Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Runaway Jury 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. apríl 2004

Trials are too important to be decided by juries.

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Þegar verðbréfamiðlari er skotinn með köldu blóði á vinnustað sínum, þá kærir ekkjan stóran skotvopnaframleiðanda. Hún telur að fyrirtækið sé ábyrgt fyrir dauða mannsins hennar, og ræður til sín hugsjónamanninn og lögfræðinginn Wendell Roahr, til að fara með málið. Lögfræðingur skotvopnaframleiðandans er Rankin Fitch, valdamikill, miskunnarlaus... Lesa meira

Þegar verðbréfamiðlari er skotinn með köldu blóði á vinnustað sínum, þá kærir ekkjan stóran skotvopnaframleiðanda. Hún telur að fyrirtækið sé ábyrgt fyrir dauða mannsins hennar, og ræður til sín hugsjónamanninn og lögfræðinginn Wendell Roahr, til að fara með málið. Lögfræðingur skotvopnaframleiðandans er Rankin Fitch, valdamikill, miskunnarlaus og þekktur fyrir að vinna sín mál. En mitt á milli er kviðdómurinn, sem bæði Wendell og Rankin eru staðráðnir í að reyna að hafa áhrif á. En þeir komast að því að í kviðdómnum eru einn maður og ein kona sem munu ekki reynast auðsveip. Nicholas Easter er einn kviðdómenda og á í samstarfi við Marlee, kærustu sína, þegar kemur að lokaúrskurði kviðdómsins. En eftir því sem málið heldur áfram, þá fara ýmsar vangaveltur að láta á sér kræla, um hvað mönnum gengur til, og hvað ýmsir vilja gera til að tryggja niðurstöðu dómsins.... minna

Aðalleikarar


Nokkrir brjálæðingar ráðast inn í skrifstofubyggingu og drepa fullt af fólki. Nokkru síðar kærir eiginkonakona eitts fórnarlambs byssufyrirtækið sem seldi þessum gaurum byssurnar. Byssufyrirtækið ræður sérfræðing (Gene Hackman) til að múta kvikdómnum og hóta þeim ýmsu þannig að Nicholas Easter (John Cusack) sem er einn af kviðdómnum ætlar að plata úr honum pening með hjálp kærustu sinnar (Rachel Weisz). Nicholas segir Hackman að ef hann borgar honum ekki 15 milljónir dala mun hann ráða yfir kviðdómnum og segja öllum frá þessu þannig að spennan magnast. Frábær spennutryllir sem hefur margar fléttur og er fylld af gæðaleikurum. Handritið er enn betra enda er það byggt á samnefndri skáldsögu John Grishams.Dustin Hoffman og Gene Hackman bregðast engum Er örugglega með betri myndum 2003.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd ásamt nokkrum vinum mínum með opinn hug.

Ég bjóst svo sem ekki við neitt rosalega miklu, en myndin kom skemmtilega á óvart.Myndin fjallar um það í grófum dráttum að maður drepur 11 manns ásamt sjálfum sér með ólöglegu vopni.

Kona manns er var drepinn fer í mál við framleiðendur byssunnar er notuð var til drápana.

Byssuframleiðendurnir ráða Rankin Fitch (Gene Hackman) til að fá kviðdóminn á sitt band en hann er ekki heiðarlegar spilari :).

En málin fara að flækjast þegar þeir fatta að Nicholas Easter (John Cusack)sem er í kviðdómnum getur stjórnað honum og heimtar 10 milljónir fyrir að snúa honum á þeirra band.Myndin er mjög vel leikin og fer þar Dustin Hoffman fremstur í flokki en hann leikur Wendell Rohr sækjanda málsins.

John Cusack sýnir einnig að hann er í flokki betri leikara Hollywood með góðri frammistöðu.

Ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum með Gene Hackman en það er nú kannski bara það að mér fannst persónan hans soldið ýkt.

Kannski bara leikstjórnin en mér fannst það ekki vera að gera sig alveg nógu vel.Annars fannst mér Gary Fleder (Don´t say a word, Kiss the girls) standa sig með prýði í leikstjórastólnum.

Hef lítið út á hann að setja eins og myndina í heild.

Eins og ég sagði kemur hún skemmtilega á óvart og endirinn er mjög óvæntur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var ekkert að búast við miklu, en það kom mér verulega á óvart hversu góð þessi mynd var. Sýnishornið sem maður hafði séð nokkrum sinnum áður eyðilagði nákvæmlega ekkert fyrir þessari mynd. Söguþráðurinn kom nokkrum sinnum á óvart og þar á meðal alveg í byrjun. Þótt þetta geti ekki kallast spennumynd er þó alltaf eitthvað að gerast og allar 127 mínúturnar er athyglin við myndina. Stór hópur þekktra leikara ásamt annara standa sig mjög vel. Endirinn kemur líka skemmtilega á óvart en það er líka í stíl við myndina í heildina - kom á óvart! Mjög góð afþreying, mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.12.2013

Frumsýning: Homefront

Á föstudaginn næsta, þann 13. desember, frumsýna Sambíóin spennumyndina Homefront með Jason Statham í hlutverki fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem flytur með unga dóttur sína til lítils bæjar þar sem hann kem...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn