Hörkugóð mynd sem fjallar um líf eins mesta eiturlyfjasmyglara Bandaríkjanna, George Jung. Myndin er sannsöguleg og skartar stórstjörnunum Johnny Depp og Penelope Cruz í aðalhlutverkum og finnst mér þau leika þetta bara fanta vel. Þó gerðist það á köflum að ekkert virtist ætla að gerast í myndinni og varð hún hálf langdregin þegar ég sá hana fyrst, en hún varð strax betri í seinna skiptið enda er hún full af spennu og drama . Myndin er mjög skemmtileg og spennandi og mæli ég eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei