Glaumur og gleði á Föstudagspartísýningum

Bíó Paradís við Hverfisgötu býður á hverjum föstudegi kl. 21 upp á sérvaldar sígildar kvikmyndir sem sýndar eru á sérstökum Föstudagspartísýningum.

Eins og segir á vef bíósins ræður glaumur og gleði þar ríkjum. „Það er einfaldlega ekki til betri leið til að starta helginni með vinum og vinkonum en að upplifa nostalgíumyndir í góðra vina hópi í trylltum fíling. Barinn/sjoppan er alltaf stútfull af sætindum og partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inní salinn!,“ segir á vefnum um sýningarnar.

Í maí eru fjórar Föstudagspartísýningar í boði en þær eru eftirfarandi:

5. maí:

„Anayway, How´s Your Sex life?“

The Room (2003)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn3.6
Rotten tomatoes einkunn 24%

Myndin fjallar um Johnny, leikinn af leikstjóra, handritshöfundi og framleiðanda myndarinnar, Tommy Wiseau, og brösugt samband hans við kærustu sína, Lisu, og besta vin sinn Mark (ó hæ! Mark), sem færir hann að lokum á ystu nöf andlega. Wiseau vann mikið með arfleifð James Dean og ...

12. maí:

„Samband þeirra er, frá öllum hliðum séð …“

Með allt á hreinu (1982)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
The Movie db einkunn7/10

Tónlistar og grínmyndin Með allt á hreinu fjallar um tvær hljómsveitir, Stuðmenn og Gærurnar (réttu nafni Grýlurnar), ástir og afbrýði meðlima þeirra og spaugilegar uppákomur í ferðalagi þeirra um Ísland....

19. maí:

„I´m Not Josie Grossie anymore“

Never Been Kissed (1999)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6
Rotten tomatoes einkunn 55%
The Movie db einkunn3/10

Josie Geller, 25 ára, vinnur sem yfirlesari hjá dagblaðinu Chicago Sun Times. Hún er mjög góð í því sem hún gerir, en þráir samt að verða blaðamaður á blaðinu, sem er mun meira krefjandi starf. Hún fær langþráð tækifæri hjá eiganda blaðsins til þess þegar hún er beðin...

26. maí:

„Drop that stereo before I blow your goddamn nuts off, asshole“

Police Academy (1984)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 58%
The Movie db einkunn7/10

Hópur góðhjartaðra en algjörlegra óhæfra aðila úr ýmsum áttum er skráður í lögregluskólann, þar sem mjög brýnt er að fjölga menntuðum lögreglumönnum á götunum. En kennararnir munu ekki sætta sig við neina stæla....

1 verðlaun