Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Abre los ojos 1997

(Open Your Eyes)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. desember 2000

117 MÍNSpænska

Hinn myndarlegi og auðugi César á auðvelt með að heilla konurnar, en á erfitt með að losa sig við Nuria, konuna sem hann átti í sambandi við síðast. Besti vinur hans, Pelayo, er hinsvegar frekar óheppinn í samskiptum sínum við hitt kynið og er afbrýðisamur út í César. Í afmælisveislu sinni hittir César hina stórglæsilegu og kynþokkafullu Sofia, sem... Lesa meira

Hinn myndarlegi og auðugi César á auðvelt með að heilla konurnar, en á erfitt með að losa sig við Nuria, konuna sem hann átti í sambandi við síðast. Besti vinur hans, Pelayo, er hinsvegar frekar óheppinn í samskiptum sínum við hitt kynið og er afbrýðisamur út í César. Í afmælisveislu sinni hittir César hina stórglæsilegu og kynþokkafullu Sofia, sem er með Pelayo, en þau heillast strax hvort af öðru og eyða nóttinni saman heima hjá henni. Daginn eftir þá kemur César að Nuria fyrir utan hús Sofia, og hann þiggur boð hennar um að gefa sér far heim. En hún fremur sjálfsmorð á leiðinni, með því að aka bílnum á vegg. César lifir af, en andlit hans fer allt í klessu. Læknarnir búa ekki yfir nægri tækni til að endurgera andlit hans, og César er niðurdreginn og saknar Sofia. Kvöld eitt þá hittir César Sofia og Pelayo á krá, en hann drekkur of mikið og drepst áfengisdauða úti á götu. En daginn eftir, þá kemur Sofia að César úti á götu og kyssir hann og segir honum að hún elski hann. Þá segja læknarnir honum að þeir geti lagað andlit hans. Allt í einu snýst gæfa Césars við og hann er nú fastur í martröð. ... minna

Aðalleikarar

Fínasta mind fuck
Abre los ojos er spænsk mynd sem hefur verið endurgerð sem Vanilla Sky sem ég hef reyndar ekki séð.
Hún fjallar um 25 ára bachelorinn César sem á allt í lífinu, nóg af vinum, fullt af peningum og er með nýja stelpu hjá sér á hverri nóttu.
Dag einn fer hagur hans að breytast. Stuttu eftir að hafa hitt yndislegu stelpuna Sofíu (Penelope Cruz) lendir hann í bílslysi þar sem hálf klikkuð stelpa sem hann svaf Nuria reyndi að drepa hann. Þá fer César að missa tökin á raunveruleikanum og draumum og leiðir áhorfandann með sér inn í mikla flækju.

Abre los ojos var mynd sem ég hafði mikinn áhuga að sjá og hún stóðst væntingar mínar. Ég hefði þó viljað fá aðeins betri útskýringu á öllu í endann á henni en maður verður bara að sætta sig við það sem að maður fær.
Myndin er mjög frumleg og er ágætlega leikinn en þá stendur sá sem leikur Antonio sálfræðing César sig sérstaklega vel.

Ég mæli með þessari mynd fyrir áhugamenn um spænskar myndir og mind fuck myndir. Ég mundi vilja gefa henni aðeins hærri einkunn en hún nær ekki alveg að vera meistaraverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætur vísindaskáldskapur með bland af drömu líka. Alejandro er venjulegur strákur sem erfði mikinn auð frá foreldrum sínum. Hann er algjört kvennagull en vinur hans er einmitt öfugt við hann. En mál breytast þegar Alejandro lendir í bílslysi og verður óeðlilega ljótur og missir kærustu sína í sömu bílslysi. En á sama tíma verða þeir báðir ástfangnir af sömu konunni (Penelope Cruz,Gothika) og þá byrjar Alejandro að halda að hún er fyrrverandi vinkona hans. Þetta er mynd sem var síðan gerð endurgerð sem heitir Vanilla Sky líka með Penelope Cruz.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er kvikmyndin sem er búið að endurgera ameríska útgáfu sem margir þekkja sem Vanilla Sky. Myndin fjallar um mann að nafni Alejandro sem erfði mikinn pening frá foreldrum sínum og á flott hús og er mikið kvennagull og vinur hanns er einmitt ekki kvennagull. Svo verða þeir eitthvað ástfangnir af sömu stelpunni (Penelope Cruz) og eitthvað annað bull. Svo lendir Alejandro í bílslysi og verður ömurlega ljótur og svo heldur Alejandro alltaf að Penelope sé fyrrverandi kærasta hans og hún dó einmitt í sama bílslysi og hann. Svolítið spes mynd en samt alveg ágæt og örugglega betri en Vanilla Sky.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábærlega vel heppnuð bíómynd sem hlaut toppaðsókn á spáni og öðrum spænsku mælandi löndum sem síðar var endurgerð undir heitinu vanilla sky.

hún er íleikstjórn hins fjölhæfa alejandro amenábar(the others)

sem samdi einnig handtritið og tónlistina.

myndin fjallar um hinn lánsama Cesar sem er ríkur myndarlegur og vefur kvenfólki bókstaflega um fingur sér.

allt gengur sinn vanagang þar til hann hittir Sofiu sem er vinkona bestavinar Cesar.Þrátt fyrir að hún sé vinkona hans byrjar Cesar strax að komast yfir hana.en fyrrverandi ástkona hans Nadja fyllist mikilli afbrýðissemi og fer með hann í bíltúr og keyrir fram af brú hún deyr og Cesar afskræmist hræðilega í andliti.eftir þetta gerist arburðarás sem seint líður úr minni.

Þess má til gamans geta að leikstjórinn dreymdi söguþráðinn og þegar hann vaknaði var hann skíthræddur vegna þess að hann hélt að þetta hafi verið raunverulegt.

Open your eyes(abre los ojos) inniheldur nokkrar virkilega flottar senur og er einnig mjög vel leikin þó er sú sem leiur nödju ekki alveg nógu sannfærandi.Camerondiaz túlkaði hana betur í Vanilla sky(sérstaklega rétt áður en þau keyra fram af brúnni og Nadja segir do yuo believe in god).

En það sem sú spænska hefur sem cameron Diaz hefur ekki er þetta djöfullega augnaráð sem virkar mjög flott í open your eyes. tónlistin er alveg mögnuð í báðum myndum og sigu rós komu mjög flott útí vanilla sky(ég er alveg Sigur-rósar aðdándi)tónlistin sem Alejandro samdi passar mjög velvið andrúmsloft myndarinnar,enþað er aðeins léttara yfir vanilla sky svo tónlist Alejandrjo jefði aldrei passað þar.

að lokum vil ég segja að þetta sé mynd sem allir unnedur súrréalísakra mynda eigi að sjá og fara að sofa óvisir um hjvort þetta heafi verið raunverulegt.:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn