Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Life 1999

(Lífstíð)

Frumsýnd: 3. desember 1999

Share it with someone you love.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Sagan hefst í New Tork þar sem Ray Gibson (Eddie Murphy) starfar sem vasaþjófur og hyggst ræna bankagjaldkerann Claude Banks (Martin Lawrence). Þeir lenda saman í óttalegum vandræðum sem enda með lífstíðar fangelsisdómum beggja fyrir morð í Suðurríkjunum. Félagarnir eyða ævinni saman í fangelsi, og með árunum þeir verða nánari á meðan mannkynssagan... Lesa meira

Sagan hefst í New Tork þar sem Ray Gibson (Eddie Murphy) starfar sem vasaþjófur og hyggst ræna bankagjaldkerann Claude Banks (Martin Lawrence). Þeir lenda saman í óttalegum vandræðum sem enda með lífstíðar fangelsisdómum beggja fyrir morð í Suðurríkjunum. Félagarnir eyða ævinni saman í fangelsi, og með árunum þeir verða nánari á meðan mannkynssagan rennur sinn gang utan fangelsismúranna. Dramatísk gamanmynd í anda „Shawshank Redemption... minna

Aðalleikarar


Ég verð að viðurkenna það, að ég hafði mjög gaman að þessari mynd. Það eru snilldar leikarar sem leika aðalhlutverkin sem eru engir annar en Eddie Murphy og Martin Lawrence. Þeir eru algjörir snillingar saman. Mér fannst Eddie standa sig betur og hann var fyndari heldur en Martin en það skiptir eiginlega engu máli því að það munaði litlu. Myndinn fjallar um ræningja í New york að nafni Ray Gibson (eddie Murphy) sem hittir einn gaur sem heitir Claude Banks( Martin Lawrence). Claude verður rændur af Ray og þeir fara rífast. Seinna sjá þeir dautt lík úti. Löggan kemur og handtekur þá. Eftir það verða þeir dæmdi fyrir lífstíð, fyrir ekki neitt! Þeir kynnast föngunum og verða vinir með þá. Þeir verða svo óvinir þeir ray og claude og tala svo ekki saman í þrjátíu ár. Þeir hafa reynt að flýja nokkrum sinnnum en það mistekst alltaf. Ég ætla gefa þessari mynd þrjár stjörnur því að hún er sniðug, fyndinn og líka með góða leikara. Mér fannst það að hann Martin ætti að leika Ray. Af því að hann Martin hefur otf leikt bófa(m.a. nothing to lose) en það er ekkert voðalega mikið mál. Myndinn er kannski smá löng, en eins og áðan...það skiptir engu máli. Ef ég væri þú, þá mundi ég nú bara út í vídeoleigu og leigja þessa mynd með einhverji annari mynd. Hún er alveg 500króna virði. Það skal ég lofa. Þetta voru lokaorð mín á Life. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eddie Murphy og Martin Lawrence leika skúrk og gjaldkera. Þeir eru sakaðir um að myrða manneskju sem þeir gerðu ekki. Þeir fá lífstíðarfangelsi og fara í fangabúðir.

Eddie og Martin eru eflaust ágætir, en ég bjóst við miklu meiri húmor ( Eddie Murphy )!. Söguþráðurinn er alveg ágætur, en það sem vantar er metnaðurinn í myndina.

2 og 1/2 stjarna hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vel gerð gamanmynd þar sem Eddie Murphy og Martin Lawerence leika seinheppna félaga sem eru dæmdir í lífstíðar fangelsi fyrir glæp sem þeir frömdu ekki. Eddie minnir okkur hérna á hvers vegna okkur fannst eitthvað varið í hann til að byrja með og er í algjöru toppformi sem kjaftfor smáglæpamaður. Handritið er vel skrifað, samtöl mörg sprenghlæjileg og atburðarásin flæðir náttúrulega áfram. Ekki er öll orka sett í húmorinn heldur er einnig raunverulegur söguþráður í gangi og áhugaverðar persónur koma margar við sögu. Þetta leiðir til þess að þegar húmorinn nær ekki að hitta til marks (sem er reyndar mjög sjaldan) skiptir það ekki öllu máli. Sagan er full af kaldhæðni og má segja að hún hafi dimman undirtón en það er samt hellingur af bráðfyndnum augnablikum í myndinni. Það sem einna helst mætti setja út á er að umgjörð söguþráðsins virðist vera stolið úr Shawshank Redemption en þar sem um gjörólíkar myndir er að ræða skiptir það kannski ekki svo miklu. Þetta er líklegast með betri grínmyndum ársins og ég get ekki ímyndað mér annað en að flestir komi vel sáttir út af þessari. P.s. Ekki standa upp fyrr en kreditlistinn er byrjaður að rúlla!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.04.2024

Spennumyndafíkill frá unga aldri

Dev Patel aðalleikari, leikstjóri og einn handritshöfunda hasarmyndarinnar Monkey Man, sem kemur í bíó á morgun, föstudaginn 5. apríl, segist hafa verið spennumyndafíkill frá unga aldri. „Ég læddist niður og horf...

20.03.2024

Hafa íbúar New York öllu gleymt?

Kvikmyndinni Ghostbusters: Frozen Empire, sem kemur í bíó núna á föstudaginn, gefst gullið tækifæri til að útskýra ýmsa undarlega hluti sem áttu sér stað í fyrri kvikmyndum í seríunni. Frá þessu er sagt á Scree...

19.03.2024

Kung Fu Panda 4 aftur vinsælust í bíó

Po, aðalhetjan í Kung Fu Panda fjögur, sýndi styrk sinn á íslenska bíóaðsóknarlistanum aðra vikuna í röð, en myndin er enn vinsælasta kvikmynd landsins og var með 5.800 áhorfendur um síðustu helgi. Í öðru sæti ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn