangað og lokað þá af inni í mýrinni.


Shrek ákveður þá að fara, með asnanum, til greifans til að fá landið sitt aftur. Þeir lenda í miklum ævintýrum á leiðinni. Við fáum að kynnast því að greifinn er í raun Hitler, hvernig hann talar um að ævintýrapersónurnar eyðileggja hans fullkomnu veröld. Spegillinn úr Mjallhvít og dvergarnir sjö talar við greifann og segir honum að hann þurfi drottningu til að verða kongur. Hann gefur honum þrjár konur til að giftast og hann velur Fionu prinsessu. Eina sem hann þarf að gera er að bjarga henni úr kastala þar sem eldspúandi dreki ræður ríkjum. Það vill svo heppilega til að Shrek er einmitt kominn til greifans þegar hann á að fara og eftir mikla hetjuburði Shrek, þegar hann lemur marga hermenn í klessu, ákveður greifinn að senda Shrek í förina að ná í Fionu. Og ef hann gerir það þá fær hann mýrina sína aftur.


Shrek og asninn fara þá að ná í prinsessuna og lenda í mörgu á leiðinni. Loks koma þeir að höllinni og ná í prinsessuna, hún hafði greinilega planað björgunina mikið því hún vissi alveg hvað gera átti. Eftir að hafa platað drekann komast þeir út og leggja afstað heim. Eitt kvöldið kemst asninn að því að prinsessan er í álögum. Alltaf þegar kvöld kemur þá breytist hún í tröll. Ansinn heldur fyrst að Shrek hafi borðað prinsessuna, en svo virðist ekki vera. Asninn lofar að segja Shrek ekki frá þessum álögum því að prinsessan er orðin svoldið hrifin af Shrek, og það er gagnkvæmt. Greifinn mætir þeim á miðri leið og tekur prinsessuna og ætlar að giftast henni. Þegar athöfnin er þá breytist prinsessan í tröll og segist Shrek elska hana. Eins og allar aðrar Disney myndir þá endar þessi mynd vel.

-


Í myndinni eru mörg skemmtileg lög, eins og Halleluja og mörg önnur. Þetta er mjög skemmtileg mynd sem flestir hafa séð.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn