Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Moulin Rouge! 2001

Frumsýnd: 10. október 2001

No Laws. No Limits. One Rule. Never Fall In Love.

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Frábær dans og söngvamynd sem gerist í Rauðu myllunni í París um síðustu aldamót og fjallar um ástir og örlög. Myndin gerist árið 1899. Christian, ungur enskur rithöfundur er kominn til Parísar til að taka þátt í listalífinu þar. Neðanjarðarhreyfing listamanna og bóhema er hvergi eins lífleg og á skemmtistaðnum Moulin Rouge, en þar koma jafnt ríkir... Lesa meira

Frábær dans og söngvamynd sem gerist í Rauðu myllunni í París um síðustu aldamót og fjallar um ástir og örlög. Myndin gerist árið 1899. Christian, ungur enskur rithöfundur er kominn til Parísar til að taka þátt í listalífinu þar. Neðanjarðarhreyfing listamanna og bóhema er hvergi eins lífleg og á skemmtistaðnum Moulin Rouge, en þar koma jafnt ríkir og fátækir saman til að skemmta sér yfir dansi og söng. En hlutirnir taka óvænta stefnu fyrir Christian, þegar hann hefur ástarsamband við eina helstu stjörnu skemmtistaðarins, Satine. En eigandi staðarins er einnig hrifinn af henni, The Duke. Stórhættulegur ástarþríhyrningur verður til þegar Satine og Christian reyna að vera saman, en annað togar í Satine, sem tekur sinn toll af henni ...... minna

Aðalleikarar


Þetta er alveg yndisleg mynd sem engin ætti að missa af. Kidman og McGregor eru alveg frábær í hlutverkum sínum. Þessi mynd er í senn grínmynd og Drama- spennumynd. Hún gerist í þessum gamla stíl en er umvafin lögum sem eru sett saman úr gömlum smellum. Ég ætla ekki að upplýsa söguþráðinn, þú verður bara að sjá þessa mynd sjálf/ur. Yndisleg mynd...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Moulan Rouge er svo sæt mynd að maður fær tannskemmdir við að horfa á hana.

Ég er ekki manneskja sem grætur venjulega yfir myndum en yfir þessari grét ég allt of mikið.

Evan McGregor var alveg frábær og ekki var Nicole Kidman verri.

Það er mikill húmor í myndinni en samt var hún frekar sorgleg stundum.

Ég ráðlegg þeim sem ekki hafa séð myndina að fara út á næstu videoleigu leigja myndina og kaupa vænan skammt af pappír.


Skemmtið ykkur vel
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hæ hæ

Ég hélt fyrst að þetta myndi vera betri mynd þótt þetta sé alveg ágæt mynd ég er ekki að segja það heldur ég fýla ekki mikið væmnar myndir og ef ég ætti að segja hver er ein væmnasta mynd sem ég hef séð þá myndi ein af þeim sem ég myndi telja upp væri Moulin rouge. En samt utan við öll væmnu atriðin er þetta ágæt mynd ekki er ég að neita því. Moulin rouge fjallar eiginlega um skemmtistað og hóruhús sem heitir sama nafni og myndin. Þar er Satine(Nicole Kidman)aðal hóran en það eru líka aðrar en er hún uppáhald hjá öllum körlum sem koma þangað og getur hún látið hvaða kall sem er vera ástfangin af henni en hún finnur ekki ást og hefur aldrei gert. En þegar hún á að hitta mann sem gæti látið hana verða alvöru leikkonu kemur ljóðskáldið Christian(Ewan McGregor) og yrkir henni ljóð en þá akkurat hefst ástarævintýri þeirra en það kemur margt eftir það sem ég ætla ekki að vera að segja núna því það á að koma á óvart. Skemmtið ykkur vel því þótt að mér finnst hún ágæt gæti þetta verið besta mynd sem þið hafið séð þannig ég segi ekki meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

VÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!

Þvílík snilld. Þarna sameinast allt í einni mynd. Söngur, dans, tilfinningar, spenna, fyndni. Og þetta allt gerir Moulin Rouge að stórkostlegri upplifun. Þetta er ástarsaga um fátækan rithöfund og fallega gleðikonu sem verða ástfangin.

Nicole Kidman og Ewan McGregor sýna bæði stjörnuleik í þessari mynd sem ALLIR verða að sjá. Enda var Moulin Rouge tilnefnd til 8 óskarsverðlauna. Þetta er frábær mynd sem maður sekkur ofan í og gleymir sér allveg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þær eru ekki margar myndirnar sem fá fullt hús hjá mér en Moulin Rouge er ein allra mesta snilld sem ég hef séð.

Ég skemti mér konunglega á henni í bíó en en samt verð ég að segja að fæstir sem ég þekki séu á sama máli um hana.

Moulan Rouge er tímamóta mynd og held ég að hún eigi eftir að hafa í för með sér tísku bylgju mynda í hollywood þar sem að b-myndaframleiðendur eigi eftir að fara hamförum við að reyna eitthvað svipað.

Svo mykill er hraðinn og ruglið í myndinni sem einfaldlega er byggt upp með tónlist, myndatöku og klippingu að það getur reynst erfitt að filgjast með henni, og held ég að það sé bæði ástæðan fyrir því að fólk hreynlega dírkar þessa mynd og að aðrir hreinlega hata hana.

Góðir leikarar standa sig með príði og sína ótrúlega sönghæfileika.

Ég varð alveg heillaður af myndinni og keypti mér geysladiskinn og hann er líka alveg magnaður.

Þessa mynd verða allir að sjá þó svo að það sé ekki nema að reyna að horfa á hana, því þó svo að vinunum líkaði hún ekki þá þíðir það ekki að þér líki hún ekki.

Á skalanum bíó, video eða sjónvarp var hún pottþétt bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.05.2022

Kóngurinn hylltur í Cannes

Kvikmyndin Elvis, sem fjallar um rokkkónginn Elvis Presley, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi fyrr í vikunni og var öllu tjaldað til til að gera viðburðinn sem allra glæsilegastan. Aðkoma frumsýningarge...

23.08.2016

100 bestu myndir 21. aldarinnar

Ný könnun ríkisútvarpssins breska BBC, leiðir í ljós að besta mynd aldarinnar sem við lifum nú á, þeirrar 21., er Mulholland Drive frá árinu 2002 eftir David Lynch. Þó einungis séu liðin 16% af öldinni, þá streyma...

16.11.2010

DiCaprio og fleiri í The Great Gatsby

Baz Luhrmann, sem leikstýrði meðal annars Moulin Rouge!, vinnur nú eins og enginn sé morgundagurinn að handriti næstu myndar sinnar, The Great Gatsby, eftir samnefndri skáldsögu. Leikarar flykkjast skiljanlega að leikstjóranum...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn