Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Almost Famous 2000

Frumsýnd: 9. mars 2001

Experience it. Enjoy it. Just don't fall for it.

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 90
/100
Fjórar Óskarstilnefningar.

Myndin gerist árið 1973 þegar rokkið lifir enn í gömlum glæðum. William Miller er 15 ára og afar hæfileikaríkur penni. Tónlist er hans líf og yndi. Greinar hans í óháðu tónlistartímariti vekja athygli ritstjóra tónlistartímaritsins Rolling Stone. Hans fyrsta verkefni er að skrifa um hljómsveitina Stillwater. Hann kynnist einum aðdáanda hljómsveitarinnar,... Lesa meira

Myndin gerist árið 1973 þegar rokkið lifir enn í gömlum glæðum. William Miller er 15 ára og afar hæfileikaríkur penni. Tónlist er hans líf og yndi. Greinar hans í óháðu tónlistartímariti vekja athygli ritstjóra tónlistartímaritsins Rolling Stone. Hans fyrsta verkefni er að skrifa um hljómsveitina Stillwater. Hann kynnist einum aðdáanda hljómsveitarinnar, Penny Lane. Hann hrífst af henni en líka af tónlistinni. William fær síðan að ferðast með bandinu og lendir hann í ýmsum ævintýrum.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Eyrnakonfekt með skemmtilegri þroskasögu
Almost Famous sló í gegn á sínum tíma og var myndin sem kom Kate Hudson á kortið í Hollywood. Myndin varð strax költ-klassísk og á hún þann stimpil svo sannarlega skilið.

Árið er 1973 þegar 15 ára piltur, Willam Miller, er alinn upp af hálfklikkaðari móður (frances mcdormand). Hann er tveimur árum á undan í skóla og á enga vini nema plöturnar sínar. Hann hefur yndi af rock og rolinu og skrifar um það fyrir neðanjarðar blaðið "Cream".
Hann fær tækifæri lífs síns þegar honum býðst að elta Stillwater á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og skrifa um þá mjög langa grein fyrir Rolling Stone tímaritið.
En á ferðinni kynnist hann hörðum heimi grúppíanna, dópsins, rokksins og þarf að redda sér úr vandræðum sem hann hefur aldrei áður kynnst.

Leikaraliðið er vel valið, aðalkarakterinn er að vísu William Miller, en aukapersónurnar skipta miklu máli í þessari sögu og eru vel skrifaðar og túlkaðar af leikörunum, m.a. Zooey Deschanel, Anna Paquin og Phillip Seymour Hoffman.

Það má líka taka fram að kvikmyndatakan er virkilega falleg, ameríska landslagið á morgnana og kvöldin yfir sumartíman er algjört augnakonfekt.

Frábæra tónlistarvalið setur gæðastimpil á myndina. Tímavélin sem maður fer í til ársins 1973 færir manni klassísk lög og ógleymanleg atriði eins og Tiny Dancer.

Almost Famous þarf varla að kynna fyrir kvikmyndaunnendum. Eftir að hafa horft á hana í annað sinn er ég fullviss um að hér sé á ferðinni vel gerð mynd sem ætti að hitta í mark hjá öllum tónlistaraðdáendum 7 og 8. áratugarins og tímabilsins yfir höfuð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lúmsk Unglingamynd
Ég horfði á Director's-Cutið, sem að eru 168 mínútur. Það er alveg slatti, en hvernig tímin flaug framhjá manni þá varð ótrúlegt og það er líka skrítið hvernig myndin flaug framhjá mörgum. Algjör Cult-myndin, hún stendur algjörlega við titilinn sinn (hehe). Svona án djóks þá varð hún bara allt í einu uppáhaldsmyndin mín, ekki alveg en hún komst á listan. Ég svona mæli með fólki að horfa á Director's Cut-ið því að það var svo mikið af good stuffi í myndinni að ég þori ekki að mæla með hinni, ég er að segja að það var klippt útaf (no shit). Það er ekki hægt að finna neinn dauðan punkt í myndinni eða að hún sé langreiginn á einnhvernhátt. Því hún er alltaf skemmtileg, oftast fyndin og það kemur alltaf eitthvað nýtt og nýtt til þess að pæla í.

Mér brá rosalega hvað það var mikið af mörgum og skemmtilegum leikurum þarna sem maður bjóst aldrei við að sjá því hlutverkin sem þau voru í voru alveg rosaleg. Persónurnar í myndinni voru rosalega djúpar og enganveginn einhæfar. Eiginlega, ef maður pælir í því þá er hún bara persónu-mynd sem þarf að stúdera fokk mikið. Mörgum af þessum leikurum stóðu sig rosalega vel þótt að þeir voru það lengi, en þeir voru samt alveg notaðir mörgum sinnum þótt að þeir voru stutt og þeir fittuðu söguna mjög vel.

- spoiler -

Myndin lúkkaði dáldið eins og unglinga-mynd í felum, myndin fjallar bara um það að þroskast úr þessu cool-dæmi. Eins og maður sér þá eru allar persónurnar sem William Miller er að hanga með, semsagt hljómsveitin og fólkið sem eru að ferðast með hljómsveitinni, eru bara óþroskuð og gera tónlist til þess að vera cool. Boðskapur myndarinnar er einfaldlega segja: vertu þú sjálfur.

- spoiler endar-

Afhverju er ég að gefa myndinni svona háa einkunn en sá hæstu? Ég kind of veit það ekki, kannski er það að ég komst kannski ekki alveg í hana í byrjun, vissi ekki alveg hvað var í gangi fyrst. En hún er samt fokk tussu góð. Ég segji bara þetta: horfðu á þessa mynd, farðu að hlæja, skemmtu þér, gráttu og hugsaðu.

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hika ekki við að segja að Almost Famous er besta mynd sem leikstjórinn Cameron Crowe hefur sent frá sér. Þó svo að Jerry Maguire og Vanilla Sky séu frábærar myndir, þá kaffærir þessi þeim hvað varðar gæði. Sagan er um William Miller sem fær það einstaka tækifæri að skrifa fyrir Rolling Stones tímaritið og ferðast um Bandaríkin með bandinu Stillwater. Og fáum við að fylgjast með ævintýri hans er hann reynir að skrifa greinina og láta draum sinn rætast. Cameron Crowe er frægur fyrir að skrifa mjög góð handrit og persónusköpun. Ég held að þetta sé hans besta sem hann hefur skrifað hingað til(enda vann það til Óskarsverðlauna verðskuldað). Sú staðreynd að hann byggir myndina frá sínu eigin lífi gefur myndinni einstakan ferskleika. Leikstjórn Camerons er einnig örugg og vissi hann alveg hvert hann ætlaði sér með myndina þegar hann var að gera hana. Persónurnar eru einstaklega skemmtilegar hver á fætur annarri, og gaman að fylgjast með þeim öllum. Tónlistin í myndinni er algjör snilld og er hálfgerður karakter í myndinni(ef þið fattið líkinguna). Svo eru frábærir leikarar í hverju hlutverki. Patrick Fugit er óþekktur leikari, en er einstaklega góður í hlutverki blaðamannsins William Miller. Francis McDormand er frábær eins og alltaf og er óaðfinnanlega góð í óskarstilnefningahlutverki sem áhyggjufulla móðir Williams. Billy Crudup kemur einnig með góða frammistöðu sem Russell Hammond. Svo er fullt af góðum leikurum í litlum aukahlutverkum, s.s Faruza Balk, Jason Lee sem einn af meðlimum Stillwater, Anna Paquin og Philip Seymour Hoffman. En sú sem kemur með bestu og óvæntustu frammistöðu myndarinnar er leikkonan Kate Hudson. Þessi leikkona er hvað þekktust fyrir að leika í frekar leiðinlegum myndum og mjög fyrirsjáanlegum hlutverkum(hef allavega ekki séð góða mynd nema þessa með henni), þó hún hafi gert tilraun með Skeleton Key til að vera í alvöru hlutverki(sem féll gjörsamlega, að mínu mati). En í Almost Famous kemur hún með alvöru frammistöðu og er meiriháttar í hlutverki grúppíunnar Penny Lane. Og er það enn ráðgáta fyrir mér hvers vegna hún vann ekki Óskarinn fyrir þetta hlutverk(fannst hún mun betri en Marcia Gay Harden var í Pollock). Almost Famous fetar í fótspor mynda eins og The Doors, Walk The Line og Ray, og er ein besta tónlistarmynd sem hefur komið á bíótjaldið nokkurn tímann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fín mynd eftir Cameron Crowe sem fékk Golden Globe og Óskarsverðlaun fyrir besta handritið. Myndin gerist 1973 þegar rokkið,eyturlyfin og áfengið réð ríkjum. William Miller (Patrick Fugit) er 15 ára strákur sem er líka allur í rokkinu. Hann skrifar greinar í tónlistarblaðinu The Rolling Stone og greinarnar fá strax umtal þannig að hann fær að fylgjast með hljómsveitinni Stillwater og lendir í miklu rugli og ævintýrum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var með alveg hrikalegar væntingar fyrir þessa mynd og hlakkaði mikið til þess að sjá hana. En það er eitthvað sem vantar (líklegast upp á handritið). Leikurinn er FRÁBÆR og klippingin yndisleg en eins og segi, það er eitthvað sem vantar...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn