Pitch Black
2000
(The Chronicles of Riddick: Pitch Black)
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 1. september 2000
Fight Evil with Evil.
109 MÍNEnska
59% Critics
77% Audience
49
/100 Geimskipið Hunter-Gratzner með 40 manns innanborðs brotlendir á eyðiplánetu þegar loftsteinahríð skellur á skipinu. Aðeins 12 menn lifa af, þar á meðal flugmaðurinn Carolyn Fry ( sem tekur við stjórn skipsins eftir að skipstjórinn deyr ), hausaveiðarinn William J. Johns, trúmaðurinn Ablu Al-Walid, antíksölumaðurinn Paris P. Ogilvie, strokuunglingurinn Jack,... Lesa meira
Geimskipið Hunter-Gratzner með 40 manns innanborðs brotlendir á eyðiplánetu þegar loftsteinahríð skellur á skipinu. Aðeins 12 menn lifa af, þar á meðal flugmaðurinn Carolyn Fry ( sem tekur við stjórn skipsins eftir að skipstjórinn deyr ), hausaveiðarinn William J. Johns, trúmaðurinn Ablu Al-Walid, antíksölumaðurinn Paris P. Ogilvie, strokuunglingurinn Jack, landnemarnir John "Zeke" Ezekiel og kærasta hans Sjharon "Shazza" Montgomery og Richard B. Riddick, sem er stórhættulegur fangi sem sloppið hefur úr fangelsi. Plánetan sem þau eru á er dumbrauð og fólkið uppgötvar að plánetan hrjóstruga nýtur sólarljóss frá þremur sólum. Ekki einungis þurfa þau að finna sér einhvern mat og vatn og hafa áhyggjur af Riddick, heldur þurfa þau að kljást við holdétandi íbúa plánetunnar sem koma upp á yfirborðið þegar plánetan er hulin myrkri, sem gerist á 22 ára fresti, en þá koma þessi skrímsli upp á yfirborðið til að veiða og éta allt kvikt. Fry og hinir eftirlifendur úr slysinu átta sig á því að þau þurfa að reiða sig á Riddick til að hjálpa þeim að lifa af við þessar aðstæður, en Riddick er með augu sem gerð hefur verið skurðaðgerð á sem láta hann sjá í myrkri. Nú þurfa þau að finna leið til að sleppa af plánetunni og komast í flóttaskip, áður en þau verða öll étin af skrímslunum óhugnanlegu. ... minna