Aðalleikarar
Leikstjórn
Virkilega róleg og ansi erfið mynd til áhorfs. Hún byrjar eins og tveggja stjörnu mynd en þegar hún er hálfnuð skiptir hún um stefnu og verður alveg ágæt. Gallinn við Vanilla sky er bara sá að hún er alltof andskoti hæg, hún er dramatísk og það er aðallega endirinn sem eitthvað púður er í og einnig það sem hækkar einkunnina frá mér um hálfa stjörnu. Það er erfitt að melta Vanilla sky, hún treður í mann það mikið af upplýsingum að maður missir stundum þráðinn. Tom Cruise fer með aðalhlutverkið og fer nákvæmlega eftir handritinu sem reyndar býður upp á sitthvað og Cameron Diaz og Penélope Cruz gera persónur sínar þannig að þær smellpassa í þessa annars óvenjulegu mynd. Kurt Russell fer með hlutverk sálfræðings hér og þetta er ekki besta frammistaða hans en hann er samt góður í þessari mynd. Maðurinn er bara snillingur. Vanilla sky er ágætis mynd en það þarf að sjá hana kannski tvisvar til að skilja hana betur. Tvær og hálf stjarna segi ég.
Vanilla Sky er endurgerð spænsku myndarinnar OPEN YOUR EYES sem var alveg ágæt og ég bjóst við að hún væri betri en Vanilla Sky en hún er það greinilega ekki. Maður sem hefur gengið mjög vel í lífinu lendir allt í einu í miklu rugli. Hann missti kærustu sína í bílslysi en svo fer hann að sjá hana aftur og það kemur í ljós að undirmeðvitundin er farinn að rugla hann. Vanilla Sky er blanda af drömu,rómantík,sálfræðitrylli, og vísindaskáldsögu sem kemur óvenjulega vel út. Byrjunin er frekar leiðinleg en allt hitt er gott við hana,leikurinn,handritið ofl. Frábær mynd sem enginn má missa af.
Vanilla sky er ein skemmtilegasta mynd sem ég hef séð.Það eru toppleikarar í þessari mynd og mjög góð leikstjórn.Ég fíla líka hvað þetta er manneskjuleg mynd(if this is corny then corn me up).Tónlistin virkar líka mjög vel.Þetta er líka thinkermovie,maður þarf að pæla svolítið í plottinu.Tom og Penelope eru góð saman og Jason Lee kemur skemmtilega á óvart.Nú þarf bara að sjá upprunalegu myndina.
Þetta var fáránlegasta mynd sem ég hef séð. Þetta var svona bull mynd. Svo endaði hún líka fáránlega. Svo finnst mér hún ekki vera spennutryllir eins stendur þarna uppi. Semsagt fáránleg mynd. Sjáið hana bara þá sjáið þið að hún er mjög skrýtin.:-)
Hrein og klár steypa.Crusise leikur þó ágætlega og fésið á honum var sannfærandi.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Alejandro Amenábar, Mateo Gil, Ed Harris
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
25. janúar 2002
VHS:
19. ágúst 2002
- Sofía: I'll tell you in another life, when we are both cats.