Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Kiss the Girls 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. febrúar 1998

A detective is searching for a deadly collector. His only hope is the woman who got away.

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 34% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Lögreglumaðurinn Alex Cross frá Washington D.CV., sem einnig er réttarlæknisfræðingur, fær þær fréttir að frænka hans, sem gengur í skóla í Noður Karólínu fylgi í Bandaríkjunum, er týnd. Hann fer til að kanna málið og kemst að því að lögreglan telur að hún sé eitt fórnarlamba glæpamanns sem rænir ungum stúlkum, heldur þeim föngnum og drepur... Lesa meira

Lögreglumaðurinn Alex Cross frá Washington D.CV., sem einnig er réttarlæknisfræðingur, fær þær fréttir að frænka hans, sem gengur í skóla í Noður Karólínu fylgi í Bandaríkjunum, er týnd. Hann fer til að kanna málið og kemst að því að lögreglan telur að hún sé eitt fórnarlamba glæpamanns sem rænir ungum stúlkum, heldur þeim föngnum og drepur þær síðan. Hann kallar sig Casanova eftir hinum fræga elskhuga. Síðan gerist það að Kate, sleppur úr prísundinni, og reynir að hjálpa Cross að finna frænkuna og klófesta ódáminn. ... minna

Aðalleikarar


Ég sá kiss the girls fyrir nokkrum árum í sjónvarpinu og mér finnst þetta vera fínasti spennutyllir.Í aðalhlutverkum eru Morgan Freeman,Ashley Judd og Gary Elwes(Saw).

Alex Cross(Freeman)er sálfræðingur en vinnur með löggunni.Hálf geðsjúkur maður sem kallar sig Casanova hefur verið að ræna ungum konum og sett þær í klefa sem er lengst út í skógi og setur fyrir þær nokkrar reglur þær mega ekki kalla á hjálp né flýja því þá myrðir hann þær á hroðalegann hátt.En svo vill til að frænka Alexar verður rænt .Næsta fórnarlambið er ungur læknir Kate McTiernan(Judd)en hún sleppur og getur því hjálpað lögreglunni að finna hinar konurnar og afhjúpa Casanova.Morgan Freeman og Ashley Judd eru góð í sínum hlutverkum en Judd kom á óvart.Kiss the girls er rosalega spennandi og óhugnanlegur spennutryllir.Ekki búast við frábærri kvikmynd þetta er aðeins spennandi og óhugnanleg afþreyning.Handrit og leikstjórn er fínt og eins og ég sagði áður þá er þetta aðeins góð af þreyning.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd . Morgan Freeman stendur sig mjög vel eins og hann gerir oftast og það gerir Ashley Judd líka . Frábær spennu-sálfræðrithriller sem allir sem hafa gaman að svoleiðis myndum ættu að sjá .
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Allsérstök og bráðskemmtileg mynd um mann sem rænir ungum blómarósum og safnar í klefa. Ein þeirra, leikin af hinni ljómandi huggulegu Ashley Judd, sleppur þó og tekst að komast til manna, og fjallar myndin að mestu leyti um samskipti hennar og lögreglumannanna og leit þeirra að mannræningjanum. Best er að láta ekki meira upp um söguþráðinn, en myndin er ljómandi skemmtileg og finnst mér lokaatriðið sérlega fínt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd. Lögreglumaðurinn Dr. Cross er að reyna að ná brjálæðingi sem kallar sig, sem ég man ekki hvað var, sem að er búinn að ræna nokkrum stúlkum. En það er ein stúlka sem sleppur frá honum, og nú veltur það allt á henni og Dr. Cross að finna manninn. Ashley Judd og Morgan Freeman eru þokkalega góð í sínum hlutverkum. Pottþétt skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn