The Express
2008
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
He changed our country... one yard at a time
130 MÍNEnska
62% Critics
75% Audience
58
/100 The Express er áhrifarík mynd byggð á sannri
sögu ruðningsleikmannsins Ernie Davis (Rob
Brown), sem öðlaðist mikla frægð í kringum
1960.
Myndin hefst á uppvaxtarárum Ernie í
Uniontown í Pennsylvaniu seint á fimmta
áratugnum. Þar sem hann er þeldökkur upplifir
hann mikla fordóma og kynþáttahatur í sinn
garð. Ernie nær að nota líkamlegan styrk sinn
til... Lesa meira
The Express er áhrifarík mynd byggð á sannri
sögu ruðningsleikmannsins Ernie Davis (Rob
Brown), sem öðlaðist mikla frægð í kringum
1960.
Myndin hefst á uppvaxtarárum Ernie í
Uniontown í Pennsylvaniu seint á fimmta
áratugnum. Þar sem hann er þeldökkur upplifir
hann mikla fordóma og kynþáttahatur í sinn
garð. Ernie nær að nota líkamlegan styrk sinn
til að forðast átök og eftir því sem hann vex úr
grasi koma í ljós miklir íþróttahæfileikar hans,
sérstaklega þegar hann gengur til liðs við
unglingalið í bænum Elmira í New York-fylki.
Hann fær boð um skólastyrk í hinum virta
Syracuse-háskóla fyrir tilstilli þjálfarans Ben
Schwartzwalder (Dennis Quaid) og virðist þá
eins og hann muni uppfylla alla sína drauma.
Hins vegar mætir hann gríðarlegum fordómum
þegar hann hefur göngu sína með liðinu og er
meira að segja haldið utan liðsins nánast heilt
tímabil. Því þarf Ernie að leggja allt í sölurnar til
að sanna sig, en það gæti kostað meira en hann
óskar sér...... minna