Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Dogma 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. apríl 2000

Get 'touched' by an angel.

130 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Starfsmaður á fóstureyðingaspítala, með sérstaka arfleifð, fær það verkefni beint frá Guði að koma í veg fyrir að tveir englar, sem Guð rak úr himnaríki, komist aftur til himna, en til þess fær hún hjálp frá tveimur óvenjulegum spámönnum, Jay og Silent Bob. Með hjálp Rusus, lítt þekkta 13. postulans, þá þurfa þau að ryðja ýmsum úr vegi, og... Lesa meira

Starfsmaður á fóstureyðingaspítala, með sérstaka arfleifð, fær það verkefni beint frá Guði að koma í veg fyrir að tveir englar, sem Guð rak úr himnaríki, komist aftur til himna, en til þess fær hún hjálp frá tveimur óvenjulegum spámönnum, Jay og Silent Bob. Með hjálp Rusus, lítt þekkta 13. postulans, þá þurfa þau að ryðja ýmsum úr vegi, og koma í veg fyrir að englarnir komist til himna.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Dogma er alveg meiriháttar mynd, og með bestu myndum Kevin Smith. Bartelby og Loki eru tveir englar sem Guð hefur gert útlæga frá ríki sínu. Markmið þeirra er að komast aftur inn til himna gegnum kirkju eina í New Jersey, sem myndi leiða til enda heimsins. Kona ein sem vinnur á sjúkrahúsi, er talin vera The Last Exile(or some shit like that). Hennar verkefni er að koma í veg fyrir að Bartelby og Loki komist ekki inn í kirkjuna. En hún er ekki ein í þessu, og fær hún í lið með sér skemmtilega föruneyta. Fyrst fær hún engil, sem er Rödd Guð. Hennar leiðbeinanda(sorta). Svo fær hún spámennina, sem eru í formi hinna stórundarlegu félaga Jay og Silent. Svo á leið þeirra fellur frá himnum Rufus, sem á að vera 13 postullinn. Og einnig fá þau Serendipity, sem er... I don't know what. En það eru líka hindranir. Þar er helst Djöfull einn sem þráir ekkert meir en að Loki og Bartelby komist inn, og gerir allt sem í hans valdi stendur til að afreka það. Ná þeir félagar að komast í kirkjuna eða munu föruneytið stoppa þá? Eins og ég sagði, Dogma er alveg brilliant mynd. Hér er allt sem virkar: Handrit Kevin Smith er gott, karakterarnir jafn skemmtilegir eins og er vanalegt í Kevin Smith mynd, húmorinn snilld, skemmtanagildið er enn jafn brilliant og vanalega og svo er hún verulega vel gerð hvað varðar brellur, förðun og sviðsmynd. Þó svo þessi mynd sé svona að parti til að gera grín að Biblíunni(verandi í kirkju sjálfur), gæti mér ekki verið meir sama og lít á þetta sem mjög saklausan brandara. Þá eru það leikararnir, og hér er skrautlegt teymi á ferð. Þeir félagar Matt Damon og Ben Affleck eru svalir í hlutverkum Loki og Bartelby. Linda Fiorentino: Hef nú ekki séð hana í mörgum myndum, en man eftir henni frá Men In Black. Og hún kemur skemmtilega á óvart í hlutverki The Last Exile og mjög gaman að henni. Alan Rickman er alltaf góður og traustur að vanda, og ekkert er hann verri hér í hlutverki Rödd Guðs/engils. Svo eru Jason Mewes og Kevin Smith alveg óaðfinnanlegir í hlutverkum Jay og Silent Bob. Chris Rock er mjög skemmtilegur í hlutverki Rufus. Salma Hayek er alltaf jafn fögur og alveg ágæt í hlutverki Serendipity og Jason Lee er alveg einstaklega svalur í hlutverki hins miskunnlausa Djöfuls. Lokaniðurstaða: Dogma er topp skemmtun og mæli hiklaust með að allir sem fíla grófan húmor, skemmtilegar persónur og allt það sem einkennir góða Kevin Smith bíómynd, að sjá þessa ef þið eruð ekki nú þegar búin að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Dogma kom út árið 1999, og var hún strax orðin mjög umdeild þá, því að hann var mikið að gera grín af biblíunni, eða það sögðu þeir strangtrúuðu, og voru margir strangtrúaðir kaþólikar móðgaðir. En eins og hann sagði í byrjun myndarinnar að þetta væri nú bara grín.








Myndin er lauslega um tvo engla, Loka og Bartleby sem voru reknir úr himnaríki, en nú hefur Bartleby fundið smugu til að þeir gætu komist aftur í himnaríki. Og er það í verkahring Bethany konu sem vinnur á stofu sem sér um fóstureyðingar, það er í hennar verkahring að stoppa þá að komast til himnaríkis. Og fær hún í lið með sér enga aðra en Jay and Silent Bob. Því ef þeir komast til himnaríkis á heimurinn eftir að farast.








Dogma er fjórða mynd Kevin smith, og er hún alveg frábær eins og allar hinar myndir hans, og það er gaman að segja frá því að hann skrifaði handritið á þessari mynd áður en hann skrifaði handritið af Clerks, en vildi ekki gera hana fyrr en hann gæti gert hana með betri tæknibrellum og eitt meiri peninga í hana. Hann ætlaði að gera myndina eftir Mallrats, og þeir sem hafa séð Mallrats þá kemur í endan, You will see Jay and Silent Bob next in Chasing Amy, en það átti upprunnalega að vera You will see Jay and Silent Bob next in Dogma, en Smith fannst hann ekki nógu fær ennþá, til að gera Dogma svo hann frestaði þessu alltaf meira og meira. Svo hann hafði myndina ávalt bak við eyrað.








Myndin er svona svört kómedía, sem já gerir létt grín af þessu öllu saman, þ.e.a.s. biblíunni, og kannski breytir þessu aðeins, og gerir hana bara skemmtilegri, megum nú ekki taka öllu allt of alvarlega.








Þegar það var verið að mótmælendur myndarinnar voru eitt sinn að mótmæla við frumsýningu þessar mynd, slóst Kevin Smith í för með þeim og mótmælti með þeim, og þau hefðu ekki hugmynd um að hann væri leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar.








En í heildina litið er myndin ótrúlega góð, ótrúlega fyndin og bara bráðskemmtileg. Endilega takið þessa ef þið fílið Smith og myndir hans.








Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Dogma er mjög góð mynd og er glæsilega vel gerð. Hún var svo pottþétt á því að vera tilfnefnd sem besta mynd á sínum tíma(ég veit það ekki). Sá sem leikstýrir þessari mynd heitir að nafni Kevin Smith(Mallrats,Chasing Amy,Jay and Silent Bob Strikes back) sem skrifaði handritið líka sem er bara gott enn hann er betur þekktur undir nafninu Silent Bob sem kemur nú nokkuð mikið í sögu með hálfvíta vininum sínum Jay. Myndinn er með fullt af góðum leikurum sem helst má nefna:Chris Rock(Down to earth,lethal weapon4,Jay and silent bob strikes back),Ben Affleck(Daredevil,gigli,from dusk till dawn),Matt Damon(Good will hunting,Bourne Identity) og fullt af fleiri góðum leikurum. Myndinn er svoldið löng en er samt passleg því það er gaman að horfa á þessa mynd. Það eru margir hér sem segja það að hún grínmynd,jájá... það voru nokkur mörg fyndinn atriði enn mér finnst að hún ætti ekki að flokkast undir grínmynd. Hún ætti(hún er reyndar) að flokkast undir drama eða spennumynd enn það skiptir svo sem ekki voðalega miklu máli. Til að vita bókstafslega vit eitthvað um myndinna þarf ég nú að segja helst allt sem gerist í myndinni. Myndinn fjallar um tvo engla, þeir heita Bartleby(Ben affleck) og Loki(Matt Damon). Þeir eru nýkomnir til himna og þeir líða eiginlega illa hjá Guð(eða einhvern annan í himinum). Þeir sjá einn daginn auglýsingu að einn prestur hefur breytt nafni Jesú krist til Buddy Jesus. Þeir verða vondir og ætla að drepa þá. Annar staðar í bandaríkjunum(New Jersey held ég) hittir ein kona einn engill að nafninu Metatron(Alan Rickman) sem segir henni konunni sem er undir nafninu Bethany(Linda Fiorentino) að hún hefur verið valin af Guði til að stöðva þessa engla(MJÖG skrýtið). Hún fær smá hjálp með félegunum Jay og Silent Bob og síðar hitta þau þrettánda lærisveininn hans Jesú sem ber undir nafninu Rufus(Chris Rock) sem segist ekki vera í nýju testamenntinu vegna þess að hann var blökkumaður(Kjaftæði). Og svo eru vondu englarnir tveir með þrjá íshockey gaura sem drepa fólk fyrir þá með íshockey kylfum(Skrýtið). Það er bara einn spurning: Munu þau stöðva englanna eða munu þeir sigra hina góðu. Myndinn er eiginlega bara ein góð kjaftæðis mynd en er samt mjög góð fyrir svona drama/spennu mynd. Kannski er þetta satt, Rufus er til, Englar eru vondir og ætla drepa fólk. Nei! þetta er mjög flott bull eftir Kevin Smith. Vissuð þið að Matrix og þessi mynd eiga tvennt sameiginlegt, Þær voru búinn til á sama ári(1999) og eru bæði ruglmyndir.Leikararnir stóðu sig vel og þá sérstaklega Chris Rock því að hann var eiginlega mjög fyndinn í þessari mynd og sömuleiðis Jay og Silent Bob. Linda Fiorentina leikur aðalhetjuna bara vel og Matt Damon of Ben Affleck(þótt mér finnst Ben leiðinlegur) eiga þeir líka skilið klapp sem englarnir tveir. Myndinn var bönnuð(held það) á sínum tíma og það get ég skilið vel(Ekki eins og mig langi það) og örugglega er þetta hryllingur hjá Guð fólkum í Ísrael. Mér fannst þessi ein af þeim bestu mynd sem ég hef séð árið 1999 enn aðeins The Matrix var betri. Eins og ég sagði áðan er þetta vel leikinn,Góður drama í myndinni, Fínn húmor og góður hasar og spenna. Hún er líklega mynd sem ekki mun gleymast fljótt enn hún er aðeins fimm ára gömul mynd. Þetta er pottþétt mynd sem þú verður eiginlega að kíkja á því þetta er bara mjög góð mynd sem á skilið þrjár og hálfa stjörnur enn missir eina vegna MJÖG skrýtnum söguþráð. Þetta er ekki mynd fyrir suma,sumir vita örugglega hvað þessi mynd er um svo ég læt vita það að fylgjst vel með myndinni. Kannski hirti þessi mynd einhverja óskarsverðlaun,hver veit. Þetta var það sem þurfti eiginlega að segja um myndinna Dogma. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tveir englar að nafni Loki (Matt Damon), drápsengill Guðs og Bartleby (Ben Affleck), Grigori engill (varðengill) voru reknir úr himnaríki og forbannaðir til að dvelja á versta stað á jörðu, verri en sjálft helvíti, Wisconsin- fylki í Bandaríkjunum að eilífu. Þeir hafa dvalið þar í nokkra áratugi og loksins hafa þeir fundið leið aftur til himnaríkis (sem ég nenni ekki að útskýra).

En það er ekki jafn auðveld og þeir halda. Ef þeir ná að komast aftur upp til himnaríkis muna þeir sanna að Drottinn hefur rangt fyrir sér og þar með eyða allri tilveru.

Drottinn almáttugur ætti nú ekki erfitt með að stoppa þessa tvo engla en hann er týndur. Þess vegna ákvað Metatron (Alan Rickman), eða rödd Guðs, engill úr æðsta englaskaranum, eða eins og þeir nefnast serafi. Ákvað að senda síðasta útsendarann, Bethany Sloane (Linda Fiorentino), að stöðva Bartleby og Loki. Hún fær enga minni menn með sér í lið en spámenninna, Jay (Jason Mewes) og Bob (Kevin Smith). Einnig með henni kemur þréttandi lærissveinninn, Rufus (Chris Rock) og eru þau fjögur rosalega fyndin saman.

Í öðrum stórum hlutverkum eru Salma Hayek sem skáldagyðjan Serendipity og Jason Lee sem fyrrverrandi skáldagyðju.

Þessi mynd er skylduáhorf fyrir alla. Ég mæli kannki ekki með fyrir þá sem getað ekki tekið Guði með kimnigáfu, til dæmis Gunnari í Krossinum. Þótt að Dogma er auðvitað bara grín er sumt í henni ekki galið.

Maðurinn bakvið myndina er Kevin Smith (Clerks, Mallrats, Chasing Amy og Jay and Silent Bob Strike Back) eins og ábyggilega flestir vita en er þetta að mínu mati hans besta mynd. Og eflaust besta grínmynd allra tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fínasta mynd Kevin Smith sem flestum ætti að líka við. Ég er enginn Smith fan en þetta er besta myndin hans.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.02.2019

The Favourite sigursæl á BAFTA

Í gær var tilkynnt um það í Lundúnum hverjir hefðu hreppt hin eftirsóttu BAFTA verðlaun, sem stundum eru nefnd bresku Óskarsverðlaunin. Sigursælastar voru kvikmyndirnar The Favourite, Roma og Bohemian Rhapsody. The Favourite...

16.12.2018

Kalt stríð besta evrópska kvikmyndin

Cold War, eða Kalt stríð, eftir pólska leikstjórann Paweł Pawlikowski, sem sýnd hefur verið síðustu daga og vikur í Bíó paradís, var sigursælasta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem fram fóru í gær, laugardag....

02.01.2014

Kevin Smith samkvæmur sjálfum sér

Kevin Smith virðist aldrei fara troðnar slóðir þegar það kemur að því að gera kvikmyndaverk. Aðdáendur leikstjórans bíða í ofvæni hvað hann taki að sér næst. Smith hefur þó verið duglegur í gegnum tíðina að gefa aðd...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn