Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ofbeldi, grimmd, peningar, heimska, kynþáttafordómar, það vantar bara kynlíf og eiturlyf og þá yrði þessi mynd komin með allan skalann. En hvað gerir hana svona rosalega góða ??? Ja Guy Ritchie, handrit og leikstjórn í einni sjúkustu mynd seinni tíma, hún er hreint "Masterpiece"! Leikurinn, fléttan, húmorinn, þetta sýnir fram á alla þá snilld sem hægt er að koma fyrir í einni kvikmynd og manni langar aftur á hana, bara til að sjá alla þessa auka koma saman aftur, því það er ekki ein góð sála í myndinni, ALLIR eru spilltir og samúðin með liðinu lítil en þeim mun meira hægt að hlæja að þeim. Farið á þessa mynd, lítið hjá blóðinu, heilaslettunum og subbuskapnum og njótið þessarar ákaflega óamerísku perlu, sem eflaust verður gerð upp á amerískuna fljótlega, horfið og njótið.
Ljómandi fín mynd frá Guy Ritchie og fjallar um vandamál veðmangara, demantaþjófa og öðru skrautlegu liði í London. Inniheldur alveg yndislegan húmor og mjög góða tónlist þó svo að hún passi ekki alveg við stíl myndarinnar. Benicio Del Toro fær alltof lítinn tíma á skjánum eins og hann er nú góður í hlutverki sínu en Brad Pitt kemur sterkur inn með einhvern undarlegan sígaunahreim og nær hann því bara nokkuð vel. Lýsingarnar hjá þulinum eru líka mjög áhugaverðar. Er það bara ég eða er endirinn hálf skrýtinn? Jæja, Snatch fær þrjár stjörnur og gaman verður að fylgjast með hinum sérvitra en umfram allt frumlega kvikmyndagerðarmanni Guy Ritchie í framtíðinni.
Það sem mér líkaði við Lock, stock and two smoking barrels var hinn frábæri óútreiknanleiki atvika. Það er engin ein hetja og þess vegna hefur hún raunverulegra yfirbragð. Það getur allt gerst. Venjulega veit maður að oftast eða alltaf þá deyr aðalpersónan alls ekki. Jafnvel þegar tæmt er úr 200 hríðskotabyssum og sá sem verið er að skjóta beygir sig rétt svo eða byrjar þessvegna að hlaupa og alltaf hitta þeir fyrir aftan manneskjuna. Maður mætti halda að þessir heimsku vondu kallar kynnu að miða.
Snatch er jafngóð ef ekki betri. Sagan er frábær, leikurinn er frábær, allt er stórkostlegt við þessa mynd. Þessvegna gef ég henni hiklaust 4 stjörnur og harma að ekki sé hægt að gefa henni meira en það.
Algjör friggin snilld ! Maður veltist um af hlátri yfir þessari mynd !! Brad Pitt leikur karakterinn sinn eins og snillingur ! Vinnie Jones stendur í sínu sem brjálæðingur með Desert Eagle .50 stærsta byssuhlunk sem þú munt hefur séð !! Sjáðu þessa!
Þetta er snilldarmynd, það koma atriði sem maður getur ekki hætt að hlæja og önnur sem maður verður svo spenntur ég mæli með þessari mynd jafnvel mæli ég með að kaupa hana.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$10.000.000
Tekjur
$83.557.872
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
10. nóvember 2000