Abre los ojos
1997
(Open Your Eyes)
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 26. desember 2000
117 MÍNSpænska
87% Critics
88% Audience Hinn myndarlegi og auðugi César á auðvelt með að heilla konurnar, en á erfitt með að losa sig við Nuria, konuna sem hann átti í sambandi við síðast. Besti vinur hans, Pelayo, er hinsvegar frekar óheppinn í samskiptum sínum við hitt kynið og er afbrýðisamur út í César. Í afmælisveislu sinni hittir César hina stórglæsilegu og kynþokkafullu Sofia, sem... Lesa meira
Hinn myndarlegi og auðugi César á auðvelt með að heilla konurnar, en á erfitt með að losa sig við Nuria, konuna sem hann átti í sambandi við síðast. Besti vinur hans, Pelayo, er hinsvegar frekar óheppinn í samskiptum sínum við hitt kynið og er afbrýðisamur út í César. Í afmælisveislu sinni hittir César hina stórglæsilegu og kynþokkafullu Sofia, sem er með Pelayo, en þau heillast strax hvort af öðru og eyða nóttinni saman heima hjá henni. Daginn eftir þá kemur César að Nuria fyrir utan hús Sofia, og hann þiggur boð hennar um að gefa sér far heim. En hún fremur sjálfsmorð á leiðinni, með því að aka bílnum á vegg. César lifir af, en andlit hans fer allt í klessu. Læknarnir búa ekki yfir nægri tækni til að endurgera andlit hans, og César er niðurdreginn og saknar Sofia. Kvöld eitt þá hittir César Sofia og Pelayo á krá, en hann drekkur of mikið og drepst áfengisdauða úti á götu. En daginn eftir, þá kemur Sofia að César úti á götu og kyssir hann og segir honum að hún elski hann. Þá segja læknarnir honum að þeir geti lagað andlit hans. Allt í einu snýst gæfa Césars við og hann er nú fastur í martröð. ... minna