Án efa besta mynd Sandlers til þessa, ég nýt þess að horfa á hana enda drepfyndin. Adam Sandler er Happy Gilmore, misheppnaður íshokkíleikmaður sem aldrei er valinn í liðið, allt frá æsku elskaði hann hokkí, hann kunni að vísu aldrei vel að skauta en var gífurlega skotfastur. Hann flutti til ömmu sinnar eftir að pabbi hans dó við að fá pökk í andlitið. Vinum hans finst gaman að reyna slá lengra golfkúlu lengra en tréð í garðinum hennar(um 10 metrar í fjarlægð´) og tekur sandler veðmáli um að hann geti slegið lengra en tréð, hann nær að slá yfir 400 metra og sér að það er hægt að græða smá pening á að skjóta langt, hann er svo plataður til að taka þátt í gólfmóti sem hann vinnur og þarmeð byrjar drepfyndin atburðarrás og atriði sem munu væntanlega aldrei sjást í golfi. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei