Náðu í appið
12
Bönnuð innan 7 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Chronicles of Narnia: Prince Caspian 2008

Frumsýnd: 18. júní 2008

150 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Framhald af myndinni Ljónið, nornin og skápurinn. Myndin byggir á bókinni um Kaspían konungsson sem er númer tvö í ritröð ævintýrabókanna um Narníu eftir C. S. Lewis. Eitt ár er liðið í mannaheimum síðan ævintýrum Pevensie barnanna lauk í Narníu. Á þessu eina ári hafa 1300 ár liðið í Narníu og þar geysir nú borgarastyrjöld. Kaspían konungsson... Lesa meira

Framhald af myndinni Ljónið, nornin og skápurinn. Myndin byggir á bókinni um Kaspían konungsson sem er númer tvö í ritröð ævintýrabókanna um Narníu eftir C. S. Lewis. Eitt ár er liðið í mannaheimum síðan ævintýrum Pevensie barnanna lauk í Narníu. Á þessu eina ári hafa 1300 ár liðið í Narníu og þar geysir nú borgarastyrjöld. Kaspían konungsson er réttborinn erfingi krúnunnar en frændi hans, skúrkurinn Míras, hindrar hann frá því að taka við völdum í Narníu. Kaspían blæs í töfrahorn Súsönnu til að fá aðstoð Pevensie barnanna. Pétur, Súsanna, Játvarður og Lúsía dragast inn í Narníu á ný og hjálpa Kaspían að steypa valdaræningjanum Mírasi af stóli. En þetta verður erfið barátta, því Kaspían hefur miklu minna herfylgi heldur en Míras.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Á meðan Ragnarök halda áfram með hruni markaða, pestum og uppskerubrestum þá held ég áfram að horfa á bíómyndir og blaðra um það á netinu. Úff, það var kvöl og pína að horfa á þessa mynd. Við erum að tala um 150 mín. af máttlausu ævintýri þar sem krakkakjánar stráfella fíleflda stríðsmenn í tugatali allt án þess að það sjáist í einn einasta blóðdropa. Ok, ég veit að þessi mynd er gerð fyrir börn en ég gat ómöglega tekið mark á þessum pirrandi börnum sveiflandi allt of stórum sverðum og skjótandi örvum sem hitta beint í hjartað í hvert einasta skipti. Allt of mikið af þessari mynd er svo stolið beint úr ákveðinni fantasíu trilógíu sem þarf ekki að nefna. Það var ekki að finna einn einasta góðan leikara í þessum hópi, þar með talinn náungann sem leikur prinsinn góða. Ég vona að ég sjái þann leikara ekki aftur.

C.S. Lewis er auðvitað virtur rithöfundur og ég get varla tjáð mig um bókina, það eru örugglega 15 ár síðan ég las hana. Mér skilst að sögunni hafi verið breytt talsvert fyrir myndina sem er óskiljanlegt. Það er samt fullt af klysjum sem er erfitt að réttlæta. Vondi frændinn sem reynir valdarán er grunnur og ótrúverðugur karakter. Sverðfima talandi músin kom beint úr Shrek 2. Svo allt þetta með hvort að Aslan sé lifandi eða ekki, yugh. Allar þessar ævintýraverur mistókust líka herfilega. Þið skynjið það kannski á mér að ég var ekki að fíla þessa mynd. Það var samt ekki allt slæmt, hún fær 1 stjörnu frá mér fyrir fallegt landslag og góða tónlist.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Enginn Miðgarður, samt gott
Ég er einn af þeim sem að tel fyrstu Narniu myndina vera bara hin þokkalegasta skemmtun. Hún er litrík, skuggalega vel gerð og að einhverju leyti sjarmerandi... Auðvitað var hún algjör Kók light útgáfa af Lord of the Rings, og e.t.v. Pepsi Max útgáfan af Harry Potter. Annars hef ég alltaf verið meira Dr. Pepper maður sjálfur...

Prince Caspian er klárlega þroskaðri saga. Persónurnar eru áhugaverðari, atburðarásin þéttari og betur uppbyggð. Einnig eru brellurnar flottar sem fyrr og útlit álíka gallalaust og sótsvarta, silkimjúka hárið á titilkarakternum. Ég ætla samt ekki að segja að Prince Caspian sé betri mynd. Hún er jafngóð/fín. Hana vantar nefnilega sjarmann sem sú fyrri hafði og gamla góða fantasíukeiminn. Þessi mynd er meira hrá og virkar meira eins og miðaldar stríðsmynd með viðbættum dýrum sem geta talað. Ekki þó að það sé neitt of slæmt. En það er a.m.k. bókað að hér sé engin hefðbundin barnamynd á ferðinni.

Annars voru ungu leikararnir mjög ánægjulegir og enginn neitt óþolandi, sem er kraftaverki líkast þegar um barnaleikara er að ræða. Ben Barnes kom líka vel út sem Caspian, metrósexual spánskt-hönk sem er viðkvæmari en maður heldur undir yfirborðinu. Leiðinlegt samt hvað karakterinn var mikil kelling.

Annars gengur myndin nokkuð vel upp þrátt fyrir að húmorinn sé stöku sinnum pínu í átt að yngri áhorfendum (var Reepacheep virkilega ÞAÐ mikilvægur?? Eins mikið og ég dýrka Eddie Izzard þá fannst mér hann alveg mátt fara) og lokasenurnar í myndinni, þrátt fyrir að vera rosalega flottar, skildu mann eftir í svolítið fúlu skapi, en það gerist oftast þegar maður fær deus ex machina endi sem er ekki bara flokkaður sem "redding" heldur einnig kjánalegur.

En þrátt fyrir það, þá skemmti ég mér vel og leiddist ekki í mínútu. Þetta er ágætt ævintýri og klárlega með því betra sem hægt er að finna nú um sumarið. Ég tala nú ekki um hvað þetta er mun betra en síðasta framlagið til fantasíugeirans, The Golden Compass. Úff...

Ég segi 7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn