Náðu í appið
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barna

The Chronicles of Narnia: The Lion, the Witch and the Wardrobe 2005

Frumsýnd: 26. desember 2005

Some journeys take us far from home. Some adventures lead us to our destiny.

143 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 75
/100

Fjögur börn úr sömu fjölskyldu þurfa að flýja úr bænum af því að fyrri heimsstyrjöldin er hafin. Kona og prófessor, taka börnin að sér. Þegar þau eru í feluleik einn daginn og eru að leita að þeirri yngstu, Lucy, finnur hún fataskáp sem hún felur sig í. Hún fer alltaf dýpra og dýpra inn í skápinn, og finnur þar stað sem heitir Narnia. Eftir að... Lesa meira

Fjögur börn úr sömu fjölskyldu þurfa að flýja úr bænum af því að fyrri heimsstyrjöldin er hafin. Kona og prófessor, taka börnin að sér. Þegar þau eru í feluleik einn daginn og eru að leita að þeirri yngstu, Lucy, finnur hún fataskáp sem hún felur sig í. Hún fer alltaf dýpra og dýpra inn í skápinn, og finnur þar stað sem heitir Narnia. Eftir að hún er búin að fara þangað tvisvar, þá fara börnin fjögur þangað saman. Þau berjast við úlfa, hitta talandi dýr, hitta illa hvíta norn og einnig ótrúlegt ljón að nafni Aslan. Munu þetta verða endalokin á ferð þeirra til Narniu, eða munu þau dvelja þar áfram?... minna

Aðalleikarar

LOTR með bættum sykri
Fantasíu-bókmenntir hafa undanfarin ár verið eitt heitasta fyrirbærið fyrir kvikmyndaefnivið. Eftir velgengni Lord of the Rings og Harry Potter-myndanna mætti segja að það hafi orðið óhjákvæmalegt að hinar kristilegu bækur C.S. Lewis yrðu færðar yfir í sama form.

The Chronicles of Narnia: The Lion, The Witch and the Wardrobe (ekki ætlast til að ég nefni þennan titil aftur í heilu lagi) er augljóslega vönduð kvikmynd, og mjög trú uppruna sínum (bók sem ég fílaði svona la-la). Hún er líka mjög fjölskylduvæn, á köflum fyndin og hjartnæm en yfir heildina er hún bara skemmtileg, og það er mjög mikilvægur þáttur þegar um ævintýri er að ræða.

Ég held að myndin slái hvergi feilnótu hvað útlit varðar. Hvert einasta horn og næstum því hver rammi er listaverk í sjálfu sér. Sviðsmyndir, tæknibrellur og önnur hönnun kemur glæsilega út.

Einnig verð ég að viðurkenna að hver einasti barnaleikari hafi staðið sig með mjög góðum tilþrifum, og það er alltaf stór plús þegar einhver á svona ungum aldri kemst hjá því að vera óþolandi. William Moseley og Georgie Henley voru sérstaklega sjarmerandi sem elsta og yngsta systkinið. Tilda Swinton stendur sig líka vel í hlutverki nornarinnar, þótt mér þyki það alltaf hálf furðulegt hversu oft manneskjan leikur sérkennilegar (og oftast ekki mjög jarðbundnar...) persónur.

Það eru ákveðnir töfrar sem finnast í þessari mynd, þótt nokkrar senur eiga til með að vera heldur barnalegar. Tölvuvinnan er líka mjög fín almennt þótt einu sinni eða tvisvar er alvarlega áberandi vottur af bluescreen eða það að nokkur dýrin virki of mikið sem tölvuhönnun frekar en eitthvað sem fellur inn í umhverfið. Ljónið Aslan væri ágætt dæmi þar á meðal. Stundum fannst mér hann ekki vera 100% trúverðugur miðað við umhverfið, og ég verð að draga fram ákveðnar efasemdir um notkun raddar Liam Neeson. Kannski þetta bitni meira á sjálfum mér en mér fannst eins og ég væri meira að hlusta á leikarann lesa inná myndina fremur en goðsögnina sem hann átti að vera að túlka.

Myndin er líka óneitanlega í lengri kantinum, og uppbyggingin er stundum hálf ryðguð, en þegar á heildina er litið er lítið sem hefði getað verið sleppt, svo hún kemst upp með það. Annars get ég ekki betur séð fyrir mér en að Narnia eigi eftir að gera góða hluti fyrir áhorfendur og almenna aðdáendur bókanna. Svo eru sterkar líkur á því að við munum sjá annan hluta (Prince Caspian) úr þessari seríu fyrr en varir.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Narnia The Lion, the Witch and the Wardrobe er frábær mynd. Besta mynd ársins! Ég held meira að segja að hún hafi toppað Harry Potter. Það er nú bara útaf því að það var alltof miklu sleppt úr Harry Potter and the Goblet of Fire. Ég sá þessa mynd í gær og ég elska hana! Hún getur látið mann hlæja dátt, en stundum forðast maður það að fella tár. Hún er einsog ég segji stundum sorgleg en hún endar samt vel. Samt finnst mér auglýsingin eyðileggja allt. ég vona að þið takið eftir hvað augýsingin eyðilagði því að ég segji ekkert hér...ég myndi eyðileggja. En þetta er einsog ég segji FRÁBÆR mynd og ég hvet alla til að horfa á hana. Ég á bókina og get ekki beðið eftir því að lesa hana. Ég veit að það koma fleiri Narniu myndir og vonandi bráðlega. ég hvet alla þúsund sinnum til að fara á myndina. Þetta er mynd sem þú villt alls ekki missa af. ég gef þessu meistaraverki fjórar stjörnur! (því það er ekki hægt að gefa fleiri)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég las bækurnar þegar ég var lítil og mér finnst Narnía alveg standa undir væntingum! Myndin hélt sig vel við söguna og hún var bara ansi fyndin líka. Hvet hvern sem hefur gaman af góðum ævintýra myndum að sjá þessa mynd því hún er frábær!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bíóferðin mín á Narniu byrjaði svona eins og ósköp venjulegar bíóferðir: Þegar ég kem í bíóið er ekki þverfótað fyrir fólki. Þegar ég loksins kemst í röðina átta ég mig á því að ég hef gleymt gleraugunum mínum heima. Ég hleyp heim, og þegar ég kem aftur er engin röð að miðasölunni. Ég kaupi miða, og ætla að fara að kaupa mér popp og gos, en kemst þá að því að öll röðin að miðasölunni hefur færst að sjoppunni... Dæmigert.

Sem betur fer fékk ég það allt endurgreitt, og svo mikið meira. The Chronicles of Narnia: The Lion, the Witch and the Wardrope er byggð á samnefndri bók eftir C.S. Lewis. Narniu bækurnar eru mínar uppáhalds bækur, og þrjár þeirra standa uppúr: The Silver Chair, The Voyage of the Dawn Treader og The Lion, The Witch and the Wardrope, bókin sem þessi mynd er gerð eftir. Þegar ég frétti að gera ætti mynd um hana, varð ég (auðvitað) alveg rosalega spenntur, fór látlaust inná heimasíðu myndarinnar til að skoða fréttir af henni, og var alltaf að horfa á auglýsingar (trailera) eða stuttmyndir um gerð myndarinnar. The Lion, the Witch and the Wardrope er gerð eftir fyrstu Narníubókinni sem C.S. Lewis skrifaði, en annarri bókinni í tímaröðinni (á eftir The Magicians Nephew), og fjallar um fjögur börn sem eru send uppí sveit til frænda síns, Digory Kirke, á meðan seinni heimstyrjöldin vofir yfir. Yngsta stelpan, Lucy, finnur einn daginn gríðarstóran skáp og ákveður að fela sig í honum, þar sem að krakkarnir eru í feluleik. En hún kemst að því að þetta er töfraskápur, sem liggur beint inn í töfralandið Narniu. Hún kemst að því að í Narniu hefur verið vetur í heila öld. Ástæðan fyrir því, er að Hvíta Nornin (The White Witch) hefur skipað sig sjálfa drottningu yfir Narniu og látið ríkja endalausan vetur, þó að engin jól komi... Tölvufyrirtækið Weta sér um tæknibrellur myndarinnar, sem eru gjörsamlega frábærar, enda sama fyrirtækið og vann við gerð The Lord of the Rings myndanna. Ef ég hefði ekki séð þátt um gerð myndarinnar hefði ég líklega haldið að ljónið Aslan væri alls ekki tölvugert, svo flott og eðlilegt er það. Tónlist myndarinnar er eftir Harry Gregson-Williams, og ég verð að segja að þetta er ein yndislegasta tónlist sem heyrst hefur í bíómynd að mínu mati (fyrir utan tónlist eftir Danny Elfman og tónlistin í The Lord of the Rings eftir Howard Shore). Síðan eru það leikararnir: Georgie Henley leikur yngsta systkinið, Lucy, og gerir það alveg ágætlega, miðað við hversu ung hún er. Skandar Keynes virkar ekki alveg í hlutverki Edmunds. Hann er ekki nógu svona... “Illgjarn” eins og hann á að vera, svíkur systkini sín fyrir nammi, og níðist á yngsta systkini sínu. Anna Popplewell leikur síðan næstelsta systkinið, Susan, mjög vel, enda er hún auðvitað aðeins eldri en Georgie og Skandar (þó að það segi kannski ekkert alltof mikið um leikarana). Hins vegar er William Moseley frábær sem elsta bróðirinn, Peter. Hann er gjörsamlega alveg eins og ég ímyndaði mér hann, hugrakkur og hugljúfur unglingsstrákur, sem gætir systkina sinna vel, en samt svolítið hræddur við að beita sverði. Síðan er það Tilda Swinton sem leikur Hvítu nornina eða The White Witch. Hún leikur hana mjög vel, en samt er það karakterinn og útlitið sem fer í taugarnar á mér. Í bókinni er hún dökkhærð og náföl, og miklu stærri heldur en venjuleg manneskja, hálfgerður risi, og miklu hræðilegri, miklu illgjarnari og miklu hættulegri. Andrew Adams, sem leikstýrði Shrek 1 og 2 leikstýrir þessari mynd, og sannar að hann á miklu meira skilið en að leikstýra bara teiknimyndum (þó að sumar teiknimyndir séu mjög góðar) og ég vonast eftir að sjá fleiri myndir eftir hann á næstunni (ef ekki bara aðra Narniumynd). Narnia er semsagt frábær ævintýramynd sem allir ættur að sjá. Ég bíð spenntur eftir næstu mynd, Prince Caspian (ef hún verður gerð), og vona að hún verði eins góð og þessi.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er stórkostleg og er algjör unun að horfa á, að mínu mati. Er virkilega flott gerð, mikill hasar og flottur heimur sem er skapaður fyrir Narniu. Svo er Tilda Swinton virkilega (köld) í hlutverki sínu sem Ísdrottningin. Brellurnar eru einnig mjög vel gerðar. Þó að ég hafi ekki lesið nein af verkum C.S. Lewis, þá er ég nokkuð viss um að Narnia gæti ekki verið flottari gerð en hérna. Allavega, stórskemmtileg ævintýramynd sem ég mæli með fyrir alla að sjá sem fyrst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn