Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er sprenghlægileg og skemmtileg bíómynd eftir leikstjórann Ted Demme sem gerði t.d myndinna Blow með Johnny Depp.Uppistandarinn Denis Leary sem hefur leikið í þáttunum Rescue Me og ýmsu öðru fer með snilldarleik sem þjófurinn Gussie sem tekur upp á því að brjótast inn í hús og upphefst þá óvænt atburðarás í kjölfari því. Kevin Spacey og Judy Davis fara með snilldar leik sem hjóninn Lloyd og Caroline Chasseur sem eru ekki alveg nógu sátt við hvort annað. Málfarið í myndinni er mjög skemmtilegt og er það greinilegt að Dennis Leary hefur hjálpaði til við að fegra handritið með skemmtilegum skotum sem fólk gæti notað á hvort annað með orðum. Það gæti öllum þótt þessi mynd vera skemmtileg en hæfir ekki alveg ungum börnum útaf málfari. Það er skylda að sjá þessa mynd!!!
Svona þokkaleg mynd og fyndin. Kevin Spacey hefur aldrei verið neitt í miklum metum hjá mér og er frammistaða hans í þessari mynd engin undantekning en yfir hann valtar alveg Denis Leary með sinni glæsilegu frammistöðu. Í heild er myndin innantóm og samræðurnar hálf formúlukenndar en þó verð ég að splæsa tveimur stjörnum fyrir það að myndin er fyndin(það rímar hehe)og Leary er frábær. Ég ætla ekki að segja meira um þessa mynd en hún er horfandi á en bara ekkert merkileg.
Ágætis grínmynd með hinum bráðskemmtilega Denis Leary í aðalhlutverki. Hann er hér í hlutverki innbrotsþjófs, sem eftir innbrot sem fór úr skorðum, leitar skjóls á heimili hjóna sem eru ekki eins og fólk er flest. Neyðist bófinn til að taka alla familíuna í gíslingu og er það ögn meira en að segja það.
Bráðskemmtileg ræma og Leary fer á kostum að vanda.
Hostile Hostages er frábær mynd með frábærum leikurum sem skila sínum hlutverkum með prýði, þá sérstaklega Denis Leary, Kevin Spacey og Judy Davis. Hún er líka ótrúlega fyndin. Hún fær 3 og hálfa hjá mér í einkunn.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Richard LaGravenese, Marie Weiss
Framleiðandi
Buena Vista Internationa
Kostaði
$11.000.000
Tekjur
$11.439.193
Aldur USA:
R