Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Pitch Black 2000

(The Chronicles of Riddick: Pitch Black)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. september 2000

Fight Evil with Evil.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Geimskipið Hunter-Gratzner með 40 manns innanborðs brotlendir á eyðiplánetu þegar loftsteinahríð skellur á skipinu. Aðeins 12 menn lifa af, þar á meðal flugmaðurinn Carolyn Fry ( sem tekur við stjórn skipsins eftir að skipstjórinn deyr ), hausaveiðarinn William J. Johns, trúmaðurinn Ablu Al-Walid, antíksölumaðurinn Paris P. Ogilvie, strokuunglingurinn Jack,... Lesa meira

Geimskipið Hunter-Gratzner með 40 manns innanborðs brotlendir á eyðiplánetu þegar loftsteinahríð skellur á skipinu. Aðeins 12 menn lifa af, þar á meðal flugmaðurinn Carolyn Fry ( sem tekur við stjórn skipsins eftir að skipstjórinn deyr ), hausaveiðarinn William J. Johns, trúmaðurinn Ablu Al-Walid, antíksölumaðurinn Paris P. Ogilvie, strokuunglingurinn Jack, landnemarnir John "Zeke" Ezekiel og kærasta hans Sjharon "Shazza" Montgomery og Richard B. Riddick, sem er stórhættulegur fangi sem sloppið hefur úr fangelsi. Plánetan sem þau eru á er dumbrauð og fólkið uppgötvar að plánetan hrjóstruga nýtur sólarljóss frá þremur sólum. Ekki einungis þurfa þau að finna sér einhvern mat og vatn og hafa áhyggjur af Riddick, heldur þurfa þau að kljást við holdétandi íbúa plánetunnar sem koma upp á yfirborðið þegar plánetan er hulin myrkri, sem gerist á 22 ára fresti, en þá koma þessi skrímsli upp á yfirborðið til að veiða og éta allt kvikt. Fry og hinir eftirlifendur úr slysinu átta sig á því að þau þurfa að reiða sig á Riddick til að hjálpa þeim að lifa af við þessar aðstæður, en Riddick er með augu sem gerð hefur verið skurðaðgerð á sem láta hann sjá í myrkri. Nú þurfa þau að finna leið til að sleppa af plánetunni og komast í flóttaskip, áður en þau verða öll étin af skrímslunum óhugnanlegu. ... minna

Aðalleikarar


Áður en ég fór á þessa mynd slökkti ég á heilanum mínum því ég vissi nákvæmlega hvernig þessi mynd var. Það var engin söguþráður í þessari mynd aðeins fólk fast á einhverri plánetu sem hafði þrjár sólir en þvílík tilviljun, sama dag og þau lenda skellur á sólmyrkvi og geta þá sólfælnu, blóðþyrstu geimverurnar herjað á aðalhetjurnar okkar. "Fyndni" gaurinn var ekki blökkumaður eins og svo oft er heldur Breti og reyndi hann oft að kitla hláturstaugarnar með mjög lélegum árangri. Aðalleikarinn, sem er dæmdur morðingi, kemur varla upp orði nema til að segja einhverja frasa. Það var einmitt einn af þessum frösum sem var svo ömurlegur að ég skellihló og náði myndin þar með í hálfa stjörnu. Í guðana bænum ekki borga 700 kr. til að sjá þennan viðbjóð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Virkilega cool og góð mynd. Vin Diesel er virkilega svalur í hlutverki sínu sem Riddick. Með því betra sem hann hefur gert á sínum ferli með XXX, Fast and the Furious og Saving Private Ryan. Myndin er virkilega spennandi, flott gerð með virkilega drungalegu umhverfi. Myndin kemur virkilega á óvart, og ég mæli hiklaust með þessari snilldar mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Að mínu mati einn flottasti spennutryllir síðari ára. Söguþráðurinn flottur og vel úthugsaður, stemningin mögnuð og tæknibrellur með besta móti. Vin Diesel kom mér virkilega á óvart í þessari mynd þar sem hann leikur iðulega einhverja plastic töffara með 0,1 í IQ. Myndin inniheldur einstaklega spennuþrungið andrúmsloft, flotta og sannfærandi leikara og síðast en ekki síst snilldarinnar söguþráð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frekar góð mynd. Einfaldur söguþráður og mjög vel gerð.(ATH þeir sem ekki hafa séð myndina EKKI lesa lengra) Myndin fjallar um það að farþegageimskip hrapar á óþekkta plánetu, plánetu með þrjár sólir. Meðal farþega eru fjöldamorðinginn Riddick sem hefur farið í augnaaðgerð til að sjá í myrkri, og lögreglumann sem er að flytja hann í fangelsi. Riddick sleppur og eltir eftirlifandi farþega meðan þau leita af lífsmarki. Þau finna 22 ára gömul húsflök og líkamsleifar. Einnig finna þau skip sem getur komið þeim burt. En þegar einn farþeganna er drepinn er Riddick grunaður. Þau fanga hann en finna út að hola sem var nálægt morðstað er heimili ljósfælna skrímsla. Meðan skipstjórinn er að skoða plánetulíkan kemst hún að því að bráðum kemur sólmyrkvi og munu þá verurnar koma úr holunum. Fara þau á sólardrifnum jeppa að flakinu en sólmyrkvinn kemur þegar þau eru í flakinu svo jeppinn virkar ekki. Fer fólkið að deyja eitt og eitt og þau semja við Riddick að hann hjálpi þeim að komast aftur að skipinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Svona þokkalegur science fiction þriller með nokkrum flottum senum. Vin Diesel hefur afskaplega takmarkaða leikhæfileika þó að hann sé ágætur í þessari mynd. Ýmislegt nýstárlegt er notað í myndinni til að mynda hvorki meira né minna en þrjár sólir á þessari plánetu sem myndin á að gerast á. Pitch black er svona mynd sem maður horfir á einu sinni og hefur gaman af en mikið oftar verður hún soldið léleg. Undirritaður er núna búinn að sjá myndina tvisvar og fannst hún betri í fyrra skiptið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.11.2015

„Riddick 4" og sjónvarpsþættir í bígerð

Framleiðslufyrirtæki Vin Diesel er með sjónvarpsþætti í bígerð sem kallast Merc City. Þeir munu fjalla um persónur úr kvikmyndunum Pitch Black, The Chronicles of Riddick og Riddick.  Fjórða myndin í Riddick-seríunni virðist einnig vera í undirb...

17.09.2013

Frumsýning: Riddick

Sambíóin frumsýna spennutryllinn Riddick á föstudaginn næsta þann 20. september. Riddick er hinn ósigrandi vígamaður frá Furya og snýr nú aftur í þriðju mynd leikstjórans Davids Towhy um kappann. Með hlutverk Ri...

19.07.2013

Riddick - rauðmerkt stikla

Glæný stikla var að detta í hús fyrir vísindatryllinn Riddick með Vin Diesel í aðalhlutverki. Sjáðu stikluna hér fyrir neðan. Ath. stiklan er svokölluð RedBand trailer, eða rauðmerkt, og því bönnuð börnum og vi...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn