Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood 2002

(Ya Ya Sisterhood)

Justwatch

Frumsýnd: 18. október 2002

Mothers. Daughters. The never-ending story of good vs. evil.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Leikritaskáldið Siddalee Walker, sem er í þann veginn að fara að frumsýna nýtt leikrit, fer í viðtal við tímarit þar sem hún ræðir um óhamingjusama barnæsku sína. Móðir hennar tekur þessu mjög illa, og slítur á tengslin við hana. Vinkonur móður hennar, sem stofnuðu leynifélagið Ya-Ya systrafélagið þegar þær voru börn, ræna Siddalee frá íbúð... Lesa meira

Leikritaskáldið Siddalee Walker, sem er í þann veginn að fara að frumsýna nýtt leikrit, fer í viðtal við tímarit þar sem hún ræðir um óhamingjusama barnæsku sína. Móðir hennar tekur þessu mjög illa, og slítur á tengslin við hana. Vinkonur móður hennar, sem stofnuðu leynifélagið Ya-Ya systrafélagið þegar þær voru börn, ræna Siddalee frá íbúð hennar í New York, og fara með hana heim til Louisiana, þar sem þær skýra út fyrir henni afhverju móðir hennar kom ekki betur fram við hana með hjálp hinnar leynilegu Ya-Ya úrklippubók. ... minna

Aðalleikarar

Sérstök Mæðgnasaga
Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood er mynd sem fjallar að mestu leyti um erfið samskipti mæðgnanna Sidda Walker og móður hennar Vivi Walker. Myndin gerist í suðurríkjunm Bandaríkjanna á 4-8 áratugnum og segir því sögu sem er byggð í kringum daglegt líf og atburði í suðurríkjunum.

Sidda Walker er mjög vinsæl sem leikritahöfundur í New York og býr þar með kærastanum sínum Connor en þau ætla að gifta sig bráðum eftir sjö ára samband. Viðtal er tekið við hana í Time Magazine í upphafi myndarinnar þar sem hún segir mjög opinskátt frá slæmu sambandi sínu við geðtruflaða móður sína. Móðir hennar les viðtalið og verður í kjölfarið brjáluð út í dóttur sína, klippir upp myndir af henni og sendir henni og tilbaka sendir dóttir hennar henni dagsetninga-laust boðskort til að móðir hennar komi ekki í brúðkaupið hennar. Þannig hefst langt rifrildi á milli þeirra þar sem að þær tala ekki við hver aðra lengur. Til að grípa inní áður en of illa fer ræna bestu vinkonur Vivi, sem hafa verið saman í systralagi allt sitt líf, Siddu og fara að segja henni frá leyndarmálum þeirra og ástæður á bakvið og útskýringar á hegðun móður hennar í gegnum árin. Þá fær áhorfandinn að sjá suðurríkjalífið í mörg ár og óskiljanlegt, á köflum, samband mæðgnanna.

Myndin er ágæt og er hún mjög góð afþreying fyrir stelpukvöld. Hún er sjórænlega vel gerð og er mjög skemmtilegt að venju að sjá gömlu suðurríkin, bílana, dansleikina og kjólana.

Það er gaman að fylgjast með fjórum eldri og velþekktum leikkonum m.a. Maggie Smith vera með glas í annarri hendi og sígarettu í hinni segjandi frá æsku sinni og ævintýrum á yngri árum.

Þetta er það sem að maður myndi kalla hugljúf mynd. Sagan sem sögð er hefur maður heyrt áður um erfitt samband mæðgna, glataða ást og ævilanga vináttu. Sagan er þó hin ágætasta og tekst myndinni vel að miðla boðskap sínum og sögu. Þetta er þó klárlega ekki mynd fyrir alla og þá sérlega ekki þá sem vilja bara hasar og enga ást með dramatík.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja það að þessi mynd er ekki það sem ég kalla 'áhugaverð' mynd. Hún sýndi ekkert sem maður gat verið spenntur fyrir eða hlegið af svo manni fannst gaman, heldur hló maður oftast bara til að lyfta sér eitthvað upp, sem gekk ekki eftir.

Ég veit ekki hvað ég á að segja mikið meir um þessa mynd, það er nú líka nokkuð langt síðan ég sá hana og man varla neitt úr henni. En myndin má eiga það að vera með lélegan húmor.

Og að lokum verð ég bara að segja að það var ekkert sem heillaði mig við myndina, ég var næstum farin út úr hléinu og á næstu mynd. Ég sé eftir því að hafa ekki gert það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst þessi mynd skarta sínu fínasta! Sýnir allt, klikkaða mömmu, ósætti mæðginnanna, í gömlum í nýjum dúr! Kemur manni til þess að standa á öndinni þegar barsmíðar eiga sig stað! Mér fannst þetta snilldar mynd og mæli með að allir láti til skarar skríða og sjái þessa glæsilegu mynd!


Fyrir utan það, kemur húmor og óvænt atriði alveg upp um myndina hversu góð myndir geta orðið. Svo eru frábærir leikarar sem sýna enn hversu öflugir þeir eru enn í dag!


Njóttu þess að sjá Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn