Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Verð því miður að vera ósammála einum gagnrýnandanum hérna. Mér persónulega finnst þetta ein frumlegasta myndin sem að hann Ridley hefur gert á sinni ævi, með Alien. Susan Sarandon og Geena Davis eru hrikalega góðar saman sem vinkonurnar Thelma og Louise. Þær eru pottþétt besta kvenna tvíeyki sem að maður hefur séð í bíómynd. Mjög sjaldgæft að maður fær svona mikla dýpt í tvær persónur. Og það hefði ekki verið eins gaman að fylgjast með þeim ef að leikurinn hjá Susan og Geenu væri slæmur. Svo eru einnig Harvey Keitel mjög góður og Brad Pitt kemur með fína frammistöðu sem puttaferðalangurinn í sínu fyrsta hlutverki. Þessi mynd reiðir sig meira á að segja sem best frá sögu þessara tveggja vinkona og persónusköpunina og nær Ridley að skila þeim þáttum snilldarlega frá sér. Snilldarmynd sem enginn ætti að missa af.
Thelma And Lousie er að mínu mati lélegasta(er ekki að segja að hún sé léleg) mynd sem Ridley Scott hefur leikstýrt sem ég hef séð alla veganna(hef ekki séð Blade Runner). Ég hef bara séð Gladiator, Alien og þessa eftir Ridley Scott(sé kannski Kingdom Of Heaven í Maí). Samt er ég ekki að segja að þetta sé léleg mynd, hún er bara hörkugóð, samt er þetta lélegasta mynd Ridley Scotts. Þessi mynd er eiginlega fyrsta mynd sem hann Brad Pitt lék í sem hann var þekktur fyrir, á undan þessari mynd komu bara sjónvarpsþættir og litlar myndir. Á eftir þessari þá byrjuðu stórmyndirnar að koma, Interview With The Vampire, Twelve Monkeys og Fight Club svo eitthvað sé nefndt. Þessi mynd fjallar um tvær konur sem fara í ferðalag og drepa nauðgara og svo fara að flýja á undan lögguni. Eitt af minnistæðustu atriðunum var þegar það eru um það bil 50 löggubílar á eftir þeim í eyðimörkinni á engum vegi og 25 bílar 200 metrum fyrir framan þær og aðrir 25 fyrir aftan þær. Aðalhlutverk: Susan Sarandon(The Rocky Horror Picture Show), Geena Davis(The Long Kiss Goodnight, A League Of Their Own), Harvey Keitel(Pulp Fiction, Reservoir Dogs), Michael Madsen(Reservoir Dogs, Kill Bill Vol.2) og Brad Pitt(Fight Club, Twelve Monkeys), ég gef þessari mynd þrjár stjörnur.
Ef þér yrði sagt um hvað Thelma & Louise er um þá myndir þú líklegast álíta að hér væri á ferðinni enn ein Hollywood-feelgood myndin. Svo er ekki. Að vísu er þetta feelgood mynd og hún er svo sannarlega frá Hollywood en frábært handrit Callie Khouri, óviðjafnanlegur leikur Susan Sarandon og Geenu Davis og stórkostleg leikstjórn stílistans Ridley Scott gera þessa mynd að meistaraverki sem hverfur seint úr huga. Vinkonurnar Thelma og Louise ákveða að skreppa úr bænum yfir helgina og slappa af. Báðar eiga þær í erfiðleikum heima fyrir og á þessi ferð að vera eins konar flótti undan raunveruleikanum. En heppnin er ekki með stöllunum og fyrr en varir eru þær á flótta undan lögreglunni, ákærðar fyrir morð og rán. Thelma & Louise er svo sannarlega svar kvenna við road-myndunum sem einkenndu sjöunda og áttunda áratuginn, en hún er bara betri. Þetta er ein af þeim myndum sem verður örugglega talin klassísk eftir nokkur ár og á hún það vel skilið. Margur myndi halda að í höndum karlmanns yrði þessi súper-feminíska hugmynd að algjörri karlrembumynd sem myndi lítillækka konurnar, en Scott sannar það enn og aftur að myndir eins og G.I. Jane eru lítilsháttar mistök í annars fullkominni myndaskrá frábærs leikstjóra. Ég mæli með Thelma & Louise fyrir alla þá sem kunna að meta góðar kvikmyndir.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$16.000.000
Tekjur
$45.361.000
Aldur USA:
R