Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Australia 2008

(Baz Luhrmann's Australia)

Frumsýnd: 26. desember 2008

165 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Myndin gerist á árunum 1939-42, þegar vindar seinni heimstyrjaldar leggjast yfir Ástralíu og segir frá breskri hefðarfrú Lady Ashley (Nicole Kidman) sem ferðast til Ástralíu til að leita uppi eiginmann sinn og finna búgarðinn þeirra með sölu í huga. Þegar hún kemur þangað finnur hún mann sinn dauðann og búfénaðinn, yfir 2000 nautgripi, á reiki á landi... Lesa meira

Myndin gerist á árunum 1939-42, þegar vindar seinni heimstyrjaldar leggjast yfir Ástralíu og segir frá breskri hefðarfrú Lady Ashley (Nicole Kidman) sem ferðast til Ástralíu til að leita uppi eiginmann sinn og finna búgarðinn þeirra með sölu í huga. Þegar hún kemur þangað finnur hún mann sinn dauðann og búfénaðinn, yfir 2000 nautgripi, á reiki á landi á stærð við Belgíu. Hún neyðist til að taka höndum saman við kúreka nokkurn, Dover (Hugh Jackman) til að verja búgarðinn og koma skikkan á búfénaðinn. Myndin fylgir skötuhjúunum eftir næstu 4 árin þar sem þau leggja í það stórvirki að reka nautgripina yfir hrjóstrugt landslag Ástralíu m.a. eyðimörkina, stormasamt ástarsamband þeirra, loftárásir Japana á Darwin árið 1942 og munaðarlausan frumbyggjadreng sem breytir lífi þeirra.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Gullfalleg en ófrumleg
Það er eitthvað við framleiðsluna á Australia sem einfaldlega gargar upphátt "Gefið mér Óskar!" Myndin er áberandi metnaðarfull og epísk, jafnvel svo mikið að hún reynir að gera fullmargt í einu.
Hér hefði verið nóg efni til að geta fyllt upp í heila míníseríu, en í staðinn fáum við kvikmynd sem er efnislega svo troðin að hún virkar eins og tvær sögur skelltar saman í eina.

Við fáum hérna áhugaverða og skemmtilega "old school" kúrekamynd sem breytist fljótt í dæmigerða ástarsögu. Þegar kemur svo að seinni helmingnum var ég skyndilega farinn að horfa á klisjukennda stríðsmynd sem segir of margar sögur á of stuttum tíma. Skiptingin var heldur ekkert alltof lúmsk. Í smástund finnst manni eins og sagan sé að verða búin, en þá eru samt einhverjar 45 mínútur eftir af myndinni.

Maður finnur léttilega fyrir lengdinni, þótt myndin sé ekki beinlínis langdregin. Persónulega beið ég eftir því að sagan sem heild fengi almennilegt svigrúm til að anda, en stundum var bara of mikið að gerast. Allt sögulega efnið í myndinni var líka svo miklu áhugaverðara heldur en ástarsagan, en það féll líka algjörlega í skugga rómantíkinnar. Bömmer, en þetta er nú fyrst og fremst ástarsaga.

Ég hef ekkert að setja út á varðandi leikinn. Hugh Jackman og Nicole Kidman eru virkilega góð, og jafnvel mátulega kröftug í sumum senum. Vandamálið er samt í frásögninni, sem var bara alltof klisjukennd. Jackman og Kidman hata hvort annað fyrst, en verða ástfangin síðar í sögunni og hver einasti áhorfandi er fullkomlega meðvitaður um það. Þetta er bara orðið þreytt! Og ekki bætir úr skák að restin af myndinni inniheldur svona 20 aðrar ástarsögu- og stríðsmyndaklisjur sem draga úr því að maður haldi eitthvað mikið upp á skjáparið.

Annars sést að þetta sé mynd eftir Baz Luhrmann. Einhverjir munu eflaust taka eftir því að fyrstu senur myndarinnar minna furðulega mikið á frásögnina í upphafi Moulin Rouge, þ.e.a.s. ef þið fylgist með hraðanum, kamerustílnum, stafrænu kortunum og sérstæða húmornum. Luhrmann er meistari þegar að kemur að stíl og útliti. Australia er ódauðlega falleg fyrir augað. Frá myndatöku til búningahönnunar er myndin virkilega vönduð og sá pakki - að mínu mati - skilur meira eftir sig heldur en efnisinnihaldið.
Luhrmann er samt farinn að missa hæfileikann á góðu flæði, og kannski tengist 7 ára fjarvera frá leikstjórn því eitthvað. En eitt af helstu einkennum Romeo & Juliet og Moulin Rouge (mynd sem ég ennþá dýrka, og aðeins sannir karlmenn þora að viðurkenna slíkt!) var hversu öflugt flæði var á þeim. Nánast aldrei dauðan kafla að finna. Í Australia hefði vel mátt að skera smá fitu af lengdinni, a.m.k. í fyrri í hluta og sérstaklega senum sem að gerðu fátt annað en að sýna okkur fallega landslagið.

Það eru nokkrar senur í Australia sem eru fjandi sterkar, eins og t.d. atriðið við klettana eða loftárásin. En svo eru ýmis atriði sem eru bara faktískt væmin. Yfirdrifna tónlistarnotkunin og slow-motion skotin betrumbæta alls ekki átakanlegu senurnar heldur. Ónei.

Myndin skríður upp úr miðjumoðinu vegna þess að hún er tussuflott og vel leikin. Mér leiddist aldrei, þótt að kjánahrollur hafi verið aukaatriði stundum. Mér finnst það samt voða svekkjandi að eins frábærlega útlítandi mynd og þessi skuli ekki skila af sér frumlegri niðurstöðu. Mig langaði til að fíla myndina betur. Ég hef það mikla virðingu gagnvart leikstjóranum.
Það er allavega öruggt að myndin eigi eftir að virka á saumaklúbbana og sérstaklega fólk sem telur Gone with the Wind og The Notebook vera uppáhalds myndirnar sínar.

6/10

P.S. Tékkið á því hversu svipuð plakötin eru fyrir Australia og Gone with the Wind. Eins og myndirnar séu ekki þegar nógu svipaðar...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.08.2015

Í rusli eftir sölu á Star Wars búningi

Stjörnustríðsaðdáandinn Alex Wall brotnaði niður þegar eiginkona hans neyddi hann til að selja heittelskaðan Chewbacca, eða Loðinn, búninginn sinn, samkvæmt frétt í The Daily Mail.  Wall var að taka til dót og drasl til að losa sig við vegna flutnings í minna húsnæði í Melbourne í Ástralíu, þegar konan, honum til mikillar skelfingar, krafðist þess að hann m...

21.10.2013

Kidman fer heim til sín

Ástralska Hollywoodstjarnan Nicole Kidman ætlar að slást í hópinn með löndum sínum Hugo Weaving og Guy Pearce og leika í Strangeland, ástralskri bíómynd um hjón sem týna börnum sínum á táningsaldri í óbyggðum Ástralíu...

09.10.2013

Glæpamaðurinn Chopper látinn - 58 ára gamall

Ástralski glæpamaðurinn Mark "Chopper" Read er látinn 58 ára að aldri. Banamein hans var lifrarkrabbi. Chopper varð frægur á einni nóttu þegar búin var til samnefnd bíómynd um ævi hans með Eric Bana í aðalhlutverk...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn