Náðu í appið
Blade
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Blade 1998

(Blade, the Vampire Slayer)

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 20. nóvember 1998

Have you given blood lately?

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 45
/100
Stephen Dorff var valinn besta illmennið á MTV verðlaunahátíðinni. Wesley Snipes var valinn uppáhaldsleikarinn á Blockbuster hátíðinni, og Dorff fékk einnig verðlaun þar fyrir uppáhalds óþokkann.

Í heimi þar sem vampírur ráða lögum og lofum, þá hefur Blade verk að vinna. Hans markmið er að drepa allar vampírurnar. Þegar Blade verður vitni að því þegar vampíra bítur Dr. Karen Jenson, þá berst hann við skrýmslið og fer með Jenson í fylgsni sitt og reynir að hjúkra henni, ásamt Abraham Whistler. Vampíran sem réðist á Quinn, segir meistara... Lesa meira

Í heimi þar sem vampírur ráða lögum og lofum, þá hefur Blade verk að vinna. Hans markmið er að drepa allar vampírurnar. Þegar Blade verður vitni að því þegar vampíra bítur Dr. Karen Jenson, þá berst hann við skrýmslið og fer með Jenson í fylgsni sitt og reynir að hjúkra henni, ásamt Abraham Whistler. Vampíran sem réðist á Quinn, segir meistara sínum Deacon Frost frá því sem gerðist, en Frost skipuleggur nú árás sem á að koma mannkyninu óþægilega á óvart. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (10)


Blade myndirnar þrjár fíla ég nokkuð vel þar sem ég hrífst af vampýrumyndum. Í fyrstu myndinni kynnumst við Blade(Wesley Snipes) fyrst ásamt aðstoðarmanni sínum(Kris Kristofferson) sem eiga í harðri baráttu við vampýrur. Sú barátta verður erfiðari með degi hverjum og ekki skánar það þegar vampýran Deacon Frost(Stephen Dorff) ætlar sér að verða almáttugur vampýruguð og enda tilveruna eins og við þekkjum hana. Mjög fín mynd, sniðug og svöl en því miður er hún samt fyrirsjáanleg að sumu leyti, það er margt sem manni datt í hug að myndi gerast við fyrsta áhorf. Það dregur myndina þó ekki mikið niður því hún er svo djöfull skemmtileg að það má sjá hana oftar en einu sinni. Snipes er góður í titilhlutverkinu þó að persónan risti grunnt. Kristofferson minnir á bónda en túlkar samt vel þennan gamla og þreytta vopnakall. Dorff er að mínu mati besti leikarinn í myndinni samt,virkilega creepy. Synd að sá leikari skyldi nánast hafa horfið síðan þessi mynd var gerð. Ég geng ekki svo langt að kalla Blade myndirnar meistaraverk en ég held samt á vissan hátt upp á þær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Blade er þrusutöff technohasarmynd með flottum brellum og meiriháttar bardagaatriðum (Wesley Snipes átti stóran þátt í að semja þau, hann er á fullu í brasilískri götubardagaíþrótt). Snipes er ofursvalur en Stephen Dorff er meiriháttar sem vonda vampýran, Deacon Frost. Leikstjórinn er að gera ágæta hluti og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Myndatakan er frábær og techno tónlistin passar dúndurvel við útlit myndarinnar. Frábær hasarmynd sem ég gef 3 stjörnur. P.S. munið að botna græjurnar þegar þið horfið á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sem mikill aðdáandi Buffy vampire slayer og alls konar vampírumynda af betri gerðinni, gat ég ekki annað en orðið yfir mig hrifin af þessari mynd, bara líklega besta vampírumyndin hingað til, ja kannski fyrir utan Blade II, sem var jafnvel enn öflugri. Það er mikið lagt í Blade, að skapa spennandi og ógnvænlega sögu þessara ófreskja, vampíranna, sem láta ekkert stöðva sig í sínu sóðalega hátterni -nema Blade. Wesley Snipes leikur af mikilli innlifun vampírubanann (sem sjálfur er ekki alveg óskyldur vampírunum) sem leggur sig í hættu til að útrýma vampírunum skelfilegu. Hann notar fullkomin vopn og nýtur leiðsagnar eldri manns sem leikinn er snilldarlega af Kris Kristofferson. Leikstjórn og handrit Blade eru í höndum tveggja manna sem ég kannast lítið við (Stephen Norrington og David S. Goyer) svo ég bjóst ekki við að myndin væri svona góð. Tæknin er stórkostleg, persónusköpunin frábær og blóðsúthellingar hæfilegar... Mikið er ég glöð að þriðja myndin er væntanleg og legg ég miklar vonir við hana. Ef einhver aðdáandi góðra vampíru- og spennumynda hefur ekki séð Blade myndirnar ætti hann að drífa sig því hann getur eiginlega ekki orðið fyrir vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er frábær mynd. Þar sem að ég er hörku vampíru aðdáandi þá var þetta fullkomin mynd fyrir mig. Ef að þið hafið áhuga á vampírum eða bara spennumyndum yfirleitt, sjáið þessa, hún á ekki eftir að valda ykkur vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Blade er mjög góð mynd með mjög góðum leikurum og ágætum tæknibrellum. Hér segir frá Blade(Wesley Snipes) og Wistler(Kris Kristoferson) sem eru að hefna sín á vampírum Blade er að hefna sín út af því að vampírur drápu móðir hans rétt áður en hann fæddist og Wistler er að hefna sín út af því að þær drápu fjöldskytuna hans. Blade fer á kvöldin og drepur þær Wistler situr bara heima og býr til vopnin missið ekki af þessari æsispennandi mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Myndir í sömu seríu
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn