Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Master of Disguise
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað þarf ég að segja meira en að ég fór út í hléinu!!!!! Gleymið þessari - ekki einu sinni á vídeó!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Elling
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég var kominn út af myndinni og settist inn í bílinn var ég ennþá brosandi. Þessi mynd er frábær vægast sagt! Það er aldrei hægt að segja það að góðar myndir þurfi að vera með þekktum leikurum - framleiddar í Hollívúdd og kosti milljarða í framleiðslu. Þessi mynd er sönnunin á að sú regla er röng. Ég held að það sé rétt að segja líka aðeins frá um hvað myndin er... Elling og Kjell Bjarne eru tveir VIRKILEGA sérstakir gaurar sem hafa nánast alla sína tíð búið á stöðum sem ríkisstjórnin hefur umsjón með. Það er þó komið að því að þeir tveir fá tækifæri til að flytja saman í litla íbúð í miðbænum og athuga hvort líf þeirra breytist ekki til hins betra. Það er ekki laust við það að við þessa flutninga breytist líf þeirra á afdrifaríkan hátt. Elling, sem er nettur og ótrúlega sérvitur, áttar sig allt í einu á því að hann getur farið að yrkja ljóð og fer í krossferð um bæinn að lauma ljóðum inn í súrkálspakka í matvöruverslunum undir dulnefninu E (hann telur það vera meira listamannslegt að fara undir huldu höfði). Kjell Bjarne sem er með konur og kynlíf á heilanum kynnist óléttri konu sem á heima í sama stigagangi - greyið hún .... eða hvað?

Það er hægt að hugsa sér að líkja þessari mynd að mörgu leyti við Engla Alheimsins en samt þó á allt annan hátt - þessi mynd er virkilega fyndin og á margan hátt sérstæð að því leyti að við þekkjum svo mörg einkenni í myndinni úr okkar eigin lífi!!!

Drífið ykkur á þessa áður en hún hættir í bíó!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Baise-moi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, þá er loksins komið að því. Það er einhvern veginn alltaf þannig, þegar maður skellir sér á bíómynd sem á að vera taboo, að útkoman er ýmist góð eða slæm. Dæmi um það þegar útkoman er góð er þegar maður fer með væntingar sem eru svo til of litlar og myndin sprautast beint í æðina á manni. Þetta er svoleiðis mynd. Bara það að horfa á mynd sem ætti í rauninni að heita Nauðgaðu mér segir allt sem segja þarf - af því að hún er frönsk. Eftir að hafa horft á myndina í 10 mínútur hugsaði ég með mér Vá, þetta er eiginlega bara klámmynd, en svo eftir að hafa horft á alla myndina var þetta ein af þessum in your face Hollywood myndum sem ALDREI yrðu framleiddar í neinni draumasmiðju þar í landi. Þessi mynd er eins og uppreisn sem annað hvort hneykslar fólk óendanlega mikið eða hrífur það með sér. Hún er mjög svo peninganna virði, þó það sé nú ekki nema bara til að taka sér smá frí frá niðursuðumyndunum sem príða 95% af tjöldum kvikmyndahúsanna allt árið um kring.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei