Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
The Others er gott dæmi um mislukkaða mynd. Það er ágætt að sjá hana einu sinni en við seinna áhorf hrapar hún þó nokkuð. Hún hefur marga galla, hún er illa klippt og á köflum finnst manni eins og mikilvægum pörtum úr samtölunum hafi hreinlega verið sleppt. Auk þess er hún pappírsþunn sem veitir ekki á gott þegar um svona grunnhugmynd er að ræða en stærsti gallinn við hana er endirinn sem gerir myndina miklu frekar vanmáttuga heldur en kröftuga(ég ætla ekki að vera spoiler en þið sem hafið séð myndina vita um hvað ég er að tala). Svo hefði þetta átt að vera almennileg hrollvekja fyrst að þetta er mynd um yfirnáttúruleg mál en hún er bara alltof saklaus til að geta flokkast sem hrollvekja. Alslæm er The Others þó alls ekki, hún er soldið sérstök og andrúmsloftið er heillandi og gerir myndina áhorfsins verða. Nicole Kidman er góð í vel skrifuðu hlutverki og mótleikarar hennar lítið síðri. Málið er bara að með innihaldsríkara handriti, betri endi og miklu meiri hroll hefði þetta getað orðið alveg stórkostleg mynd. En mér finnst hún samt alltílæ og gef henni tvær stjörnur. Sleppurfyrir horn.
Nicole Kidman er mjög góð í þessari mynd sem fjallar um
Grace(Nicole Kidman)sem býr í herragerði sem á einhverri eyju sem tilheyrir Bretlandi.
Myndin gerist í seinniheimstyrjöldinni og er Grace því mjög hrædd við þjóðverja en ennþá hræddari við að fara til helvítis.
Maðurinn hennar(Christopher Eccleston)hvarf í stríðinu og er álitinn dauður.
Hún elur börnin sín Anna og Nicholas mjög strangt upp en þau eru með alvarlegan sjúkdóm sem tengist sólargeislum og því aldrei draga gluggatjöldin frá og einga hurð má opna án þess að aðrar séu læstar.
En dag einn fær hún dularfullt þjónustu fólk í vinnu en svo allt í einufara skelilegir atburðir að gerast.............
Myndin er mjög gamaldags og mjög disturbing.
Myndin er mjög listræn og leikararnir stóðu sig mjög vel
en helsti galli myndarinnar er sá að hún er full langdregin á köflum.
Myndin er mjög frumleg og átakenleg á köflum og endirinn er magnaður.
Mæli með þessari mynd fyrir alla hvort sem þeir kunna að meta listrænar myndir eða thrillera.
Þetta er alveg ágæt mynd segi ekkert meira um það..Hún fjallar um konu sem að drepur börnin sín með kodda og svo sjálfan sig en man ekki eftir því og heldur að það séu draugar í húsinu en það eru þaug sem að eru draugar hún leifir ekki börnunum sínum að koma nálægt ljósi..... Ég héllt að þetta væru draugamynd en mér finnst hún ekkert draugaleg..
The Others er hrollvekja úr gamla skólanum,fær hárin til að rísa og svo sannarlega vel leikin. Nicole Kidman (Dogville) leikur konu sem á heima lengst út í Englandi.Myndin gerist á stríðsárunum og hún á tvö börn. Þau eru bæði með mjög sjaldgæfan sjúkdóm og ef þau fara í minnstu birtu bólgna þau út og kafna. Hún ræður vinnumenn í húsið,en það kemur í ljós að þau hafa unnið í húsinu áður. Eitt barnið er alltaf að segja henni að hún er að sjá fólk í húsinu sem segjast eiga húsið. Henni finnst þetta vera vitleysa en það kemur í ljós að eitthvað undarlegt er við vinnufólkið,og það er reimt í húsinu.... Nicole Kidman og Christopher Eccleston (28 days later) og allir aðrir sem leika í myndinni leika vel.
Góð hryllingsmynd sem gerist á því herrans ári 1945. Nicole Kidman leikur konu sem á heima eitthvað á einhverri eyju lengst út í rassgati og á tvö börn. Eiginmaður konunnar er í stríðinu og var langt síðan þau sáu hann. Börnin eru með mjög sjaldgæfan sjúkdóm sem er að ef þau fá birtu á sig bólgna þau og geta ekki andað en geta bara fengið minnstu birtu frá lampa þannig að þau eiga heima í risastóru dimmu húsi. Konan ræður þjónustufólk og það kemur í ljós að þau hafa unnið þar áður. Eitt barnið er alltaf að segja móður sinni að hún er að sjá aðra fjölskyldu í húsinu og þau segjast eiga húsið. Konan trúir ekki svoleiðis vitleysu en sér að húsið er reimt... Góður leikur og óhugnaður gerir myndina góða en mætti bæta aðeins spennu í hana.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Miramax Films
Kostaði
$17.000.000
Tekjur
$209.947.037
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
2. nóvember 2001