Aðalleikarar
Shrek 2 er ágætis skemmtun og afþreying en fátt annað en það og mér finnst þessi mynd vera frekar ofmetin. Mike Myers,Eddie Murphy og Cameron Diaz eru kominn aftur og tala fyrir sömu persónur og síðast og Antonio Banderas,John Cleese og Julie Andrews eru tala fyrir stígvélaða köttinn og kóng og drottningu. Jennifer Sanders(hver í bleep er það?) og Rupert Everett tala fyrir álfkonu og son hennar sem er prins. Antoni Banderas og Eddie Murphy hafa alltaf farið rosalega í taugarnar á mér en fara á kostum í sínum hlutverkum. Cameron Diaz sem mér hefur yfirleitt fundið flott talar fyrir Fionu prinsessu og röddin fór í taugarnar á mér. Cameron er eye candy þegar hún er á filmu en þegar maður heyrir aðeins röddina hennar þá fer hún í taugarnar á manni. Mike Myers er fínn í titlhlutverkinu.
Myndin er frekar skemmtileg og fyndin tölvuteiknuð gamanmynd og er betri en Shark tale og The Incredibles sem komu út sama árið.
Shrek og Fiona er nýgift og um leið og þau eru kominn úr brúðkaupsferðinni sinni þá er þeim boðið til foreldra Fionu í í risastóra veislu í tilefni af brúðkaupinu en foreldrarnir eru kóngur og drottning í Far Far Away ríkinu (sem er byggt á Hollywood)og eru rosalega valdamikil,fræg og miklvæg.
En þau ásamt ríkinu vita ekki að nýji tengdasonurinn er grænt tröll og að dóttirin er það líka. Álfkona og guðmóðir Fionu Álfkonan er ekki ánægð þegar hún kemst af þessu því að sonur hennar og draumaprinsinn,draumaprinsinn átti að giftast Fionu og þá mundi hún verða venjuleg. Þau þvinga kónginn að drepa Shrek en hann ræður leigumorðingjann stígvélaða köttinn og ævintýrið byrjar.
Þetta er ein yndilegasta Disney mynd sem ég hef séð Mike Meyers er frábær sem Shrek.Ég mæli mikði með þessari mynd.
Ég átti ekki von á svona frábæri mynd ein besta mynd ársins 2004. Stígvélaði kötturinn finnst mér standa sig með stæl og heldur myndini uppi!. Mike Myers Cameron Diaz og Eddie Murphy ljá karektrunum rödd sína ásamt Anthony Banderas sem slæst í hópinn með þeim. Allir ættu að sjá þessa mynd vegna þess að hún er skemmtileg æðislega vel teiknuð og með heil mikið gæði
Alveg hiklaust ein af bestu myndunum sem var sýnd í bíó á síðasta ári með Spider-man 2. Hér eru allar persónurnar úr fyrstu myndinni komnar aftur auk nýrra stórskemmtilegra persóna. Skemmtanagildið á þessari mynd er stórkostlegt, talsetning hjá helstu leikurum er góð þó að Eddie Murphy verði alltaf með bestu talsetninguna sem hinn símalandi Asni. Besta persónan af þeim nýju er Stígvélaðikötturinn sem er snilldarlega talsettur af Antonio Banderas. Snilldarmynd sem er strax orðin að instant classic.
Vá, það er gott að sjá þegar framhaldsmyndir eru góðar og fyndnar. Söguþráðurinn er frábær og Eddie Murphy hefur loksins gert góða bíómynd. :D:D Nýju persónurnar eru frábærar þó sérstaklega Stígvélaði kötturinn og Draumaprinsinn. Tónlistin er töfrandi og ekkert er betra en að sjá Grimms-ævintýraverur í svona hlutverkum. Tölvugerðin er mun betri en myndin er stundum fyrirsjáanleg. Antonio Banderas er sá besti í myndinni í hlutverki Stígvélaða köttsins.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Jason Behr, Andrew Adamson, William Steig, Cecilia Rivera
Framleiðandi
Dreamworks
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
16. júlí 2004
Bluray:
8. desember 2011
VHS:
4. nóvember 2004
- Queen: So, you live in a swamp? That sounds like a fine place to raise the children.
Shrek: It's a little early to be thinking about that, isn't it?
King: Indeed! I had just started eating.